Karlmaður var handtekinn fyrir utan veitingahús á Ísafirði aðfaranótt sunnudags. Ástæðan var sú að maðurinn átti í útistöðum við gest á staðnum og beitti þar hafnarboltakylfu í þeim erjum eins og fram kemur í tilkynningu lögreglu.
Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn ölvaður og æstur auk þess sem hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglunnar.
Úr varð að hann var færður í fangaklefa. Áður en það gerðist hótaði hann nærstöddum og lögreglumönnum lífláti. Manninum var sleppt síðdegis í gær eftir yfirheyrslur.
Lögreglan segist líta málið mjög alvarlegum augum í ljósi hótana sem hann lét falla, auk þess sem hann er grunaður um að hafa beitt aðra einstaklinga ofbeldi með hafnaboltakylfu.
Lamdi mann með hafnaboltakylfu og hótaði lögreglu lífláti
