Innlent

Vegalausum oft vísað frá gistiskýli

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Margir biðu eftir húsaskjóli yfir nóttina þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði gær. Ljóst var að vísa yrði einhverjum frá.
Margir biðu eftir húsaskjóli yfir nóttina þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði gær. Ljóst var að vísa yrði einhverjum frá. Fréttablaðið/Vilhelm
„Það er óásættanlegt hvað er búið að vísa mörgum frá í ár,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða.

Sigtryggur leitar nú að nýju húsnæði fyrir Gistiskýlið, sem er húsnæði fyrir útigangsmenn. Það er rekið af Reykjavíkurborg og Samhjálp.

„Það er ekki auðvelt að finna nýtt húsnæði,“ útskýrir Sigtryggur. „Það þarf að uppfylla ákveðin skilyrði, bæði hvað varðar staðsetningu í borginni, nágranna og svoleiðis.“ Hann segir leitina hafa staðið yfir síðan í vor, en markmiðið er að finna hús miðsvæðis í borginni.

Gistiskýlið hefur verið vel sótt



„Það hefur ekki verið rætt um að fjölga rúmum heldur að það verði hægt að setja dýnur á gólfið ef það koma of margir. Það er ekki hægt í húsinu eins og það er núna,“ segir Sigtryggur og bætir við að húsið sé timburhús og því hæpið að vera með marga þar inni ef það kviknar í.  „Auk þess er mjög þröngt. Rétt þannig að rúmin komast fyrir.“

Sigtryggur segir slíka aðstöðu fyrir útigangsmenn ekki að finna í öðrum bæjarfélögum. Segir hann margoft hafa verið rætt við sveitarfélögin í kringum höfuðborgina en því hafi verið tekið af fálæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×