Lífið

Allt á einum stað í Háskólaappi

Freyr Bjarnason skrifar
María Rut Kristinsdóttir er ánægð með nýja Háskólaappið.
María Rut Kristinsdóttir er ánægð með nýja Háskólaappið. fréttablaðið/arnþór
„Það verður allt á einum stað í þessu appi,“ segir María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Nýtt smáforrit frá Háskóla Íslands auðveldar aðgengi háskólanema að upplýsingum sem varða daglegt líf þeirra í skólanum. Þar er til dæmis hægt að sjá matseðilinn í Hámu, dagskrána í Stúdentakjallaranum og upplýsingar um Stúdentaráð Íslands.

„Við hófum þetta samstarf við Arion banka í sumar og það hefur gengið mjög vel. Í gegnum þau fengum við þetta tækifæri til að hanna okkar eigið app,“ segir María Rut en smáforritið verður inni í Hringtorgsappi Arion banka.

Aðspurð segir María Rut að tími hafi verið kominn á appið. „Það er ótrúlega góð búbót fyrir háskólanema að vera með þetta app því þar geta þeir nálgast upplýsingar hratt og örugglega. Ef maður er ekki með app í dag er maður ekki maður með mönnum.“

Smáforritið verður frumsýnt í Stúdentakjallaranum í kvöld. Þar spila einnig Unnsteinn og Logi úr Retro Stefson ásamt plötusnúði. Fyrsta tölublað Stúdentablaðsins í vetur kemur einnig út í hádeginu í dag.

Árétting:

Háskóli Íslands kemur ekki að hönnun smáforritsins, heldur er það úr smiðju Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í samstarfi við Arion banka.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.