Vímuefnið Mollý: Lögreglan kemur höndum yfir lítið magn Hrund Þórsdóttir skrifar 10. september 2013 18:30 Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær nýtur vímuefnið Mollý, eða MDMA, mikilla vinsælda hjá ungu fólki á Íslandi og má jafnvel tala um tískubylgju. Við ræddum við mann sem stundaði sölu á MDMA í mörg ár og hann hafði meðal annars þetta að segja: „Það eru allir búnir að vera að moka þessu í sig eftir að allir hættu að moka í sig kóki, því kók var cool, en núna er þetta cool.“ Grammið af MDMA dugar í nokkra skammta og segir þessi fyrrum sölumaður efnisins að verðið á því á götunni í dag sé á bilinu 15 til 20 þúsund krónur. Við efnahagshrunið minnkaði notkun þessara efna mikið en að sögn yfirlæknis á Vogi hefur hún aftur aukist verulega á síðustu tveimur árum og hefur MDMA fíklum á Vogi fjölgað hratt frá árinu 2011. Í grunni Ríkislögreglustjóra er MDMA skráð sem ecstasy og ekki aðgreint frá skyldum efnum, en áhugavert er að skoða tölur yfir magn efnisins sem lagt hefur verið hald á. Á árunum 2006 til 2012 lagði lögreglan minnst hald á 2100 töflur á einu ári, en mest 78.099 stykki. Þó ber að hafa í huga að eitt eða fleiri stór mál geta haft mikil áhrif á tölurnar og hefur skútumálið svokallaða, þar sem lagt var hald á mikið magn efna, til dæmis mikil áhrif á tölur ársins 2007. Á fyrri hluta þessa árs lagði lögregla hins vegar aðeins hald á 54 töflur. Efnin eru ýmist mæld í stykkjatali eða grömmum eftir því hvernig formi þau eru á þegar lagt er hald á þau og sama er uppi á teningnum ef skoðaðar eru tölur yfir haldlögð grömm af efni á duftformi. Árið 2009 sker sig reyndar úr, þegar aðeins var lagt hald á 4,8 grömm en annars var magnið frá 83 og hálfu upp í 14.083,3 grömm á sömu árum. Á fyrri hluta þessa árs náðust aðeins 42 grömm. Samkvæmt heimildum okkar er MDMA mikið notað vímuefni og því líklegt að umtalsvert magn sé í umferð. Því má spyrja sig, af hverju nær lögreglan ekki að leggja hald á meira af því? Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að undanfarnar vikur hafi magn þessa efnis í umferð aukist. Það sé vinsælt inni á skemmtistöðum og hugsanleg skýring á litlu haldlögðu efni sé að lögreglan hafi lítið verið þar í aðgerðum sínum. Hann bendir þó á að undir lok síðasta árs hafi fundist 40 þúsund e töflur í Kaupmannahöfn sem talið er að hafi verið á leið til Íslands. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær nýtur vímuefnið Mollý, eða MDMA, mikilla vinsælda hjá ungu fólki á Íslandi og má jafnvel tala um tískubylgju. Við ræddum við mann sem stundaði sölu á MDMA í mörg ár og hann hafði meðal annars þetta að segja: „Það eru allir búnir að vera að moka þessu í sig eftir að allir hættu að moka í sig kóki, því kók var cool, en núna er þetta cool.“ Grammið af MDMA dugar í nokkra skammta og segir þessi fyrrum sölumaður efnisins að verðið á því á götunni í dag sé á bilinu 15 til 20 þúsund krónur. Við efnahagshrunið minnkaði notkun þessara efna mikið en að sögn yfirlæknis á Vogi hefur hún aftur aukist verulega á síðustu tveimur árum og hefur MDMA fíklum á Vogi fjölgað hratt frá árinu 2011. Í grunni Ríkislögreglustjóra er MDMA skráð sem ecstasy og ekki aðgreint frá skyldum efnum, en áhugavert er að skoða tölur yfir magn efnisins sem lagt hefur verið hald á. Á árunum 2006 til 2012 lagði lögreglan minnst hald á 2100 töflur á einu ári, en mest 78.099 stykki. Þó ber að hafa í huga að eitt eða fleiri stór mál geta haft mikil áhrif á tölurnar og hefur skútumálið svokallaða, þar sem lagt var hald á mikið magn efna, til dæmis mikil áhrif á tölur ársins 2007. Á fyrri hluta þessa árs lagði lögregla hins vegar aðeins hald á 54 töflur. Efnin eru ýmist mæld í stykkjatali eða grömmum eftir því hvernig formi þau eru á þegar lagt er hald á þau og sama er uppi á teningnum ef skoðaðar eru tölur yfir haldlögð grömm af efni á duftformi. Árið 2009 sker sig reyndar úr, þegar aðeins var lagt hald á 4,8 grömm en annars var magnið frá 83 og hálfu upp í 14.083,3 grömm á sömu árum. Á fyrri hluta þessa árs náðust aðeins 42 grömm. Samkvæmt heimildum okkar er MDMA mikið notað vímuefni og því líklegt að umtalsvert magn sé í umferð. Því má spyrja sig, af hverju nær lögreglan ekki að leggja hald á meira af því? Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að undanfarnar vikur hafi magn þessa efnis í umferð aukist. Það sé vinsælt inni á skemmtistöðum og hugsanleg skýring á litlu haldlögðu efni sé að lögreglan hafi lítið verið þar í aðgerðum sínum. Hann bendir þó á að undir lok síðasta árs hafi fundist 40 þúsund e töflur í Kaupmannahöfn sem talið er að hafi verið á leið til Íslands.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira