Lífið

Nýútskrifaður og stal senunni

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Stelur senunni Arnmundur Ernst Backman Björnsson á stórleik í verkinu Jeppi á fjalli.
Stelur senunni Arnmundur Ernst Backman Björnsson á stórleik í verkinu Jeppi á fjalli. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
„Það er mikill heiður að fá að vinna með þessu frábæra fólki,“ segir Arnmundur Ernst Backman Björnsson sem leikur á móti Ingvari E. Sigurðssyni og Ilmi Kristjánsdóttur í Jeppa á fjalli, en verkið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðasta föstudag.

Arnmundur Ernst á ekki langt að sækja leiklistarhæfileikana en hann er sonur Eddu Heiðrúnar Backman og Björns Inga Hilmarssonar, sem bæði eiga glæstan leiklistarferil að baki. Í leikskrá Borgarleikhússins er hann titlaður Björnsson en hefur yfirleitt notað Backman eftirnafnið, eins og til dæmis á Facebook. „Það fer nú bara eftir hentisemi hvort ég noti Backman eða Björnsson.“

Jeppi á fjalli er fyrsta leikritið sem Arnmundur Ernst leikur í eftir að hann útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. „Arnar Dan Kristjánsson leikur einnig í verkinu en við vorum bekkjarfélagar í skólanum og erum miklir vinir. Við leigðum saman íbúð og héldum hita á hvorum öðrum þegar kalt var í veðri,“ segir Arnmundur um vinskapinn.

„Það er freistandi að fara erlendis að læra meira en það liggur ekkert á því,“ svarar Arnmundur Ernst að lokum, þegar spurt er um möguleikana á erlendri grundu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.