Margar erfðabreyttar matvörur ómerktar 4. febrúar 2013 06:00 Ítrekaðar kvartanir hafa borist Neytendasamtökunum, sérstaklega vegna vanmerkinga á genabreyttum matvælum. Fréttablaðið/Heiða Neytendasamtökin krefjast þess að reglugerð um merkingar á matvælum verði hert og eftirfylgni bætt. Ítrekaðar kvartanir hafa borist samtökunum og þá sérstaklega vegna vanmerkinga á genabreyttum matvælum. Talsvert hefur einnig verið kvartað yfir viðbættu vatni í kjöti og fiski. Frá byrjun árs 2012 hefur verið skylt að merkja matvæli sem innihalda erfðabreytt efni en svo virðist sem því hafi ekki verið fylgt nægilega eftir. Neytendasamtökin gerðu síðastliðið haust rannsókn á því hvort erfðabreyttar vörur væru merktar sem slíkar. Valdar voru tólf vörutegundir sem talið var hugsanlegt að innihéldu erfðabreytt efni og þær sendar til prófunar erlendis. Í ljós kom að níu þeirra innihéldu erfðabreytt hráefni. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, er ósáttur við niðurstöðuna. „Lágmarkskrafan er að neytendur fái réttar upplýsingar og geti tekið upplýstar ákvarðanir," segir Jóhannes. Samkvæmt reglugerð um matvæli eiga kjötvörur sem innihalda viðbætt vatn að vera sérstaklega merktar sé vatnið meira en 10 prósent af heildarþyngd vörunnar. „Það er allur gangur á því hvort þessu er fylgt," segir Jóhannes. Oft eru neytendur að greiða fyrir íshúð utan um frosinn fisk og kjúklingabringur. Það er þó áætlað að breyta þessum reglum í samræmi við reglur EES fyrir lok árs 2014. Íshúð á samkvæmt þeim að flokkast sem hluti umbúða. „Það er engin ástæða til þess að bíða þar til þá, við eigum að taka þessar reglur upp strax," segir Jóhannes sem er þeirrar skoðunar að banna eigi að bæta vatni við hreinar kjötvörur. „Vatni er bætt við til að keyra niður verð. Það er þó engin bót fyrir neytendur því kjötið skreppur saman þegar það er eldað. Þetta gerir verðsamanburð ómögulegan." Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki fengið kvartanir nýlega vegna ómerktra erfðabreyttra matvæla að sögn Óskars Ísfeld Sigurðssonar, deildarstjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Óskar segist ekki hafa ástæðu til að ætla að mikið sé af slíkum vörum á markaði hér á landi. „Innflytjendur hafa brugðist við breyttri löggjöf og minnkað við sig innkaup frá birgjum sem selja erfðabreytt matvæli," segir hann. Eftirlit með genabreyttum matvælum er nýtt hérlendis og enn er verið að þróa mæliaðferðir. Rannsóknirnar eru flóknar og breyturnar margar. Treyst er á að eftirlitsstofnanir í Evrópu hafi kannað þau matvæli sem þar eru leyfð. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Neytendasamtökin krefjast þess að reglugerð um merkingar á matvælum verði hert og eftirfylgni bætt. Ítrekaðar kvartanir hafa borist samtökunum og þá sérstaklega vegna vanmerkinga á genabreyttum matvælum. Talsvert hefur einnig verið kvartað yfir viðbættu vatni í kjöti og fiski. Frá byrjun árs 2012 hefur verið skylt að merkja matvæli sem innihalda erfðabreytt efni en svo virðist sem því hafi ekki verið fylgt nægilega eftir. Neytendasamtökin gerðu síðastliðið haust rannsókn á því hvort erfðabreyttar vörur væru merktar sem slíkar. Valdar voru tólf vörutegundir sem talið var hugsanlegt að innihéldu erfðabreytt efni og þær sendar til prófunar erlendis. Í ljós kom að níu þeirra innihéldu erfðabreytt hráefni. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, er ósáttur við niðurstöðuna. „Lágmarkskrafan er að neytendur fái réttar upplýsingar og geti tekið upplýstar ákvarðanir," segir Jóhannes. Samkvæmt reglugerð um matvæli eiga kjötvörur sem innihalda viðbætt vatn að vera sérstaklega merktar sé vatnið meira en 10 prósent af heildarþyngd vörunnar. „Það er allur gangur á því hvort þessu er fylgt," segir Jóhannes. Oft eru neytendur að greiða fyrir íshúð utan um frosinn fisk og kjúklingabringur. Það er þó áætlað að breyta þessum reglum í samræmi við reglur EES fyrir lok árs 2014. Íshúð á samkvæmt þeim að flokkast sem hluti umbúða. „Það er engin ástæða til þess að bíða þar til þá, við eigum að taka þessar reglur upp strax," segir Jóhannes sem er þeirrar skoðunar að banna eigi að bæta vatni við hreinar kjötvörur. „Vatni er bætt við til að keyra niður verð. Það er þó engin bót fyrir neytendur því kjötið skreppur saman þegar það er eldað. Þetta gerir verðsamanburð ómögulegan." Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki fengið kvartanir nýlega vegna ómerktra erfðabreyttra matvæla að sögn Óskars Ísfeld Sigurðssonar, deildarstjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Óskar segist ekki hafa ástæðu til að ætla að mikið sé af slíkum vörum á markaði hér á landi. „Innflytjendur hafa brugðist við breyttri löggjöf og minnkað við sig innkaup frá birgjum sem selja erfðabreytt matvæli," segir hann. Eftirlit með genabreyttum matvælum er nýtt hérlendis og enn er verið að þróa mæliaðferðir. Rannsóknirnar eru flóknar og breyturnar margar. Treyst er á að eftirlitsstofnanir í Evrópu hafi kannað þau matvæli sem þar eru leyfð.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira