Tveir bíræfnir innbrotsþjófar létu sér hvergi breða þótt húsráðandi stæði þá að verki á heimili hans í Kópavogi á fjórða tímanum í nótt.
Þeir réðust umsvifalaust á hann og höfðu tölvu og sjónvarp á brott með sér út í nóttina. Lögreglumenn fundu þá skömmu síðar, handtóku þá og vistuðu í fangageymslum, og verða þeir látnir svara til saka í dag.
Húsráðanda mun ekki hafa sakað í átökum við mennina.
Réðust á húsráðenda í Kópavogi og rændu hann
