Innlent

Fjölga þarf kúm í fjósum landsins

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Fjölga þarf íslenskum mjólkurkúm í landinu til að anna mikilli eftirspurn eftir mjólkurvörum en sala á skyri, smjöri, rjóma og fleiri afurðum hefur verið ævintýraleg. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra íhugar alvarlega að fara í lágkolvetnismegrunarkúrinn en þar er mælt með miklu áti á feitu smjöri og rjóma.

Síðdegis í gær var stór dagur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, eða MS Selfossi því þangað kom Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra til að ýta á tvo takka um leið og hann gangsetti nýjar pökkunarvélar búsins en öll mjólkurpökkun hefur verið flutt úr Reykjavík á Selfoss.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Sala á mjólkurvörum hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel, ekki síst salan á skyri en búið að Selfossi framleiðir um 100 tonn fyrir Bandaríkjamarkað á ári og Finnar fá 400 tonn, þá hefur orðið mikill söluaukning á smjöri hér heima. Sigurður Ingi segir að nú þurfi að auka við mjólkurframleiðsluna og fjölga kúm í fjósum landsins.

Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri á Selfossi sagði í Bylgjufréttum í gær að hann þakkaði m.a. lágkolvetnisæði landsmanna fyrir mikilli söluaukningu á íslensku smjöri en þar er mælt með því að fólk borði mikla fitu eins og smjör og rjóma. Sigurður Ingi er að spá í að skella sér á þennan vinsæla megrunarkúr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×