Fimm stjörnu hótel fyrir fanga á Hólmsheiði 5. apríl 2013 18:07 „Ég hef misskilið þetta alveg ef það á að vera jafngildi þess að vera á fimm stjörnu lúxushóteli þegar maður er í fangelsi," segir Júlíus Sólnes verkfræðingur og fyrrverandi ráðherra. Fyrsta skóflustungan að fangelsi á Hólmsheiði var tekin í gær við töluverða viðhöfn. Júlíus sagði í Reykjavík Síðdegis að fyrirhuguð byggingu væri í takt við fimm eða sex stjörnu hótel. „Mér ofbýður algjörlega því þarna er að rísa einhver montbygging sem ég tel að ætti helst eiga erindi í arkitektabækur um allan heim til að sýna hve stórkostlega fallegur arkitektúrinn er. Mér sýnist við vera að byggja fimm eða sex stjörnu hótel fyrir fanga," segir Júlíus. Hann segir að vel hefði verið hægt að fara ódýrari leið á sínum tíma fyrst skortur var á plássi fyrir fanga. „Ég minni á að einu sinni voru til sölu ágætar vistaverur, vinnubúðirnar við álverið á Reyðarfirði, sem þóttu fullboðlegar verkafólkinu sem þar starfaði. Allir mjög ánægðir með þær," segir Júlíus. Vinnubúðirnar hefði mátt flytja á Hólmsheiði, reisa girðingu í kringum allt saman og kostnaðurinn ekki verið meiri en 100 milljónir króna.Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ásamt verðlaunahöfum í arkitektasamkeppni um nýtt fangelsi.Júlíus varð fyrsti umhverfisráðherra Íslendinga árið 1990. Hann segist hafa rætt fyrirhugað fangelsi við bandarískan kollega sem var hneykslaður. „Hann varð hvumsa og taldi að hægt væri að byggja bandarískt fangelsi fyrir það sem við notum í teiknikostnaðinn fyrir þetta mannvirki," segir Júlíus. Hann minnir á að fangelsi eigi fyrst og fremst að vera þokkalega byggt. „Það má vera forljótt í útliti. Það þarf engan arkitektúr fyrir fangelsi," segir Júlíus. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Ég hef misskilið þetta alveg ef það á að vera jafngildi þess að vera á fimm stjörnu lúxushóteli þegar maður er í fangelsi," segir Júlíus Sólnes verkfræðingur og fyrrverandi ráðherra. Fyrsta skóflustungan að fangelsi á Hólmsheiði var tekin í gær við töluverða viðhöfn. Júlíus sagði í Reykjavík Síðdegis að fyrirhuguð byggingu væri í takt við fimm eða sex stjörnu hótel. „Mér ofbýður algjörlega því þarna er að rísa einhver montbygging sem ég tel að ætti helst eiga erindi í arkitektabækur um allan heim til að sýna hve stórkostlega fallegur arkitektúrinn er. Mér sýnist við vera að byggja fimm eða sex stjörnu hótel fyrir fanga," segir Júlíus. Hann segir að vel hefði verið hægt að fara ódýrari leið á sínum tíma fyrst skortur var á plássi fyrir fanga. „Ég minni á að einu sinni voru til sölu ágætar vistaverur, vinnubúðirnar við álverið á Reyðarfirði, sem þóttu fullboðlegar verkafólkinu sem þar starfaði. Allir mjög ánægðir með þær," segir Júlíus. Vinnubúðirnar hefði mátt flytja á Hólmsheiði, reisa girðingu í kringum allt saman og kostnaðurinn ekki verið meiri en 100 milljónir króna.Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ásamt verðlaunahöfum í arkitektasamkeppni um nýtt fangelsi.Júlíus varð fyrsti umhverfisráðherra Íslendinga árið 1990. Hann segist hafa rætt fyrirhugað fangelsi við bandarískan kollega sem var hneykslaður. „Hann varð hvumsa og taldi að hægt væri að byggja bandarískt fangelsi fyrir það sem við notum í teiknikostnaðinn fyrir þetta mannvirki," segir Júlíus. Hann minnir á að fangelsi eigi fyrst og fremst að vera þokkalega byggt. „Það má vera forljótt í útliti. Það þarf engan arkitektúr fyrir fangelsi," segir Júlíus.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira