Skoðun

Grænland – land tækifæranna

Palle Christiansen skrifar
Grænland stendur á tímamótum. Hráefnisævintýrið er rétt handan við hornið en þess er vænst að það muni efla til muna þróun landsins. Þróun mála á Grænlandi hefur vakið mikla athygli hjá stærstu fjölmiðlum heims og þar með beint athyglinni að norðurslóðum. En þetta er aðeins byrjunin.

Grænland hefur aðdráttarafl. Landið er orðið þekkt um allan heim. Í Asíu, Evrópu og Ameríku er Grænland nú orð sem opnar margar dyr.

Nafnið eitt og sér, Grænland, getur laðað að sér erlendar fjárfestingar þar sem lögð er áhersla á það græna og umhverfisvæna. Grænland býr yfir miklum möguleikum á því sviði, m.a. vatnsafli og sjaldgæfum auðlindum sem skipta máli fyrir grænan efnahag 21. aldarinnar.

Í ljósi þess mikla áhuga sem ríki heims hafa sýnt Grænlandi gefur augaleið að norrænir fjárfestar beini nú í auknum mæli augunum að Grænlandi – landi tækifæranna.




Skoðun

Sjá meira


×