Rannsaka Kópavogslæk ofan í kjölinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. október 2013 09:00 Úttekt á lífríki Kópavogslækjar snýst um margt fleira en sleppingu silungaseiða undirstrikar Ómar Stefánsson. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ákveðinn mælikvarði á heilbrigði lækjarins að það sé skemmtilegt líf í honum,“ segir Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki, sem í gær fékk samþykkta tillögu í bæjarráði um ítarlega úttekt á lífríki Kópavogslækjar. Úttektina á að gera meðal annars svo hægt sé að meta hvort sleppa megi silunga- og laxaseiðum í lækinn. Fyrir fundinum lá svar Náttúrufræðistofu Kópavogs sem nú á einmitt að gera úttekt á læknum. „Þar segir að gera þurfi ítarlegri skoðun á læknum en að svo stöddu mæla þeir ekki með því að seiðum sé sleppt,“ segir Ómar um umsögnina. Bæjarráð samþykkti með tveimur atkvæðum gegn einu tillögu Hjálmars Hjálmarssonar úr Næst besta flokknum um að láta meta kostnaðinn við tillögu Ómars. „Það eru 300 manns á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði og það er verið að draga saman í sérkennsluúrræðum. Hvar er forgangsröðunin?“ spyr Hjálmar. Ómar segir Kópavogslæk eina af náttúruperlum bæjarins og eiga sér skemmtilega sögu. „Ég hef heyrt þvílíkar veiðisögur af því þegar menn upplifðu að vera með stórfisk á stönginni,“ segir Ómar sem kveður aðstæður hafa breyst. „Þegar tjörn var gerð við enda lækjarins ofan við Hafnarfjarðarveg var gerð stífla. Þar af leiðandi gengur ekki fiskur þarna um nema á ofboðslegu flóði. Það er því ekki fiskgengd eins og var hér í gamla daga.“ Hjálmar segir hugmynd Ómars ábyggilega ágæta en ekki tímabæra því aðstæður séu ekki fyrir hendi. „Þetta er einhver þrákelkni í Ómari,“ segir Hjálmar Hjálmarsson.Skiptar skoðanir voru í bæjaráði Kópavogs um þörf fyrir ítarlega úttekt á lífríki Kópavogslæks og hugsanlegar seiðasleppingar. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
„Það er ákveðinn mælikvarði á heilbrigði lækjarins að það sé skemmtilegt líf í honum,“ segir Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki, sem í gær fékk samþykkta tillögu í bæjarráði um ítarlega úttekt á lífríki Kópavogslækjar. Úttektina á að gera meðal annars svo hægt sé að meta hvort sleppa megi silunga- og laxaseiðum í lækinn. Fyrir fundinum lá svar Náttúrufræðistofu Kópavogs sem nú á einmitt að gera úttekt á læknum. „Þar segir að gera þurfi ítarlegri skoðun á læknum en að svo stöddu mæla þeir ekki með því að seiðum sé sleppt,“ segir Ómar um umsögnina. Bæjarráð samþykkti með tveimur atkvæðum gegn einu tillögu Hjálmars Hjálmarssonar úr Næst besta flokknum um að láta meta kostnaðinn við tillögu Ómars. „Það eru 300 manns á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði og það er verið að draga saman í sérkennsluúrræðum. Hvar er forgangsröðunin?“ spyr Hjálmar. Ómar segir Kópavogslæk eina af náttúruperlum bæjarins og eiga sér skemmtilega sögu. „Ég hef heyrt þvílíkar veiðisögur af því þegar menn upplifðu að vera með stórfisk á stönginni,“ segir Ómar sem kveður aðstæður hafa breyst. „Þegar tjörn var gerð við enda lækjarins ofan við Hafnarfjarðarveg var gerð stífla. Þar af leiðandi gengur ekki fiskur þarna um nema á ofboðslegu flóði. Það er því ekki fiskgengd eins og var hér í gamla daga.“ Hjálmar segir hugmynd Ómars ábyggilega ágæta en ekki tímabæra því aðstæður séu ekki fyrir hendi. „Þetta er einhver þrákelkni í Ómari,“ segir Hjálmar Hjálmarsson.Skiptar skoðanir voru í bæjaráði Kópavogs um þörf fyrir ítarlega úttekt á lífríki Kópavogslæks og hugsanlegar seiðasleppingar.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira