Innlent

Klemmdist undir lyftara

Starfsmaður vöruafgreiðslu í Skútuvogi varð undir lyftara á níunda tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var búið að losa manninn þegar tækjabíll slökkviliðsins kom á vettvang stuttu síðar. Hann var fluttur á slysadeild slasaður á fæti en ekki fengust frekari upplýsingar um líðan hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×