Atvinnutækifæri fyrir fólk með geðraskanir Árni Gunnarsson skrifar 6. september 2013 06:00 Á hverju ári greinast liðlega 1.200 manns með örorku hér á landi. Af þeim sem greinast með 75% örorku eru 37% í þeim hópi vegna geðraskana og 29% vegna kvilla í stoðkerfi. Árið 2011 greiddu Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóðirnir rösklega 40 milljarða króna í örorkubætur. Mjög er orðið tímabært að taka upp starfsgetumat hér á landi. Í því felst að reynt er að greina getu öryrkja til starfa og almennrar þátttöku í samfélaginu. Í mörgum tilvikum er þá reynt að auka starfsgetuna með margs konar endurhæfingu og aðstoð af ýmsu tagi. Virk, starfsendurhæfingarsjóður SES, hefur þegar unnið merkilegt frumkvöðlastarf á þessu sviði. Núgildandi matskerfi örorku greinir eingöngu hvað einstaklingarnir geta ekki. Mikill meirihluti örorkulífeyrisþega vill vinna en aðeins 5% þeirra fá starf. Án efa er það þjóðhagslega mjög hagkvæmt að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja. Í hinum norrænu löndunum hefur tekist að draga verulega úr útgjöldum vegna örorkubóta með meiri og vaxandi atvinnuþátttöku öryrkja. Hér á landi þyrfti hið sama að gerast og er þátttaka vinnuveitenda mjög mikilvæg. Það er mjög tímabært að atvinnulífið, ríkisvaldið og samtök og stofnanir sem fjalla um málefni öryrkja leiti nýrra leiða til að opna öryrkjum aðgang að störfum og auki sveigjanleika gagnvart starfsmönnum, sem eiga á hættu að hverfa af vinnumarkaði. Í tillögum verkefnisstjórnar um aukna atvinnuþátttöku öryrkja er rætt um fjárhagslegan stuðning til atvinnurekenda, sem ráða starfsfólk með takmarkaða starfsgetu. Einnig að einstaklingar séu metnir eftir starfsgetu en ekki vangetu. Líta þurfi til atvinnumöguleika við ákvörðun bóta og bóta- og skattakerfi byggt upp svo það borgi sig að taka þátt í vinnumarkaði.Vinnuveitendur þurfa stuðning Almennt er álitið að fólk með geðraskanir eigi örðugra með að fara á vinnumarkað en aðrir öryrkjar. Þeir hafa oft lítið sjálfstraust eða trú á eigin getu, eru óvirkir, kljást við eigin fordóma og annarra og hafa óraunhæft mat á hvað séu eðlilegar tilfinningar. Vinnuveitendur eru líka oft óöruggir gagnvart þessum hópi og þurfa stuðning til að vinna úr erfiðleikum og efasemdum sem upp geta komið. Félagið Hlutverkasetur var stofnað árið 2005 með það að meginmarkmiði að nýta reynslu og þekkingu geðfatlaðra til atvinnusköpunar. Strax kom í ljós að mikil þörf var fyrir starfsemi af þessu tagi. Mikill fjöldi karla og kvenna sækir starfsstöðina í Borgartúni 1 í Reykjavík í hverjum mánuði. Þar er verulegt framboð á hvers konar námskeiðum og aðstoð. Félagið hóf fyrir skömmu verkefni undir nafninu „Útrás“ í þeim tilgangi að fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með geðraskanir. Í Hlutverkasetri er fyrir hendi reynsla og þekking á þessum málaflokki. Sylviane Pétursson iðjuþjálfi er umsjónarmaður „Útrásarinnar“. Hún hefur í þrjá áratugi unnið við starfsendurhæfingu á geðsviði Landspítalans. Hún starfar við hlið Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdastjóra Hlutverkaseturs, en auk þess kemur að verkefninu Hlynur Jónasson, sem verður tengiliður við vinnuveitendur. Hér er athygli vakin á þessu verkefni til að hvetja vinnuveitendur, stjórnvöld, sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir til þátttöku í „Útrás“ Hlutverkaseturs og til að gaumgæfa mikilvægi þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku fólks með geðraskanir og öryrkja almennt. Hér má brúka orð úr auglýsingunni: „Allir vinna.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári greinast liðlega 1.200 manns með örorku hér á landi. Af þeim sem greinast með 75% örorku eru 37% í þeim hópi vegna geðraskana og 29% vegna kvilla í stoðkerfi. Árið 2011 greiddu Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóðirnir rösklega 40 milljarða króna í örorkubætur. Mjög er orðið tímabært að taka upp starfsgetumat hér á landi. Í því felst að reynt er að greina getu öryrkja til starfa og almennrar þátttöku í samfélaginu. Í mörgum tilvikum er þá reynt að auka starfsgetuna með margs konar endurhæfingu og aðstoð af ýmsu tagi. Virk, starfsendurhæfingarsjóður SES, hefur þegar unnið merkilegt frumkvöðlastarf á þessu sviði. Núgildandi matskerfi örorku greinir eingöngu hvað einstaklingarnir geta ekki. Mikill meirihluti örorkulífeyrisþega vill vinna en aðeins 5% þeirra fá starf. Án efa er það þjóðhagslega mjög hagkvæmt að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja. Í hinum norrænu löndunum hefur tekist að draga verulega úr útgjöldum vegna örorkubóta með meiri og vaxandi atvinnuþátttöku öryrkja. Hér á landi þyrfti hið sama að gerast og er þátttaka vinnuveitenda mjög mikilvæg. Það er mjög tímabært að atvinnulífið, ríkisvaldið og samtök og stofnanir sem fjalla um málefni öryrkja leiti nýrra leiða til að opna öryrkjum aðgang að störfum og auki sveigjanleika gagnvart starfsmönnum, sem eiga á hættu að hverfa af vinnumarkaði. Í tillögum verkefnisstjórnar um aukna atvinnuþátttöku öryrkja er rætt um fjárhagslegan stuðning til atvinnurekenda, sem ráða starfsfólk með takmarkaða starfsgetu. Einnig að einstaklingar séu metnir eftir starfsgetu en ekki vangetu. Líta þurfi til atvinnumöguleika við ákvörðun bóta og bóta- og skattakerfi byggt upp svo það borgi sig að taka þátt í vinnumarkaði.Vinnuveitendur þurfa stuðning Almennt er álitið að fólk með geðraskanir eigi örðugra með að fara á vinnumarkað en aðrir öryrkjar. Þeir hafa oft lítið sjálfstraust eða trú á eigin getu, eru óvirkir, kljást við eigin fordóma og annarra og hafa óraunhæft mat á hvað séu eðlilegar tilfinningar. Vinnuveitendur eru líka oft óöruggir gagnvart þessum hópi og þurfa stuðning til að vinna úr erfiðleikum og efasemdum sem upp geta komið. Félagið Hlutverkasetur var stofnað árið 2005 með það að meginmarkmiði að nýta reynslu og þekkingu geðfatlaðra til atvinnusköpunar. Strax kom í ljós að mikil þörf var fyrir starfsemi af þessu tagi. Mikill fjöldi karla og kvenna sækir starfsstöðina í Borgartúni 1 í Reykjavík í hverjum mánuði. Þar er verulegt framboð á hvers konar námskeiðum og aðstoð. Félagið hóf fyrir skömmu verkefni undir nafninu „Útrás“ í þeim tilgangi að fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með geðraskanir. Í Hlutverkasetri er fyrir hendi reynsla og þekking á þessum málaflokki. Sylviane Pétursson iðjuþjálfi er umsjónarmaður „Útrásarinnar“. Hún hefur í þrjá áratugi unnið við starfsendurhæfingu á geðsviði Landspítalans. Hún starfar við hlið Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdastjóra Hlutverkaseturs, en auk þess kemur að verkefninu Hlynur Jónasson, sem verður tengiliður við vinnuveitendur. Hér er athygli vakin á þessu verkefni til að hvetja vinnuveitendur, stjórnvöld, sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir til þátttöku í „Útrás“ Hlutverkaseturs og til að gaumgæfa mikilvægi þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku fólks með geðraskanir og öryrkja almennt. Hér má brúka orð úr auglýsingunni: „Allir vinna.“
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar