Fuglaflensufaraldur: "Við þurfum að fara vel yfir allan viðbúnað" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. apríl 2013 12:02 Fuglaflensufaraldur í Kína hefur kostað tuttugu og tvö mannslíf. Yfirvöld á Taívan hafa staðfest að flensan hafi greinst í manni þar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna þessa en sóttvarnalæknir segir þennan nýja stofn sérstaklega varhugaverðan. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun lýsti því yfir í dag að hinn nýji stofn fuglaflensunnar, H7N9, sé sá hættulegasti sem stofnunin hefur tekist á við. Talið er að afbrigðið smitist greiðlega milli manna og dýra. „Þetta var varhugavert vegna þess að dánartíðnin er há. Þeir sem smitast af þessum stofni veikjast illa. Svo er hann sérstaklega varhugaverður vegna þess að það er erfitt að átta sig á því hvaðan veiran er að koma," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Þessi nýji stofn fuglaflensunnar er á marga vegu frábrugðinn þeim sem spratt upp árið 2005 og geisar í raun enn. Sú veira er kölluð H5N1 og vakti óhug víða um heim. Sá stofn og útbreiðsla hans kostaði 332 lífið. Mun auðveldara var að stemma stigum við því afbrigði, enda veiktust fuglarnir og drápust. Þannig gátu vísindamenn rakið rót veirunnar og þróað bóluefni. Sú vinna er skammt á veg komin þegar litið er á nýja afbrigðið. „Þetta sem er að gerast í Kína er erfiðara af því leitinu til að ómögulegt er að sjá hvaðan flensan er að koma." Hún er því óútreiknanlegri en fyrr afbrigði? „Já, það má segja það. En það rétt að ítreka það að hún er ekki að berast milli manna. Það er kostur í stöðunni." Landlæknisembættið fylgist náið með þróun mála í Kína. Í samstarfi við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur embættið lýst yfir óvissustigi vegna flensunnar. „Við þurfum að fara vel yfir allan viðbúnað og okkar viðbragðsáætlun við hugsanlegum heimsfaraldri inflúensu,“ segir hann. „Ég vil ítreka það að Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur ekki lagt til neinar ferðatakmarkanir og engar viðskiptahrindranir. Hins vegar höfum við ráðlagt fólki að gæta vel að handþvotti og að forðast svokallaða vokmarkaði. Þar sem er verið að selja lifandi dýr til slástrunar. Menn ættu að forðast það að snerta fiður og aðra parta af fuglum." Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fuglaflensufaraldur í Kína hefur kostað tuttugu og tvö mannslíf. Yfirvöld á Taívan hafa staðfest að flensan hafi greinst í manni þar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna þessa en sóttvarnalæknir segir þennan nýja stofn sérstaklega varhugaverðan. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun lýsti því yfir í dag að hinn nýji stofn fuglaflensunnar, H7N9, sé sá hættulegasti sem stofnunin hefur tekist á við. Talið er að afbrigðið smitist greiðlega milli manna og dýra. „Þetta var varhugavert vegna þess að dánartíðnin er há. Þeir sem smitast af þessum stofni veikjast illa. Svo er hann sérstaklega varhugaverður vegna þess að það er erfitt að átta sig á því hvaðan veiran er að koma," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Þessi nýji stofn fuglaflensunnar er á marga vegu frábrugðinn þeim sem spratt upp árið 2005 og geisar í raun enn. Sú veira er kölluð H5N1 og vakti óhug víða um heim. Sá stofn og útbreiðsla hans kostaði 332 lífið. Mun auðveldara var að stemma stigum við því afbrigði, enda veiktust fuglarnir og drápust. Þannig gátu vísindamenn rakið rót veirunnar og þróað bóluefni. Sú vinna er skammt á veg komin þegar litið er á nýja afbrigðið. „Þetta sem er að gerast í Kína er erfiðara af því leitinu til að ómögulegt er að sjá hvaðan flensan er að koma." Hún er því óútreiknanlegri en fyrr afbrigði? „Já, það má segja það. En það rétt að ítreka það að hún er ekki að berast milli manna. Það er kostur í stöðunni." Landlæknisembættið fylgist náið með þróun mála í Kína. Í samstarfi við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur embættið lýst yfir óvissustigi vegna flensunnar. „Við þurfum að fara vel yfir allan viðbúnað og okkar viðbragðsáætlun við hugsanlegum heimsfaraldri inflúensu,“ segir hann. „Ég vil ítreka það að Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur ekki lagt til neinar ferðatakmarkanir og engar viðskiptahrindranir. Hins vegar höfum við ráðlagt fólki að gæta vel að handþvotti og að forðast svokallaða vokmarkaði. Þar sem er verið að selja lifandi dýr til slástrunar. Menn ættu að forðast það að snerta fiður og aðra parta af fuglum."
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira