Hótel Borg stækkar þótt íbúar mótmæli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. mars 2013 06:00 Svona verður svipmót baklóðar Hótels Borgar ef áformuð viðbygging verður reist. Mynd/THG Arkitketar Þrátt fyrir mótmæli tveggja húsfélaga vegna skuggavarps og ónæðis og ósáttan íbúðareiganda sem missir baðherbergisglugga heimilar skipulagsráð að bætt verði allt að 43 herbergjum við Hótel Borg, fyrst og fremst í viðbyggingu á baklóð. „Litið er til að Hótel Borg er eitt elsta og virtasta hótel landsins og talið mikilvægt að það fái að dafna,“ segir í umsögn sem skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti og felur í sér að reisa má viðbyggingu við Hótel Borg. Rífa á lágreistar byggingar á baklóð Hótels Borgar að mestu leyti. Í staðinn rís viðbygging með kjallara, tveimur hæðum og tveimur rishæðum á þeim hluta sem snýr að Lækjargötu 4 en fjórum hæðum á þeirri hlið sem snýr að gamla hótelinu. Fást eiga 43 ný hótelherbergi til viðbótar við 52 herbergi sem fyrir eru. Húsfélögin í Pósthússtræti 13 og Lækjargötu 4 segja mjög halla á íbúa reitsins og opin rými ætluð almenningi; garð Hressingarskálans, verönd Tes & Kaffis og útitorg sem að mestu sé á lóð Lækjargötu 4. „Að þessum rýmum yrði þrengt að öllu leyti, það er með auknu skuggavarpi, minnkun á útsýni og með mikilli nánd húsa á milli,“ segir í bréfi húsfélaganna til skipulagssviðs borgarinnar. Þá óttast húsfélögin skemmdir á framkvæmdatímanum. Ein versta breytingin verði þó persónuleg röskun íbúanna. „Ekki síst vegna þess að hún er viss innrás í friðhelgi einkalífs. Innsýn í íbúðir þeirra verður verulega meiri vegna nándar,“ segja húsfélögin í mótmælabréfi sínu. „Forsendur breytinganna byggja ekki á neinni hugmyndafræði heldur hagsmunum eins aðila á kostnað annarra.“ Knút Kützen frá Færeyjum, sem fyrir þremur árum eignaðist íbúð á þriðju hæð í Pósthússtræti 13, vill skaðabætur. „Ég mun tapa baðherbergisglugganum,“ skrifar Knút skipulagssviðinu. Hann kveðst munu þurfa að leggja í töluverðan kostnað vegna nýrrar loftræstingar ef byggt verði að veggnum hans. Skipulagsfulltrúi svarar að baðherbergislugginn sé ekki á samþykktum teikningum og bætur því ekki í myndinni. Varðandi skuggavarp segir skipulagsfulltrúi það helst munu aukast síðdegis, næst Hótel Borg. Litið hafi verið til þarfa hótelsins eins og segir hér í upphafi. „Þó var leitast við að finna tillögu sem gengi ekki um of á hagsmuni nágrennisins og var tillagan minnkuð talsvert,“ segir skipulagsfulltrúi, sem setur það skilyrði að viðbyggingin sé unnin í samráði við Húsafriðunarnefnd og Minjastofnun Íslands. Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdir hefjast. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Þrátt fyrir mótmæli tveggja húsfélaga vegna skuggavarps og ónæðis og ósáttan íbúðareiganda sem missir baðherbergisglugga heimilar skipulagsráð að bætt verði allt að 43 herbergjum við Hótel Borg, fyrst og fremst í viðbyggingu á baklóð. „Litið er til að Hótel Borg er eitt elsta og virtasta hótel landsins og talið mikilvægt að það fái að dafna,“ segir í umsögn sem skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti og felur í sér að reisa má viðbyggingu við Hótel Borg. Rífa á lágreistar byggingar á baklóð Hótels Borgar að mestu leyti. Í staðinn rís viðbygging með kjallara, tveimur hæðum og tveimur rishæðum á þeim hluta sem snýr að Lækjargötu 4 en fjórum hæðum á þeirri hlið sem snýr að gamla hótelinu. Fást eiga 43 ný hótelherbergi til viðbótar við 52 herbergi sem fyrir eru. Húsfélögin í Pósthússtræti 13 og Lækjargötu 4 segja mjög halla á íbúa reitsins og opin rými ætluð almenningi; garð Hressingarskálans, verönd Tes & Kaffis og útitorg sem að mestu sé á lóð Lækjargötu 4. „Að þessum rýmum yrði þrengt að öllu leyti, það er með auknu skuggavarpi, minnkun á útsýni og með mikilli nánd húsa á milli,“ segir í bréfi húsfélaganna til skipulagssviðs borgarinnar. Þá óttast húsfélögin skemmdir á framkvæmdatímanum. Ein versta breytingin verði þó persónuleg röskun íbúanna. „Ekki síst vegna þess að hún er viss innrás í friðhelgi einkalífs. Innsýn í íbúðir þeirra verður verulega meiri vegna nándar,“ segja húsfélögin í mótmælabréfi sínu. „Forsendur breytinganna byggja ekki á neinni hugmyndafræði heldur hagsmunum eins aðila á kostnað annarra.“ Knút Kützen frá Færeyjum, sem fyrir þremur árum eignaðist íbúð á þriðju hæð í Pósthússtræti 13, vill skaðabætur. „Ég mun tapa baðherbergisglugganum,“ skrifar Knút skipulagssviðinu. Hann kveðst munu þurfa að leggja í töluverðan kostnað vegna nýrrar loftræstingar ef byggt verði að veggnum hans. Skipulagsfulltrúi svarar að baðherbergislugginn sé ekki á samþykktum teikningum og bætur því ekki í myndinni. Varðandi skuggavarp segir skipulagsfulltrúi það helst munu aukast síðdegis, næst Hótel Borg. Litið hafi verið til þarfa hótelsins eins og segir hér í upphafi. „Þó var leitast við að finna tillögu sem gengi ekki um of á hagsmuni nágrennisins og var tillagan minnkuð talsvert,“ segir skipulagsfulltrúi, sem setur það skilyrði að viðbyggingin sé unnin í samráði við Húsafriðunarnefnd og Minjastofnun Íslands. Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdir hefjast.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira