Enski boltinn

Wenger með augastað á Cesar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Julio Cesar, markvörður QPR og brasilíska landsliðsins, er nú orðaður við Arsenal í enskum fjölmiðlum. Hann er sagður falur fyrir tvær milljónir punda.

Daily Mail greinir frá þessu í dag en Cesar er nú að spila með Brasilíu í Álfukeppninni í heimalandi sínu. Arsene Wenger mun, samkvæmt blaðinu, sent útsendara sína til að fylgjast með kappanum.

Cesar kæmi til með að berjast við sæti í byrjunarliðinu við Pólverjan Wojciech Szczesny en sá fyrrnefndi hefur staðið sig vel í Álfukeppninni og varði til að mynda glæsilega frá Diego Forlan í undanúrslitaleiknum gegn Úrúgvæ.

Launamál gæti reynst hindrun fyrir Wenger þar sem að Cesar er í dag með um 70 þúsund pund í vikulaun hjá QPR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×