Framþróun lýðræðis Eiríkur Bergmann skrifar 20. júní 2013 06:00 Lýðræðið er ekki sjálfgefið. Raunar hafa ýmsar útfærslur af einræði, fáræði og harðræði verið mun algengari í gegnum tíðina. Það frumstæða borgarlýðræði sem þróaðist meðal frjálsra manna í grískum borgum til forna hvarf í átökum. Síðan liðu margir mannsaldrar þar til að hugmyndir um það fulltrúalýðræði sem við nú þekkjum fór að ryðja á braut fáræðisstjórnum á síðari hluta átjándu aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu í kjölfar upplýsingarinnar og lýðræðisbyltingarinnar miklu. En lýðræðið er ekki fasti. Það þarf vökvunar og framþróunar við, annars getur orðið brátt um ræði lýðsins eins og varð í Grikklandi til forna.Lýðræði 2.0 Að mörgu leyti eru stoðir hins klassíska vestræna fulltrúalýðræðis farnar að feyskna. Því hafa menn víða um heim fært fram heilmargar hugmyndir og framkvæmt fjölda tilrauna, svo sem við að nýta tölvutæknina til þess að þróa okkar góða lýðræðiskerfi áfram og vefa ofan í það aukinni beinni þátttöku borgaranna. Þetta er það sem á tæknimáli má kalla Lýðræði 2.0 – þegar nýju þátttökulýðræði er bætt ofan á það fulltrúalýðræði sem fyrir er. Þó svo að hérlendis hafi enn lítið verið fjallað um þessa þróun hafa slíkar tilraunir víða verið framkvæmdar undanfarna tvo áratugi eða svo. En ástæðan fyrir þeirri athygli sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur fengið er ekki sökum þess hversu einstakt eða séríslenskt það er heldur eiginlega þvert á móti; því það þykir merkilegt dæmi í flóru margra um framþróun lýðræðis. Viðlíka tilraunir í stjórnarskrárgerð hafa verið gerðar víðar, þó svo að verkefnin hafi yfirleitt verið afmarkaðri en hér var raunin. Í Ástralíu var borgaraþingi (e. citizens assembly) árið 1998 falið að rökræða hvort rjúfa ætti tengslin við bresku krúnuna, í kanadísku fylkjunum Bresku-Kólumbíu (2004) og Ontario (2007) voru slembivalin borgaraþing látin rökræða kosti nýs kosningakerfis og viðamiklir þættir hollensku stjórnarskrárinnar fengu árið 2006 álíka meðferð. Á Írlandi stendur nú yfir sérstakt stjórnlagaþing (e. constitutional convention) sem ræðir afmarkaða þætti írsku stjórnarskrárinnar frá árinu 1937. Á írska stjórnlagaþinginu, sem hittist flesta laugardaga yfir nálega ár, eru hundrað fulltrúar, tveir þriðju slembivaldir en þriðjungur er fulltrúar á írska þjóðþinginu. Annars konar yfirferð er einnig yfirstandandi í Belgíu.Þátttökulýðræði Viðameiri tilraunir til aukins þátttökulýðræðis er þó að finna í Suður-Ameríku, eins ólíklega og það kann að hljóma í eyrum íslenskra fjölmiðlaneytenda. Ein sú allra merkilegasta hefur undanfarna rúma tvo áratugi verið gerð í brasilísku borginni Porto Alegre í syðsta fylki landsins, Rio Grande do Sul. Frá 1989 hefur hluti fjárhagsáætlunar borgarinnar verið saminn í viðamiklu og kerfisbundnu þátttökuferli íbúanna. Upphafið má rekja til aukinnar lýðræðisáherslu stjórnarandstöðunnar á tíma herforingjastjórnarinnar og hægri stjórnarinnar en þá fór stjórnarandstaðan fyrir ýmsum fylkjum og héraðsstjórnum. Sú stjórnarandstaða hefur nú tekið við völdum á landsvísu og lagt í margþætta vinnu við að breyta skipulagi opinberrar ákvarðanatöku, til að mynda með lögfestum rökræðuþingum borgaranna um ýmis ný mál sem ráðuneyti landsins leggja fram. Í Porto Alegre fer fjárlagagerðin fram í þremur þrepum. Fyrst kemur fólk saman í litlum sjálfsprottnum hverfishópum sem leggja meginlínurnar. Hverfin kjósa svo fulltrúa í svæðahópa sem að nýju kjósa til borgararáðs sem klárar fjárlagagerðina í samráði við kjörna borgarfulltrúa. Að samanlögðu koma 50 þúsund manns að samningu fjárlagagerðarinnar í þessari 1,5 milljón manna borg. Alþjóðabankinn hefur í nýlegri skýrslu komist að þeirri niðurstöðu að þessi viðamikla þátttaka hafi gert Porto Alegre og fylkið Rio Grande do Sul í heild sinni að einu því hagsælasta í landinu. Þessi tegund þátttökufjárlagagerðar (e. participatory budgeting) hefur breiðst út til yfir hundrað borga í Suður-Ameríku og er í smærri mynd farin að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum, Kanada og í Evrópu.Tækifærið Tilraunir af þessum toga munu aðeins aukast þannig að ofan á hið hefðbundna fulltrúalýðræði sem við þekkjum bætist nýtt form þátttökulýðræðis þar sem borgararnir sjálfir koma að rökræðu og beinum ákvörðunum. Í þessari þróun til aukins þátttökulýðræðis sem alveg örugglega mun færast um heim eygjum við Íslendingar fjölmörg tækifæri. Sá áhugi sem er á lýðræðistilrauninni á Íslandi við stjórnlagagerðina er til að mynda mikil auðlegð. Því er brýnt að skammsýnar flokkspólitískar skærur sem því miður einkenna íslensk stjórnmál villi okkur ekki sýn. Hérlendis geta bæði sveitarstjórnir í kringum landið og nýja ríkisstjórnin haft forystu um að færa opinbera ákvarðanatöku út til fólksins. Það má gera með ýmsum aðferðum eins og dæmin hér að ofan og miklu fleiri slík sanna. Slíkar kerfisbundnar aðferðir við beina þátttöku borgaranna sem ofnar yrðu inn í hið hefðbundna fulltrúalýðræðiskerfi gætu orðið raunverulegt framlag til framþróunar lýðræðis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Lýðræðið er ekki sjálfgefið. Raunar hafa ýmsar útfærslur af einræði, fáræði og harðræði verið mun algengari í gegnum tíðina. Það frumstæða borgarlýðræði sem þróaðist meðal frjálsra manna í grískum borgum til forna hvarf í átökum. Síðan liðu margir mannsaldrar þar til að hugmyndir um það fulltrúalýðræði sem við nú þekkjum fór að ryðja á braut fáræðisstjórnum á síðari hluta átjándu aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu í kjölfar upplýsingarinnar og lýðræðisbyltingarinnar miklu. En lýðræðið er ekki fasti. Það þarf vökvunar og framþróunar við, annars getur orðið brátt um ræði lýðsins eins og varð í Grikklandi til forna.Lýðræði 2.0 Að mörgu leyti eru stoðir hins klassíska vestræna fulltrúalýðræðis farnar að feyskna. Því hafa menn víða um heim fært fram heilmargar hugmyndir og framkvæmt fjölda tilrauna, svo sem við að nýta tölvutæknina til þess að þróa okkar góða lýðræðiskerfi áfram og vefa ofan í það aukinni beinni þátttöku borgaranna. Þetta er það sem á tæknimáli má kalla Lýðræði 2.0 – þegar nýju þátttökulýðræði er bætt ofan á það fulltrúalýðræði sem fyrir er. Þó svo að hérlendis hafi enn lítið verið fjallað um þessa þróun hafa slíkar tilraunir víða verið framkvæmdar undanfarna tvo áratugi eða svo. En ástæðan fyrir þeirri athygli sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur fengið er ekki sökum þess hversu einstakt eða séríslenskt það er heldur eiginlega þvert á móti; því það þykir merkilegt dæmi í flóru margra um framþróun lýðræðis. Viðlíka tilraunir í stjórnarskrárgerð hafa verið gerðar víðar, þó svo að verkefnin hafi yfirleitt verið afmarkaðri en hér var raunin. Í Ástralíu var borgaraþingi (e. citizens assembly) árið 1998 falið að rökræða hvort rjúfa ætti tengslin við bresku krúnuna, í kanadísku fylkjunum Bresku-Kólumbíu (2004) og Ontario (2007) voru slembivalin borgaraþing látin rökræða kosti nýs kosningakerfis og viðamiklir þættir hollensku stjórnarskrárinnar fengu árið 2006 álíka meðferð. Á Írlandi stendur nú yfir sérstakt stjórnlagaþing (e. constitutional convention) sem ræðir afmarkaða þætti írsku stjórnarskrárinnar frá árinu 1937. Á írska stjórnlagaþinginu, sem hittist flesta laugardaga yfir nálega ár, eru hundrað fulltrúar, tveir þriðju slembivaldir en þriðjungur er fulltrúar á írska þjóðþinginu. Annars konar yfirferð er einnig yfirstandandi í Belgíu.Þátttökulýðræði Viðameiri tilraunir til aukins þátttökulýðræðis er þó að finna í Suður-Ameríku, eins ólíklega og það kann að hljóma í eyrum íslenskra fjölmiðlaneytenda. Ein sú allra merkilegasta hefur undanfarna rúma tvo áratugi verið gerð í brasilísku borginni Porto Alegre í syðsta fylki landsins, Rio Grande do Sul. Frá 1989 hefur hluti fjárhagsáætlunar borgarinnar verið saminn í viðamiklu og kerfisbundnu þátttökuferli íbúanna. Upphafið má rekja til aukinnar lýðræðisáherslu stjórnarandstöðunnar á tíma herforingjastjórnarinnar og hægri stjórnarinnar en þá fór stjórnarandstaðan fyrir ýmsum fylkjum og héraðsstjórnum. Sú stjórnarandstaða hefur nú tekið við völdum á landsvísu og lagt í margþætta vinnu við að breyta skipulagi opinberrar ákvarðanatöku, til að mynda með lögfestum rökræðuþingum borgaranna um ýmis ný mál sem ráðuneyti landsins leggja fram. Í Porto Alegre fer fjárlagagerðin fram í þremur þrepum. Fyrst kemur fólk saman í litlum sjálfsprottnum hverfishópum sem leggja meginlínurnar. Hverfin kjósa svo fulltrúa í svæðahópa sem að nýju kjósa til borgararáðs sem klárar fjárlagagerðina í samráði við kjörna borgarfulltrúa. Að samanlögðu koma 50 þúsund manns að samningu fjárlagagerðarinnar í þessari 1,5 milljón manna borg. Alþjóðabankinn hefur í nýlegri skýrslu komist að þeirri niðurstöðu að þessi viðamikla þátttaka hafi gert Porto Alegre og fylkið Rio Grande do Sul í heild sinni að einu því hagsælasta í landinu. Þessi tegund þátttökufjárlagagerðar (e. participatory budgeting) hefur breiðst út til yfir hundrað borga í Suður-Ameríku og er í smærri mynd farin að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum, Kanada og í Evrópu.Tækifærið Tilraunir af þessum toga munu aðeins aukast þannig að ofan á hið hefðbundna fulltrúalýðræði sem við þekkjum bætist nýtt form þátttökulýðræðis þar sem borgararnir sjálfir koma að rökræðu og beinum ákvörðunum. Í þessari þróun til aukins þátttökulýðræðis sem alveg örugglega mun færast um heim eygjum við Íslendingar fjölmörg tækifæri. Sá áhugi sem er á lýðræðistilrauninni á Íslandi við stjórnlagagerðina er til að mynda mikil auðlegð. Því er brýnt að skammsýnar flokkspólitískar skærur sem því miður einkenna íslensk stjórnmál villi okkur ekki sýn. Hérlendis geta bæði sveitarstjórnir í kringum landið og nýja ríkisstjórnin haft forystu um að færa opinbera ákvarðanatöku út til fólksins. Það má gera með ýmsum aðferðum eins og dæmin hér að ofan og miklu fleiri slík sanna. Slíkar kerfisbundnar aðferðir við beina þátttöku borgaranna sem ofnar yrðu inn í hið hefðbundna fulltrúalýðræðiskerfi gætu orðið raunverulegt framlag til framþróunar lýðræðis í heiminum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun