Fljótsins dreymna ró! Steinunn Sigurðardóttir skrifar 18. mars 2013 06:00 3.2.2. Fyrirhuguð framkvæmd mun hafa töluverð áhrif á Lagarfljót og aukið vatnsmagn í fljótinu valda hækkun vatnsyfirborðs, litur mun breytast vegna aukins svifaurs í vatninu 3.2.1 þannig að framkvæmdin muni ekki valda umtalsverðum áhrifum í og við Lagarfljót. Þessar mótsagnaklausur eru úr sama plaggi, þótt ótrúlegt megi virðast, úr viðsnúningi íslenska umhverfisráðuneytisins á úrskurði Skipulagsstofnunar – úrskurðinum sem synjaði heimild til Kárahnjúkavirkjunar vegna stórfelldra og óafturkræfra umhverfisáhrifa. Árið 2006 skrifaði ég: „Allir læsir Íslendingar ættu að skoða með eigin augum þessar illa útfærðu sjónhverfingar virkjunarráðuneytisins sem gengur undir blekkingarnafninu umhverfisráðuneyti. Hins vegar er það ekki sjónhverfing að liturinn á Lagarfljóti mun dökkna, að birtunni á Héraði mun bregða.“ Viðsnúningur umhverfisráðuneytis er lýsing á skipulögðum glæp gagnvart náttúrunni. Með köldu blóði. Hér kemur fram á annarri hvorri blaðsíðu að ekkert sé athugavert við glæpinn, lögum og reglum samkvæmt, innlendum og erlendum. Nokkrir einstaklingar höfðuðu mál vegna þessa úrskurðar og töpuðu því. Dómsúrskurðirnir voru þó með þeim sérstæða hætti að viðurkennt var að stefnendur hefðu rétt fyrir sér.Fyrirsjáanlegt Það sem nú er orðið bert um lífríki Lagarfljóts og eyðilegginguna af völdum vatnagangs á bökkum fljótsins var fyrirsjáanlegt. Hópur af fólki, sem ég var svo heppin að vinna með og skrifa með eftir föngum, áttaði sig á því hvað var í húfi og var tilbúið til þess að fylgja skoðun sinni eftir. Þessi hópur lærðra og leikra hafði frá upphafi virkjunaráforma reynt allt sem unnt var til þess að UPPLÝSA um eyðingarvélina Kárahnjúkavirkjun. Þar á meðal var upplýst um aurvæðingu Lagarfljóts og landbrot á Héraði. Heima í Héraði, eystra, fyrirfundust þeir líka sem reyndu í miklum mótbyr, jafnvel hatri frá nærsveitarmönnum, að upplýsa og mótmæla. Gréta á Vaði skrifaði í Morgunblaðið árið 2006: ?Ekki hafa Héraðsbúar í sér döngun að reyna að halda hlífiskildi yfir lífæð síns Héraðs, þeirri náttúruperlu og Héraðsstolti sem Fljótið er og ætti að vera. Malda þeir ekki í móinn yfir að foraðinu, Jöklu blessaðri, skuli veitt milli vatnasviða, sem er skýrt lögbrot og siðlaust með öllu. Gróðri og náttúruperlum verður drekkt, dýra- og fuglalífi raskað, leirfok spillir lífsgæðum á Héraði um ókomna tíð. Lagarfljót breytist úr dulúðugu vatnsfalli í drullupoll. Ekki þarf skyggnigáfu til að sjá að Austfirðingar verða lagðir í einelti þegar fram líða stundir fyrir að heimta þennan skerf þjóðareignarinnar með offorsi.?Að eilífu sokkið Ég þurfti ekki heldur skyggnigáfu til að skrifa eftirfarandi klausur þegar ég fór um Hérað á leið í Kárahnjúkalandið sem nú er að eilífu sokkið í leðju. Tíminn var ágúst 2006 og þetta var einn af síðustu gönguhópunum sem fengu að sjá hálendið sem er hvergi annars staðar til, með blómgróðri, fossum, gljúfrum, fuglum?undir ógleymanlegri leiðsögn Óskar Vilhjálmsdóttur og Ástu Arnardóttur. ------- Skrifað í ágúst 2006 Það er