Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum í Hafnarfirði um kvöldmatarleitið í gærkvöldi með þeim afleiðinugm að bíllinn fór í gegnum grindverk um húsagarð, og hafnaði á húsinu.
Maðurinn, sem var einn í bílnum slapp ómeiddur, en var vistaður í fangageymslum. Þar fyrir utan urðu mörg umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu og undir Hafnarfjalli frá því síðdegis í gær og fram á kvöld, sem rekja má til óveðurs og hálku, en engin slasaðist alvarlega í þeim

