Innlent

Íslendingar vinsamlegastir

Þessir ferðamenn kunnu vel að meta íslenskan ís í brauðformi.
Þessir ferðamenn kunnu vel að meta íslenskan ís í brauðformi.
Ísland er vinsamlegasta þjóð í heimi þegar kemur að gestrisni gagnvart ferðamönnum. Þetta kemur fram í könnun World Economic Forum sem náði til 140 landa.

Í könnuninni var löndunum gefin einkunn á skalanum 1-7 eftir því hvers opin löndin eru gagnvart ferðamannaþjónustu og ferðamönnum.

Á hæla Íslands koma Nýja-Sjáland, Marokkó, Makedónía og Austurríki. Þau lönd sem komu verst út úr könnuninni voru Lettland, Kúveit, Rússland, Venesúela og Bólivía sem rak lestina.

Listinn yfir tíu vinalegustu þjóðirnar:

1. Ísland

2. Nýja-Sjáland

3. Marokkó

4. Makedónía

5. Austurríki

6. Senegal

7. Portúgal

8. Bosnía og Hersegóvína

9. Írland

10. Búrkína Fasó




Fleiri fréttir

Sjá meira


×