Full ástæða til þess að hafa áhyggjur af aukinni svifryksmengun Ingveldur Geirsdóttir skrifar 24. apríl 2013 18:39 Loftgæði á Íslandi eru almennt nokkuð góð en full ástæða er til að hafa áhyggjur af aukinni svifryksmengun í þéttbýli. Ný skýrsla um loftgæði og heilsufar á Íslandi var kynnt í dag. Andrúmsloft utandyra á Íslandi er almennt hreint og lítt mengað, þótt töluverður munur geti verið á þéttbýli og dreifbýli og aðstæðum hverju sinni. Álag hefur hins vegar aukist vegna meiri umferðar, aukins iðnaðar og framkvæmda ýmiss konar, segir í skýrslunni sem var kynnt á málþingi um loftgæði og lýðheilsu á Nauthóli í dag. Sigurður Þór Sigurðarsson lungnalæknir og lýðheilsufræðingur sat í skýrsluhópnum, hann segir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af svifryksmengun í þéttbýli en mesta mengunin mælist í miðbæ Reykjavíkur. „Hvað er það helst sem þarf að hafa áhyggjur af?“ „Það er svifrykið og þau efni sem eru í því eins og köfnunarefnissambönd ýmiskonar og brennisteinssambönd, óson og fleira. Þessi efni hafa tengsl við lungnasjúkdóma og ýmis önnur heilsufarsvandamál, hjarta og æðasjúkdóma til að mynda, meðal nýlegar íslenskar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir sigurður Þór. Einstaklingar eru misnæmir fyrir loftmengun og eru börn viðkvæmari fyrir henni en fullorðnir en loftmengun er talin geta haft skaðleg áhrif á lungnaþroska barna. Á Íslandi hafa heilsufarsleg áhrif loftmengunar lítt verið rannsökuð en eftirliti með loftgæðum hefur eflst með árunum. Ástand innilofts er þó ekki jafn vel þekkt og gæði útilofts. „Í skýrslunni sem við vorum að gefa um fjöllum við líka um inniloft og þær áhyggjur sem við höfum af því t.d myglusveppamengun og fleiru. Inniloftið er eitthvað sem þarf að athuga líka,“ segir Sigurður. Í skýrslunni eru lagðar fram ítarlegar tillögur um hvernig má bæta loftgæðin. Helsta tillagan er að sett verði á stofn loftgæðaeftirlit svo betur megi fylgjast með loftgæðum og bæta úr þeim eins og þurfa þykir. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Loftgæði á Íslandi eru almennt nokkuð góð en full ástæða er til að hafa áhyggjur af aukinni svifryksmengun í þéttbýli. Ný skýrsla um loftgæði og heilsufar á Íslandi var kynnt í dag. Andrúmsloft utandyra á Íslandi er almennt hreint og lítt mengað, þótt töluverður munur geti verið á þéttbýli og dreifbýli og aðstæðum hverju sinni. Álag hefur hins vegar aukist vegna meiri umferðar, aukins iðnaðar og framkvæmda ýmiss konar, segir í skýrslunni sem var kynnt á málþingi um loftgæði og lýðheilsu á Nauthóli í dag. Sigurður Þór Sigurðarsson lungnalæknir og lýðheilsufræðingur sat í skýrsluhópnum, hann segir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af svifryksmengun í þéttbýli en mesta mengunin mælist í miðbæ Reykjavíkur. „Hvað er það helst sem þarf að hafa áhyggjur af?“ „Það er svifrykið og þau efni sem eru í því eins og köfnunarefnissambönd ýmiskonar og brennisteinssambönd, óson og fleira. Þessi efni hafa tengsl við lungnasjúkdóma og ýmis önnur heilsufarsvandamál, hjarta og æðasjúkdóma til að mynda, meðal nýlegar íslenskar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir sigurður Þór. Einstaklingar eru misnæmir fyrir loftmengun og eru börn viðkvæmari fyrir henni en fullorðnir en loftmengun er talin geta haft skaðleg áhrif á lungnaþroska barna. Á Íslandi hafa heilsufarsleg áhrif loftmengunar lítt verið rannsökuð en eftirliti með loftgæðum hefur eflst með árunum. Ástand innilofts er þó ekki jafn vel þekkt og gæði útilofts. „Í skýrslunni sem við vorum að gefa um fjöllum við líka um inniloft og þær áhyggjur sem við höfum af því t.d myglusveppamengun og fleiru. Inniloftið er eitthvað sem þarf að athuga líka,“ segir Sigurður. Í skýrslunni eru lagðar fram ítarlegar tillögur um hvernig má bæta loftgæðin. Helsta tillagan er að sett verði á stofn loftgæðaeftirlit svo betur megi fylgjast með loftgæðum og bæta úr þeim eins og þurfa þykir.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira