Hótel Borg stækkar þótt íbúar mótmæli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. mars 2013 06:00 Svona verður svipmót baklóðar Hótels Borgar ef áformuð viðbygging verður reist. Mynd/THG Arkitketar Þrátt fyrir mótmæli tveggja húsfélaga vegna skuggavarps og ónæðis og ósáttan íbúðareiganda sem missir baðherbergisglugga heimilar skipulagsráð að bætt verði allt að 43 herbergjum við Hótel Borg, fyrst og fremst í viðbyggingu á baklóð. „Litið er til að Hótel Borg er eitt elsta og virtasta hótel landsins og talið mikilvægt að það fái að dafna,“ segir í umsögn sem skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti og felur í sér að reisa má viðbyggingu við Hótel Borg. Rífa á lágreistar byggingar á baklóð Hótels Borgar að mestu leyti. Í staðinn rís viðbygging með kjallara, tveimur hæðum og tveimur rishæðum á þeim hluta sem snýr að Lækjargötu 4 en fjórum hæðum á þeirri hlið sem snýr að gamla hótelinu. Fást eiga 43 ný hótelherbergi til viðbótar við 52 herbergi sem fyrir eru. Húsfélögin í Pósthússtræti 13 og Lækjargötu 4 segja mjög halla á íbúa reitsins og opin rými ætluð almenningi; garð Hressingarskálans, verönd Tes & Kaffis og útitorg sem að mestu sé á lóð Lækjargötu 4. „Að þessum rýmum yrði þrengt að öllu leyti, það er með auknu skuggavarpi, minnkun á útsýni og með mikilli nánd húsa á milli,“ segir í bréfi húsfélaganna til skipulagssviðs borgarinnar. Þá óttast húsfélögin skemmdir á framkvæmdatímanum. Ein versta breytingin verði þó persónuleg röskun íbúanna. „Ekki síst vegna þess að hún er viss innrás í friðhelgi einkalífs. Innsýn í íbúðir þeirra verður verulega meiri vegna nándar,“ segja húsfélögin í mótmælabréfi sínu. „Forsendur breytinganna byggja ekki á neinni hugmyndafræði heldur hagsmunum eins aðila á kostnað annarra.“ Knút Kützen frá Færeyjum, sem fyrir þremur árum eignaðist íbúð á þriðju hæð í Pósthússtræti 13, vill skaðabætur. „Ég mun tapa baðherbergisglugganum,“ skrifar Knút skipulagssviðinu. Hann kveðst munu þurfa að leggja í töluverðan kostnað vegna nýrrar loftræstingar ef byggt verði að veggnum hans. Skipulagsfulltrúi svarar að baðherbergislugginn sé ekki á samþykktum teikningum og bætur því ekki í myndinni. Varðandi skuggavarp segir skipulagsfulltrúi það helst munu aukast síðdegis, næst Hótel Borg. Litið hafi verið til þarfa hótelsins eins og segir hér í upphafi. „Þó var leitast við að finna tillögu sem gengi ekki um of á hagsmuni nágrennisins og var tillagan minnkuð talsvert,“ segir skipulagsfulltrúi, sem setur það skilyrði að viðbyggingin sé unnin í samráði við Húsafriðunarnefnd og Minjastofnun Íslands. Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdir hefjast. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þrátt fyrir mótmæli tveggja húsfélaga vegna skuggavarps og ónæðis og ósáttan íbúðareiganda sem missir baðherbergisglugga heimilar skipulagsráð að bætt verði allt að 43 herbergjum við Hótel Borg, fyrst og fremst í viðbyggingu á baklóð. „Litið er til að Hótel Borg er eitt elsta og virtasta hótel landsins og talið mikilvægt að það fái að dafna,“ segir í umsögn sem skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti og felur í sér að reisa má viðbyggingu við Hótel Borg. Rífa á lágreistar byggingar á baklóð Hótels Borgar að mestu leyti. Í staðinn rís viðbygging með kjallara, tveimur hæðum og tveimur rishæðum á þeim hluta sem snýr að Lækjargötu 4 en fjórum hæðum á þeirri hlið sem snýr að gamla hótelinu. Fást eiga 43 ný hótelherbergi til viðbótar við 52 herbergi sem fyrir eru. Húsfélögin í Pósthússtræti 13 og Lækjargötu 4 segja mjög halla á íbúa reitsins og opin rými ætluð almenningi; garð Hressingarskálans, verönd Tes & Kaffis og útitorg sem að mestu sé á lóð Lækjargötu 4. „Að þessum rýmum yrði þrengt að öllu leyti, það er með auknu skuggavarpi, minnkun á útsýni og með mikilli nánd húsa á milli,“ segir í bréfi húsfélaganna til skipulagssviðs borgarinnar. Þá óttast húsfélögin skemmdir á framkvæmdatímanum. Ein versta breytingin verði þó persónuleg röskun íbúanna. „Ekki síst vegna þess að hún er viss innrás í friðhelgi einkalífs. Innsýn í íbúðir þeirra verður verulega meiri vegna nándar,“ segja húsfélögin í mótmælabréfi sínu. „Forsendur breytinganna byggja ekki á neinni hugmyndafræði heldur hagsmunum eins aðila á kostnað annarra.“ Knút Kützen frá Færeyjum, sem fyrir þremur árum eignaðist íbúð á þriðju hæð í Pósthússtræti 13, vill skaðabætur. „Ég mun tapa baðherbergisglugganum,“ skrifar Knút skipulagssviðinu. Hann kveðst munu þurfa að leggja í töluverðan kostnað vegna nýrrar loftræstingar ef byggt verði að veggnum hans. Skipulagsfulltrúi svarar að baðherbergislugginn sé ekki á samþykktum teikningum og bætur því ekki í myndinni. Varðandi skuggavarp segir skipulagsfulltrúi það helst munu aukast síðdegis, næst Hótel Borg. Litið hafi verið til þarfa hótelsins eins og segir hér í upphafi. „Þó var leitast við að finna tillögu sem gengi ekki um of á hagsmuni nágrennisins og var tillagan minnkuð talsvert,“ segir skipulagsfulltrúi, sem setur það skilyrði að viðbyggingin sé unnin í samráði við Húsafriðunarnefnd og Minjastofnun Íslands. Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdir hefjast.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira