Eru stelpur heimskari en strákar? Birna Ketilsdóttir Schram skrifar 27. september 2013 06:00 Hin vinsæla spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hóf göngu sína fyrir 27 árum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur keppt öll árin og unnið átján sinnum, oftast allra skóla. Í þessi 27 skipti sem MR hefur tekið þátt hefur aðeins ein stelpa setið í liðinu. Af hverju skyldi það vera? Er það vegna þess að stelpur eru einfaldlega bara heimskari en strákar? Í vor tók ég við embætti inspector scholae, formanns Skólafélags MR. Hluti af starfi mínu felst í því að sjá um spurningalið MR í Gettu betur. Eitt af því fyrsta sem ég ræddi við þjálfara liðsins var hvernig við gætum hvatt stelpur til að taka þátt í Gettu betur án þess að nota kynjakvóta. Niðurstaðan var sú, í samráði við rektor MR, að halda forpróf sem lagt yrði í haust fyrir alla nemendur skólans í kennslustund. Mikil áhersla var lögð á að auglýsa prófið vel og á plakatinu stilltum við upp Gettu betur liði með tveimur stelpum og einum strák. Með því vildum við höfða til stelpna og hvetja þær til að taka þátt í prófinu. Áður hafði forprófið verið misvel auglýst og haldið eftir skóla þar sem þeir sem vildu gátu þreytt prófið. Aldrei hefur verið jafn góð þátttaka í forprófinu og í ár. Þrátt fyrir það skoruðu strákar hæst og voru þar af leiðandi valdir í liðið. Staðfestir þetta að strákar séu einfaldlega klárari en stelpur og að Gettu betur sé bara karlasport? Almennt er ég ekki hrifin af kynjakvóta. Ég myndi til dæmis ekki vilja gegna því embætti sem ég er í, af því að ég er stelpa, heldur vegna eigin verðleika. Samt sem áður studdi ég tillögu RÚV um kynjakvóta í Gettu betur, því það þarf að gera eitthvað meira, eitthvað róttækara, til þess að hvetja stelpur áfram. Kynjakvótinn er tilraunaverkefni til tveggja ára. Ég trúi því að það sé vel þess virði að prófa hvort hann hafi jákvæð áhrif því það hefur sýnt sig og sannað að um leið og stelpur hafa kvenfyrirmyndir eru mun meiri líkur á því að þær sjái sig sjálfar í því hlutverki og ýtir það við þeim til að komast þangað. Þetta gæti verið nauðsynleg leið til að stuðla að breytingum. Ekki viljum við vera í sömu sporum eftir önnur 27 ár og velta fyrir okkur áfram þeirri fáránlegu spurningu hvort stelpur séu virkilega heimskari en strákar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Hin vinsæla spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hóf göngu sína fyrir 27 árum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur keppt öll árin og unnið átján sinnum, oftast allra skóla. Í þessi 27 skipti sem MR hefur tekið þátt hefur aðeins ein stelpa setið í liðinu. Af hverju skyldi það vera? Er það vegna þess að stelpur eru einfaldlega bara heimskari en strákar? Í vor tók ég við embætti inspector scholae, formanns Skólafélags MR. Hluti af starfi mínu felst í því að sjá um spurningalið MR í Gettu betur. Eitt af því fyrsta sem ég ræddi við þjálfara liðsins var hvernig við gætum hvatt stelpur til að taka þátt í Gettu betur án þess að nota kynjakvóta. Niðurstaðan var sú, í samráði við rektor MR, að halda forpróf sem lagt yrði í haust fyrir alla nemendur skólans í kennslustund. Mikil áhersla var lögð á að auglýsa prófið vel og á plakatinu stilltum við upp Gettu betur liði með tveimur stelpum og einum strák. Með því vildum við höfða til stelpna og hvetja þær til að taka þátt í prófinu. Áður hafði forprófið verið misvel auglýst og haldið eftir skóla þar sem þeir sem vildu gátu þreytt prófið. Aldrei hefur verið jafn góð þátttaka í forprófinu og í ár. Þrátt fyrir það skoruðu strákar hæst og voru þar af leiðandi valdir í liðið. Staðfestir þetta að strákar séu einfaldlega klárari en stelpur og að Gettu betur sé bara karlasport? Almennt er ég ekki hrifin af kynjakvóta. Ég myndi til dæmis ekki vilja gegna því embætti sem ég er í, af því að ég er stelpa, heldur vegna eigin verðleika. Samt sem áður studdi ég tillögu RÚV um kynjakvóta í Gettu betur, því það þarf að gera eitthvað meira, eitthvað róttækara, til þess að hvetja stelpur áfram. Kynjakvótinn er tilraunaverkefni til tveggja ára. Ég trúi því að það sé vel þess virði að prófa hvort hann hafi jákvæð áhrif því það hefur sýnt sig og sannað að um leið og stelpur hafa kvenfyrirmyndir eru mun meiri líkur á því að þær sjái sig sjálfar í því hlutverki og ýtir það við þeim til að komast þangað. Þetta gæti verið nauðsynleg leið til að stuðla að breytingum. Ekki viljum við vera í sömu sporum eftir önnur 27 ár og velta fyrir okkur áfram þeirri fáránlegu spurningu hvort stelpur séu virkilega heimskari en strákar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar