Innlent

Ríkissaksóknari kominn með kæru Erlu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fékk í dag afhenta kæru Erlu Bolladóttur á hendur lögreglumanni. Sigríður segir, í skriflegu svari til Vísis, að tekið verði á málinu í samræmi við lög um meðferð sakamála að því undanskildu að ríkissaksóknari fer með rannsókn málsins en ekki lögreglan.

Erla kærði lögreglumann fyrir að hafa nauðgað sér í fangaklefa þegar hún sat í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmálsins árið 1976.

Þá segir Sigríður Friðjónsdóttir að ríkissaksóknari hafi enga ákvörðun tekið varðandi beiðni um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála, en nefnd á vegum innanríkisráðherra leggur til að málin verði tekin upp að nýju. Talsverð vinna sé framundan við embættið við að yfirfara gögn til að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×