sólardagur á Héraði, kominn ágúst. Ég hef komið hér áður, gengið í ljósinu sem á ekki sinn líka fyrir glansandi speglunina úr Lagarfljóti. Hér hef ég dáðst að lindifurum og öðrum gersemum í Hallormsstaðaskógi, með sjálfum Sigurði Blöndal, gist á Eiðum. Ég á ekki ættir að rekja austur, hef ekki dvalist hér langdvölum, en mér kemur þetta land við – unaðslegasti hluti Íslands í blíðri grósku, ljúfri fegurð og veðursæld. Jafnvel á vetrum er gott að vera hér. Hér eru stillur, og skógurinn við fljótið, gerður af margra manna höndum, gleður augað og sálina, ekki síst í margbreytilegri vetrardýrðinni. Nú er blandin gleði að stíga úr flugvél á Egilsstöðum, að aka um hið fagra og ljúfa Hérað, í skugga þeirrar vitneskju að sú eyðandi krumla sem engu eirir teygir sig ofan af hálendinu í þessa gróskumiklu paradís. Sú vitneskja skyggir á þennan sólardag að birtan á Héraði er um það bil að breytast um aldur og ævi. Það á að veita leðju í litfagurt og einstakt Lagarfljót, bregða leirdulu á bjartan spegilinn, sem aldrei verður svipt af honum. Ekki einu sinni ljósið sjálft fær að vera í friði fyrir eyðingarkrumlunni. Ekki einu sinni loftið sjálft fær að vera í friði – því verður íþyngt með mengunarskýjum á Reyðarfirði og svörtum skýjum af sandi og mold sem ógnarvindar öræfanna rífa upp úr jörðinni, fyrst úr ströndum Hálslóns og flengjast svo áfram eins og refsandi vöndur um Vesturöræfi. Einnig þau dökku ský munu teygja anga sína niður á Hérað. Getur það verið rétt sem náttúruspekingarnir á Kvískerjum í Öræfum óttast – að fyrir áfokið gæti orðið ólíft á Héraði? Þegar jökulefjan blandast Lagarfljóti dimmir ekki aðeins á margrómuðum sumarkvöldunum á Héraði, heldur verða þau kaldari um leið og kaldara vatn kemur í fljótið. Hitastig mun lækka að meðaltali um hálfa til eina gráðu, a.m.k. á sumrin. Þá gætu menn sagt, skítt veri með sumarkvöldin, en hvað um þá sem eru að rækta? Nokkrar frostnætur til eða frá geta haft úrslitaáhrif á sprettu – gras og aðra ræktun. Þegar jökulefjan blandast Lagarfljóti hækkar vatnsborðið. Strendurnar verða ekki lengur ljósleitar og þokkalegar heldur leirkenndar. Það verður eilíf nótt í Atlavík. Indælasta smávík á landinu fer undir vatn, og lagið góða, Nótt í Atlavík, verður óskiljanlegt afkomendum okkar. Sannarlega mun enginn þeirra hafa hug á að slá tjaldi á bökkum Lagarfljóts. Ef þeir komast þá leiðar sinnar með flugi til Egilsstaða. Nú þegar kemur fyrir að ófært er á flugvöllinn vegna flóða. Hvað þá þegar vatnsborð hækkar í fljótinu fyrir áhrif af vatnaflutningunum tröllslegu. Það fór ekki úr huganum á leiðinni meðfram fegurð Lagarfljóts að bjartur liturinn á vatninu fengi ekki að halda sér. Að spegillinn yrði óhreinn þegar ég kæmi aftur. Ég hugsaði mér að sjá það helst aldrei. Ég hugsaði um eyðilegginguna sem nær út yfir land og lög. Héðan í frá mundi jafnvel óviðjafnanlega ljóðið hans Halldórs Laxness, sem hefst á ljóðlínunni Bláfjólu má í birkiskógnum líta hljóma eins og illyrmislegur útúrsnúningur: „floginn sem eingill austrá Fljótsdalshérað er ángar ljúft við Fljótsins dreymnu ró“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
3.2.2. Fyrirhuguð framkvæmd mun hafa töluverð áhrif á Lagarfljót og aukið vatnsmagn í fljótinu valda hækkun vatnsyfirborðs, litur mun breytast vegna aukins svifaurs í vatninu 3.2.1 þannig að framkvæmdin muni ekki valda umtalsverðum áhrifum í og við Lagarfljót. Þessar mótsagnaklausur eru úr sama plaggi, þótt ótrúlegt megi virðast, úr viðsnúningi íslenska umhverfisráðuneytisins á úrskurði Skipulagsstofnunar – úrskurðinum sem synjaði heimild til Kárahnjúkavirkjunar vegna stórfelldra og óafturkræfra umhverfisáhrifa. Árið 2006 skrifaði ég: „Allir læsir Íslendingar ættu að skoða með eigin augum þessar illa útfærðu sjónhverfingar virkjunarráðuneytisins sem gengur undir blekkingarnafninu umhverfisráðuneyti. Hins vegar er það ekki sjónhverfing að liturinn á Lagarfljóti mun dökkna, að birtunni á Héraði mun bregða.“ Viðsnúningur umhverfisráðuneytis er lýsing á skipulögðum glæp gagnvart náttúrunni. Með köldu blóði. Hér kemur fram á annarri hvorri blaðsíðu að ekkert sé athugavert við glæpinn, lögum og reglum samkvæmt, innlendum og erlendum. Nokkrir einstaklingar höfðuðu mál vegna þessa úrskurðar og töpuðu því. Dómsúrskurðirnir voru þó með þeim sérstæða hætti að viðurkennt var að stefnendur hefðu rétt fyrir sér.Fyrirsjáanlegt Það sem nú er orðið bert um lífríki Lagarfljóts og eyðilegginguna af völdum vatnagangs á bökkum fljótsins var fyrirsjáanlegt. Hópur af fólki, sem ég var svo heppin að vinna með og skrifa með eftir föngum, áttaði sig á því hvað var í húfi og var tilbúið til þess að fylgja skoðun sinni eftir. Þessi hópur lærðra og leikra hafði frá upphafi virkjunaráforma reynt allt sem unnt var til þess að UPPLÝSA um eyðingarvélina Kárahnjúkavirkjun. Þar á meðal var upplýst um aurvæðingu Lagarfljóts og landbrot á Héraði. Heima í Héraði, eystra, fyrirfundust þeir líka sem reyndu í miklum mótbyr, jafnvel hatri frá nærsveitarmönnum, að upplýsa og mótmæla. Gréta á Vaði skrifaði í Morgunblaðið árið 2006: ?Ekki hafa Héraðsbúar í sér döngun að reyna að halda hlífiskildi yfir lífæð síns Héraðs, þeirri náttúruperlu og Héraðsstolti sem Fljótið er og ætti að vera. Malda þeir ekki í móinn yfir að foraðinu, Jöklu blessaðri, skuli veitt milli vatnasviða, sem er skýrt lögbrot og siðlaust með öllu. Gróðri og náttúruperlum verður drekkt, dýra- og fuglalífi raskað, leirfok spillir lífsgæðum á Héraði um ókomna tíð. Lagarfljót breytist úr dulúðugu vatnsfalli í drullupoll. Ekki þarf skyggnigáfu til að sjá að Austfirðingar verða lagðir í einelti þegar fram líða stundir fyrir að heimta þennan skerf þjóðareignarinnar með offorsi.?Að eilífu sokkið Ég þurfti ekki heldur skyggnigáfu til að skrifa eftirfarandi klausur þegar ég fór um Hérað á leið í Kárahnjúkalandið sem nú er að eilífu sokkið í leðju. Tíminn var ágúst 2006 og þetta var einn af síðustu gönguhópunum sem fengu að sjá hálendið sem er hvergi annars staðar til, með blómgróðri, fossum, gljúfrum, fuglum?undir ógleymanlegri leiðsögn Óskar Vilhjálmsdóttur og Ástu Arnardóttur. ------- Skrifað í ágúst 2006 Það er sólardagur á Héraði, kominn ágúst. Ég hef komið hér áður, gengið í ljósinu sem á ekki sinn líka fyrir glansandi speglunina úr Lagarfljóti. Hér hef ég dáðst að lindifurum og öðrum gersemum í Hallormsstaðaskógi, með sjálfum Sigurði Blöndal, gist á Eiðum. Ég á ekki ættir að rekja austur, hef ekki dvalist hér langdvölum, en mér kemur þetta land við – unaðslegasti hluti Íslands í blíðri grósku, ljúfri fegurð og veðursæld. Jafnvel á vetrum er gott að vera hér. Hér eru stillur, og skógurinn við fljótið, gerður af margra manna höndum, gleður augað og sálina, ekki síst í margbreytilegri vetrardýrðinni. Nú er blandin gleði að stíga úr flugvél á Egilsstöðum, að aka um hið fagra og ljúfa Hérað, í skugga þeirrar vitneskju að sú eyðandi krumla sem engu eirir teygir sig ofan af hálendinu í þessa gróskumiklu paradís. Sú vitneskja skyggir á þennan sólardag að birtan á Héraði er um það bil að breytast um aldur og ævi. Það á að veita leðju í litfagurt og einstakt Lagarfljót, bregða leirdulu á bjartan spegilinn, sem aldrei verður svipt af honum. Ekki einu sinni ljósið sjálft fær að vera í friði fyrir eyðingarkrumlunni. Ekki einu sinni loftið sjálft fær að vera í friði – því verður íþyngt með mengunarskýjum á Reyðarfirði og svörtum skýjum af sandi og mold sem ógnarvindar öræfanna rífa upp úr jörðinni, fyrst úr ströndum Hálslóns og flengjast svo áfram eins og refsandi vöndur um Vesturöræfi. Einnig þau dökku ský munu teygja anga sína niður á Hérað. Getur það verið rétt sem náttúruspekingarnir á Kvískerjum í Öræfum óttast – að fyrir áfokið gæti orðið ólíft á Héraði? Þegar jökulefjan blandast Lagarfljóti dimmir ekki aðeins á margrómuðum sumarkvöldunum á Héraði, heldur verða þau kaldari um leið og kaldara vatn kemur í fljótið. Hitastig mun lækka að meðaltali um hálfa til eina gráðu, a.m.k. á sumrin. Þá gætu menn sagt, skítt veri með sumarkvöldin, en hvað um þá sem eru að rækta? Nokkrar frostnætur til eða frá geta haft úrslitaáhrif á sprettu – gras og aðra ræktun. Þegar jökulefjan blandast Lagarfljóti hækkar vatnsborðið. Strendurnar verða ekki lengur ljósleitar og þokkalegar heldur leirkenndar. Það verður eilíf nótt í Atlavík. Indælasta smávík á landinu fer undir vatn, og lagið góða, Nótt í Atlavík, verður óskiljanlegt afkomendum okkar. Sannarlega mun enginn þeirra hafa hug á að slá tjaldi á bökkum Lagarfljóts. Ef þeir komast þá leiðar sinnar með flugi til Egilsstaða. Nú þegar kemur fyrir að ófært er á flugvöllinn vegna flóða. Hvað þá þegar vatnsborð hækkar í fljótinu fyrir áhrif af vatnaflutningunum tröllslegu. Það fór ekki úr huganum á leiðinni meðfram fegurð Lagarfljóts að bjartur liturinn á vatninu fengi ekki að halda sér. Að spegillinn yrði óhreinn þegar ég kæmi aftur. Ég hugsaði mér að sjá það helst aldrei. Ég hugsaði um eyðilegginguna sem nær út yfir land og lög. Héðan í frá mundi jafnvel óviðjafnanlega ljóðið hans Halldórs Laxness, sem hefst á ljóðlínunni Bláfjólu má í birkiskógnum líta hljóma eins og illyrmislegur útúrsnúningur: „floginn sem eingill austrá Fljótsdalshérað er ángar ljúft við Fljótsins dreymnu ró“
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar