Nova ríður á vaðið með 4G-þjónustu Stígur Helgason skrifar 5. apríl 2013 12:00 Ánægð Liv Bergþórsdóttir er ánægð með að vera búin að hleypa þjónustunni af stokkunum. Fréttablaðið/gva Nova hóf í gær, á fjórða degi fjórða mánaðar ársins, að bjóða upp á svokallaða 4G-netþjónustu, fyrst fjarskiptafyrirtækja. Þetta gerist daginn eftir að Nova fékk formlega úthlutað rekstrarleyfi fyrir 4G-þjónustuna, þráðlausa háhraða nettengingu sem styður yfir 100 megabæta hraða á sekúndu. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir þjónustuna á sama verði og 3G-þjónustan hefur verið hingað til. „Við erum mjög stolt af því að geta boðið upp á þetta svona snemma,“ segir Liv. Þrjú önnur fyrirtæki fengu úthlutað leyfi til rekstrar 4G-kerfis, Vodafone, Síminn og 365. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að þar verði slíkt kerfi tekið í gagnið þegar líði á árið. „Auk þess verður hraðinn um 3G-kerfið tvíefldur strax í sumar. Það þýðir að hann nær 42 Mb/s og því svipaður 4G-hraðanum. Ástæða þess að við hjá Símanum eflum 3G áfram þrátt fyrir tilkomu 4G-tækninnar er að enn sem komið er styðja fá símtæki og tölvur 4G-tæknina,“ segir hún. Hrannar Pétursson, talsmaður Vodafone, segir að þar sé stefnt að því að fara af stað með 4G í sumar. „Það liggur ekki fyrir tímasetning á 4G-þjónustunni okkar – sú uppbygging hefur ekki farið fram,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. „Sú þjónusta sem við komum með fljótlega mun byggja á þeim dreifikerfum sem fyrir eru.“- sh Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Nova hóf í gær, á fjórða degi fjórða mánaðar ársins, að bjóða upp á svokallaða 4G-netþjónustu, fyrst fjarskiptafyrirtækja. Þetta gerist daginn eftir að Nova fékk formlega úthlutað rekstrarleyfi fyrir 4G-þjónustuna, þráðlausa háhraða nettengingu sem styður yfir 100 megabæta hraða á sekúndu. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir þjónustuna á sama verði og 3G-þjónustan hefur verið hingað til. „Við erum mjög stolt af því að geta boðið upp á þetta svona snemma,“ segir Liv. Þrjú önnur fyrirtæki fengu úthlutað leyfi til rekstrar 4G-kerfis, Vodafone, Síminn og 365. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að þar verði slíkt kerfi tekið í gagnið þegar líði á árið. „Auk þess verður hraðinn um 3G-kerfið tvíefldur strax í sumar. Það þýðir að hann nær 42 Mb/s og því svipaður 4G-hraðanum. Ástæða þess að við hjá Símanum eflum 3G áfram þrátt fyrir tilkomu 4G-tækninnar er að enn sem komið er styðja fá símtæki og tölvur 4G-tæknina,“ segir hún. Hrannar Pétursson, talsmaður Vodafone, segir að þar sé stefnt að því að fara af stað með 4G í sumar. „Það liggur ekki fyrir tímasetning á 4G-þjónustunni okkar – sú uppbygging hefur ekki farið fram,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. „Sú þjónusta sem við komum með fljótlega mun byggja á þeim dreifikerfum sem fyrir eru.“- sh
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira