Maðurinn sem braut niður hurðina Kjartan Guðmundsson skrifar 23. maí 2013 13:00 Ray Manzarek, hljómbvorðsleikari The Doors. Mynd/Getty Í nokkur ár hlustaði ég á The Doors á hverjum degi. Sem krakki hafði ég heyrt lag og lag á stangli, til dæmis Riders on the Storm, Hello, I Love You og Break On Through (en ekki Light My Fire, ótrúlegt en satt) en aldrei lagt mig sérstaklega eftir plötum sveitarinnar. Svo kom stóra sprengjan vorið 1991 þegar ég var nýskriðinn á táningsaldur og móttækilegur eftir því. Bíómynd Olivers Stone um Jim Morrison (þar sem Val Kilmer söng lögin sjálfur og komst svona líka prýðilega frá því) hratt af stað gríðarlegu Doors-æði á Íslandi og um leið almennum áhuga á tónlistinni og menningunni frá því tveimur áratugum fyrr. Hárið síkkaði, gallabuxnaskálmarnar víkkuðu og forljótar hippamussur tóku að stinga upp kollinum á götum bæjarins (og í Öskjuhlíðinni, þar sem sumum þótti sniðugt að safnast saman til að drekka landa á hlýjustu kvöldunum í veikri von um að líta jafn töff út og Jim og félagar á sýrutrippi í eyðimörkinni). Í Hljóðfærahúsinu á Laugavegi var meira að segja fest upp tilkynning þess efnis að harðbannað væri að prófa hljómborðin í búðinni með því að spila intróið að Light My Fire, slíkar voru vinsældirnar. Að æðinu mikla loknu stóð þó eftir að mun meira var spunnið í Doors en flestar aðrar hljómsveitir frá sama tíma. Jim Morrison var töff og samdi kúl og kriptíska texta en orgelleikarinn Ray Manzarek, sem lést síðastliðið mánudagskvöld, kenndi mér og mörgum óhörðnuðum unglingnum að mestu meistarana er oftar en ekki að finna í bakgrunninum. Manzarek, þessi snillingur, lék bassalínurnar með vinstri meðan hann lét vaða á orgelið með hægri! Hvernig var þetta hægt? Og hvaða örlaganornum mútaði maðurinn til að öðlast þessa óendanlegu hæfileika? Var hann kannski einhvers konar ofurmenni? Já, stundum saknar maður þess að vera ekki lengur ungur, ör og laus við þá leiðinlegu vitneskju að ekkert er nýtt undir sólinni. En gefum okkur að Ray Manzarek sé núna rétt um það bil að tékka sig inn á Hótel Himnaríki og klæi í fingurna að djamma með nokkrum vel völdum nágrönnum. Nóg ætti jú að vera af hæfileikafólki þarna uppi, en ég myndi benda honum kurteislega á að leita uppi trommarann Keith Moon, Cliff Burton á bassann, gítarleikarana Jimi Hendrix og Mick Ronson, söngvarann Sam Cooke, söngkonuna Ari Up og Tupac Shakur til að bösta nokkrar rímur. Ray ætti varla að leiðast. Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sjá meira
Í nokkur ár hlustaði ég á The Doors á hverjum degi. Sem krakki hafði ég heyrt lag og lag á stangli, til dæmis Riders on the Storm, Hello, I Love You og Break On Through (en ekki Light My Fire, ótrúlegt en satt) en aldrei lagt mig sérstaklega eftir plötum sveitarinnar. Svo kom stóra sprengjan vorið 1991 þegar ég var nýskriðinn á táningsaldur og móttækilegur eftir því. Bíómynd Olivers Stone um Jim Morrison (þar sem Val Kilmer söng lögin sjálfur og komst svona líka prýðilega frá því) hratt af stað gríðarlegu Doors-æði á Íslandi og um leið almennum áhuga á tónlistinni og menningunni frá því tveimur áratugum fyrr. Hárið síkkaði, gallabuxnaskálmarnar víkkuðu og forljótar hippamussur tóku að stinga upp kollinum á götum bæjarins (og í Öskjuhlíðinni, þar sem sumum þótti sniðugt að safnast saman til að drekka landa á hlýjustu kvöldunum í veikri von um að líta jafn töff út og Jim og félagar á sýrutrippi í eyðimörkinni). Í Hljóðfærahúsinu á Laugavegi var meira að segja fest upp tilkynning þess efnis að harðbannað væri að prófa hljómborðin í búðinni með því að spila intróið að Light My Fire, slíkar voru vinsældirnar. Að æðinu mikla loknu stóð þó eftir að mun meira var spunnið í Doors en flestar aðrar hljómsveitir frá sama tíma. Jim Morrison var töff og samdi kúl og kriptíska texta en orgelleikarinn Ray Manzarek, sem lést síðastliðið mánudagskvöld, kenndi mér og mörgum óhörðnuðum unglingnum að mestu meistarana er oftar en ekki að finna í bakgrunninum. Manzarek, þessi snillingur, lék bassalínurnar með vinstri meðan hann lét vaða á orgelið með hægri! Hvernig var þetta hægt? Og hvaða örlaganornum mútaði maðurinn til að öðlast þessa óendanlegu hæfileika? Var hann kannski einhvers konar ofurmenni? Já, stundum saknar maður þess að vera ekki lengur ungur, ör og laus við þá leiðinlegu vitneskju að ekkert er nýtt undir sólinni. En gefum okkur að Ray Manzarek sé núna rétt um það bil að tékka sig inn á Hótel Himnaríki og klæi í fingurna að djamma með nokkrum vel völdum nágrönnum. Nóg ætti jú að vera af hæfileikafólki þarna uppi, en ég myndi benda honum kurteislega á að leita uppi trommarann Keith Moon, Cliff Burton á bassann, gítarleikarana Jimi Hendrix og Mick Ronson, söngvarann Sam Cooke, söngkonuna Ari Up og Tupac Shakur til að bösta nokkrar rímur. Ray ætti varla að leiðast.
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sjá meira