
Forsendubrestur íslenskrar kvikmyndagerðar
Síðan þá hafa kvikmyndagerðarmenn háð langa og stranga baráttu fyrir leiðréttingu og viðurkenningu á gildi kvikmyndagerðar fyrir samfélagið. Sýnt hefur verið fram á með ítarlegum skýrslum og greinargerðum að hver króna sem sett er í kvikmyndagerð skilar sér margfalt til baka í ríkiskassann, m.a. vegna þess að styrkur frá Kvikmyndamiðstöð Íslands tryggir aðgengi að erlendu fjármagni. Auk efnahagslegra verðmæta skapar greinin menningarleg verðmæti og styrkir sjálfsmynd okkar sem þjóðar.
Þessi langa barátta virtist ætla að skila árangri því um síðustu áramót ákvað fráfarandi ríkisstjórn að hækka framlög til kvikmynda um 470 milljónir, sem var rúmlega tvöföldun á fyrri upphæð. Í kjölfarið má segja að nýtt tímabil hafi hafist í íslenskri kvikmyndagerð. Farið var í mikla vinnu við að endurskoða úthlutunarreglur Kvikmyndamiðstöðvar og laga umhverfi kvikmyndagerðarmanna að þessum breyttu forsendum.
Framlög til kvikmyndaverka sem höfðu staðið í stað í áraraðir voru hækkuð og mörg ný verkefni sett í gang. Ný kvikmyndafyrirtæki urðu til og fólk sem var komið hálfa leiðina til Noregs ákvað að snúa aftur heim. Almenn bjartsýni ríkti í geiranum og talað var um að nú væri „nýtt kvikmyndavor“ í fæðingu.
Sturtað niður
En nú, níu mánuðum síðar, hefur kvikmyndavorið verið tekið með keisaraskurði af Bjarna Benediktssyni og sturtað niður í klósettið. Við erum að tala um 42% niðurskurð sem hlýtur að vera Íslandsmet! Hvaða atvinnugrein þolir það að vera skorin niður um 42%? Og það er ekki einu sinni hægt að kenna hruninu um! Þurfa kvikmyndagerðarmenn að búa við það í framíðinni að í hvert skipti sem ný ríkisstjórn kemst til valda eigi þeir von á slátrun?
Það er dálítið merkilegt að þrátt fyrir þessar miklu sveiflur og þrátt fyrir alla orkuna sem kvikmyndagerðarmenn hafa eytt í að leiðrétta hlut sinn hefur íslenskum kvikmyndum sjaldan gengið jafn vel. Í síðustu viku var Benedikt Erlingsson valinn „besti nýi leikstjórinn“ á virtri kvikmyndahátíð í San Sebastian fyrir kvikmynd sína Hross í oss. Ólafur Darri var valinn besti leikarinn á Karlovy Vary fyrir XL og stuttmyndin Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson fékk dómnefndarverðlaun í Cannes.
Íslenskar kvikmyndir eru valdar inn á virtar hátíðir og vekja athygli úti um allan heim, sem skilar sér í gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins. En það sem er merkilegast við þennan árangur er að íslensku kvikmyndirnar eru gerðar fyrir margfalt lægri fjárhæðir en erlendu keppinautarnir. Hæfileikarnir eru til staðar þó að fjármagnið vanti. Með 42% niðurskurðinum minnka líkurnar á því að þessir hæfileikar fái að vaxa og dafna.
Það eru tveir flokkar sem sitja í ríkisstjórn. Annar flokkurinn hefur talað digurbarkalega um það að efla skuli íslenska kvikmyndagerð. Á landsfundi flokksins í febrúar var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Efla þarf Kvikmyndasjóð Íslands og kanna þarf með hvaða hætti hægt er að greiða enn frekar fyrir en nú er að erlendir kvikmyndaframleiðendur sjái sér hag í því að taka upp kvikmyndir sínar hérlendis.“ Ef eitthvað er að marka stefnu Framsóknarflokksins ætti hann tafarlaust að leiðrétta þann forsendubrest sem hefur orðið í íslenskri kvikmyndagerð.
Skoðun

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar