Hótel Borg stækkar þótt íbúar mótmæli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. mars 2013 06:00 Svona verður svipmót baklóðar Hótels Borgar ef áformuð viðbygging verður reist. Mynd/THG Arkitketar Þrátt fyrir mótmæli tveggja húsfélaga vegna skuggavarps og ónæðis og ósáttan íbúðareiganda sem missir baðherbergisglugga heimilar skipulagsráð að bætt verði allt að 43 herbergjum við Hótel Borg, fyrst og fremst í viðbyggingu á baklóð. „Litið er til að Hótel Borg er eitt elsta og virtasta hótel landsins og talið mikilvægt að það fái að dafna,“ segir í umsögn sem skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti og felur í sér að reisa má viðbyggingu við Hótel Borg. Rífa á lágreistar byggingar á baklóð Hótels Borgar að mestu leyti. Í staðinn rís viðbygging með kjallara, tveimur hæðum og tveimur rishæðum á þeim hluta sem snýr að Lækjargötu 4 en fjórum hæðum á þeirri hlið sem snýr að gamla hótelinu. Fást eiga 43 ný hótelherbergi til viðbótar við 52 herbergi sem fyrir eru. Húsfélögin í Pósthússtræti 13 og Lækjargötu 4 segja mjög halla á íbúa reitsins og opin rými ætluð almenningi; garð Hressingarskálans, verönd Tes & Kaffis og útitorg sem að mestu sé á lóð Lækjargötu 4. „Að þessum rýmum yrði þrengt að öllu leyti, það er með auknu skuggavarpi, minnkun á útsýni og með mikilli nánd húsa á milli,“ segir í bréfi húsfélaganna til skipulagssviðs borgarinnar. Þá óttast húsfélögin skemmdir á framkvæmdatímanum. Ein versta breytingin verði þó persónuleg röskun íbúanna. „Ekki síst vegna þess að hún er viss innrás í friðhelgi einkalífs. Innsýn í íbúðir þeirra verður verulega meiri vegna nándar,“ segja húsfélögin í mótmælabréfi sínu. „Forsendur breytinganna byggja ekki á neinni hugmyndafræði heldur hagsmunum eins aðila á kostnað annarra.“ Knút Kützen frá Færeyjum, sem fyrir þremur árum eignaðist íbúð á þriðju hæð í Pósthússtræti 13, vill skaðabætur. „Ég mun tapa baðherbergisglugganum,“ skrifar Knút skipulagssviðinu. Hann kveðst munu þurfa að leggja í töluverðan kostnað vegna nýrrar loftræstingar ef byggt verði að veggnum hans. Skipulagsfulltrúi svarar að baðherbergislugginn sé ekki á samþykktum teikningum og bætur því ekki í myndinni. Varðandi skuggavarp segir skipulagsfulltrúi það helst munu aukast síðdegis, næst Hótel Borg. Litið hafi verið til þarfa hótelsins eins og segir hér í upphafi. „Þó var leitast við að finna tillögu sem gengi ekki um of á hagsmuni nágrennisins og var tillagan minnkuð talsvert,“ segir skipulagsfulltrúi, sem setur það skilyrði að viðbyggingin sé unnin í samráði við Húsafriðunarnefnd og Minjastofnun Íslands. Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdir hefjast. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Sjá meira
Þrátt fyrir mótmæli tveggja húsfélaga vegna skuggavarps og ónæðis og ósáttan íbúðareiganda sem missir baðherbergisglugga heimilar skipulagsráð að bætt verði allt að 43 herbergjum við Hótel Borg, fyrst og fremst í viðbyggingu á baklóð. „Litið er til að Hótel Borg er eitt elsta og virtasta hótel landsins og talið mikilvægt að það fái að dafna,“ segir í umsögn sem skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti og felur í sér að reisa má viðbyggingu við Hótel Borg. Rífa á lágreistar byggingar á baklóð Hótels Borgar að mestu leyti. Í staðinn rís viðbygging með kjallara, tveimur hæðum og tveimur rishæðum á þeim hluta sem snýr að Lækjargötu 4 en fjórum hæðum á þeirri hlið sem snýr að gamla hótelinu. Fást eiga 43 ný hótelherbergi til viðbótar við 52 herbergi sem fyrir eru. Húsfélögin í Pósthússtræti 13 og Lækjargötu 4 segja mjög halla á íbúa reitsins og opin rými ætluð almenningi; garð Hressingarskálans, verönd Tes & Kaffis og útitorg sem að mestu sé á lóð Lækjargötu 4. „Að þessum rýmum yrði þrengt að öllu leyti, það er með auknu skuggavarpi, minnkun á útsýni og með mikilli nánd húsa á milli,“ segir í bréfi húsfélaganna til skipulagssviðs borgarinnar. Þá óttast húsfélögin skemmdir á framkvæmdatímanum. Ein versta breytingin verði þó persónuleg röskun íbúanna. „Ekki síst vegna þess að hún er viss innrás í friðhelgi einkalífs. Innsýn í íbúðir þeirra verður verulega meiri vegna nándar,“ segja húsfélögin í mótmælabréfi sínu. „Forsendur breytinganna byggja ekki á neinni hugmyndafræði heldur hagsmunum eins aðila á kostnað annarra.“ Knút Kützen frá Færeyjum, sem fyrir þremur árum eignaðist íbúð á þriðju hæð í Pósthússtræti 13, vill skaðabætur. „Ég mun tapa baðherbergisglugganum,“ skrifar Knút skipulagssviðinu. Hann kveðst munu þurfa að leggja í töluverðan kostnað vegna nýrrar loftræstingar ef byggt verði að veggnum hans. Skipulagsfulltrúi svarar að baðherbergislugginn sé ekki á samþykktum teikningum og bætur því ekki í myndinni. Varðandi skuggavarp segir skipulagsfulltrúi það helst munu aukast síðdegis, næst Hótel Borg. Litið hafi verið til þarfa hótelsins eins og segir hér í upphafi. „Þó var leitast við að finna tillögu sem gengi ekki um of á hagsmuni nágrennisins og var tillagan minnkuð talsvert,“ segir skipulagsfulltrúi, sem setur það skilyrði að viðbyggingin sé unnin í samráði við Húsafriðunarnefnd og Minjastofnun Íslands. Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdir hefjast.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent