Innlent

Flugvél Icelandair lenti í Kanada vegna bilunar

Flugvél Icelandair sem var á leið frá Seattle í Bandaríkjunum til Keflavíkur í gærkvöldi þurfti að nauðlenda í Edmonton í Kanada vegna bilunar í vélarbúnaði.

Vélin var þá búin að vera á flugi í einn og hálfan tíma.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi, Icelandair sagði í samtali við fréttastofu að farþegar, sem voru tæplega 160, hafi gist á hóteli í borginni.

Þeir koma til Keflavíkur í kvöld með annarri vél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×