Innlent

Átti ekki fyrir reikningnum

Karlmaður, sem setið hafði í vellystingum á veitingahúsi í miðborginni lengi kvölds í gær, átti ekki fyrir reikningnum, þegar til kom.

Kallað var á lögreglu, en þegar hún kom á vettvang, höfðu veitingarnar stigið manninum svo til höfuðs, að hann var ekki viðræðuhæfur.

Honum var því stungið í steininn, og verður houm svo lesinn pistillinn í þynnkunni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×