Blessuð velferðin! Bolli Pétur Bollason skrifar 30. mars 2013 06:00 Gamli barnaskólinn í Skógum í Fnjóskadal er hús með sál. Þangað er gott að koma og spjalla. Það gerði ég fyrir skömmu er ég flutti þar erindi um siðfræði og siðferðislega ábyrgð. Það er reyndar gaman að vita til þess að þetta gamla skólahús nýtist áfram í sveitinni, þarna fara fram margvíslegar fræðslu- og kaffistundir og eitt og annað sem nærir félagsþörf og -vitund. Samfélagið utan um þetta siðfræðispjall var vænt og gott og viðstaddir virkir í umræðum, enda erum við víst öll að fást við siðfræði og siðferði með einum eða öðrum hætti daglega, hverja stund. Það er gott að halda því til haga að siðfræði er fræðigrein innan heimspekisviðs en siðferði hins vegar framkvæmd siðfræðinnar. Við erum sem sagt hvað eftir annað að framkvæma siðfræði, jafnvel á þessari stundu ert þú að taka annaðhvort stórvægilega ellegar smávægilega siðferðislega ákvörðun. Þess vegna erum við á vissan hátt hvert og eitt sérfræðingar í siðfræði og sjálfsagt fáir sem voga sér að kalla sig siðfræðinga, þar sem enginn kann við að bera þann titil ef hann t.d. hrasar á svelli siðferðis, sem við gerum jú öll einhvern tímann. Verði einhverjum á að halda öðru fram er honum samstundis varpað í flokk með faríseanum forðum sem sagðist ekki vilja vera eins og þessi tollheimtumaður og benti á hann með svip yfirlætis er þeir báðu saman í musterinu.Siðferðisleg ábyrgð Siðferðisleg ábyrgð er gríðarlega mikil ábyrgð án þess að við gerum okkur alltaf nægilega grein fyrir henni. Ábyrgðin felst m.a. í því að skynja og skilja umhverfi sitt, læra af hinni siðferðislegu hrösun á svellinu sleipa og jafnframt því að leggja sig fram um að þekkja inntak mikilvægra siðferðislegra hugtaka. Hvað með t.a.m. hugtakið velferð? Í hvaða samhengi setur þú hugtakið velferð? Nú í vor fyrir alþingiskosningar kæmi mér ekkert á óvart að framboðin 13, eða hvað þau nú voru orðin mörg, myndu nota ósjaldan hugtakið velferð. Það hefur einhvern veginn verið þannig í gegnum tíðina að hugtakið hefur þótt áhrifaríkt í slagorðasamkeppni stjórnmálaaflanna, kannski vegna þess að það tekur utan um margt jákvætt og höfðar til þeirra siðferðisþanka er búa í brjóstum landsmanna daglega. Tengjum við velferð ekki oft við efnahagslega velsæld? Gæti verið að það séu einhverjir þarna úti sem sjá velferð aðeins fyrir sér út frá auknum hagvexti? Erum við að tala um að velferð sé einkum virkara lýðræði, meiri atvinna, meiri peningar? Nú er ég ekki draga úr þessum þáttum, sem þarna eru tengdir við velferð, en í raun eru þeir ekki fyrstir og fremstir. Velferð er nefnilega í eðli sínu hugsjón, siðferðilega göfugt markmið og grundvallarstoðir þess eru mannúð, virðing fyrir manneskjunni sem persónu, sjálfræði, velvild og umhyggja fyrir öðrum, réttlæti, frelsi og ábyrgð, réttindi og skyldur og gleymum ekki skyldunum. Siðferðilegar forsendur velferðar krefjast þess einkum að allir aðilar ræki skyldur sínar í stað þess að varpa eigin ábyrgð yfir á aðra. Velferðarhugtakið er þannig safnheiti fyrir margþætt siðferðileg verðmæti eða gæði, sem gefa mannlífinu gildi. Þarna er um hina raunverulegu velferð að ræða og sé unnið af heilindum að þessu siðferðilega göfuga markmiði er svo sem ekkert loku fyrir það skotið að allir þeir veraldlegu þættir, sem hér hefur verið minnst á og ýmsir tengja fyrst og fremst velferðinni, fylgi á eftir. Ég segi fyrir mig að það stjórnmálaafl sem virðist sjá þetta skýrt og starfar í samhengi við þá sýn er að mínu mati vel statt hvernig svo sem því reiðir af í argaþrasi pólitíkurinnar, sem getur verið snúin tík eins og maðurinn sagði. Ég er ekki frá því að kæmi ég auga á slíkt afl mitt í allri kosningabaráttu og umræðu, sem ég vona og treysti að verði meira en loforðaflaumur og slagorðasamkeppni, að þá myndi ég gjarnan greiða því atkvæði mitt. Já, blessuð velferðin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Gamli barnaskólinn í Skógum í Fnjóskadal er hús með sál. Þangað er gott að koma og spjalla. Það gerði ég fyrir skömmu er ég flutti þar erindi um siðfræði og siðferðislega ábyrgð. Það er reyndar gaman að vita til þess að þetta gamla skólahús nýtist áfram í sveitinni, þarna fara fram margvíslegar fræðslu- og kaffistundir og eitt og annað sem nærir félagsþörf og -vitund. Samfélagið utan um þetta siðfræðispjall var vænt og gott og viðstaddir virkir í umræðum, enda erum við víst öll að fást við siðfræði og siðferði með einum eða öðrum hætti daglega, hverja stund. Það er gott að halda því til haga að siðfræði er fræðigrein innan heimspekisviðs en siðferði hins vegar framkvæmd siðfræðinnar. Við erum sem sagt hvað eftir annað að framkvæma siðfræði, jafnvel á þessari stundu ert þú að taka annaðhvort stórvægilega ellegar smávægilega siðferðislega ákvörðun. Þess vegna erum við á vissan hátt hvert og eitt sérfræðingar í siðfræði og sjálfsagt fáir sem voga sér að kalla sig siðfræðinga, þar sem enginn kann við að bera þann titil ef hann t.d. hrasar á svelli siðferðis, sem við gerum jú öll einhvern tímann. Verði einhverjum á að halda öðru fram er honum samstundis varpað í flokk með faríseanum forðum sem sagðist ekki vilja vera eins og þessi tollheimtumaður og benti á hann með svip yfirlætis er þeir báðu saman í musterinu.Siðferðisleg ábyrgð Siðferðisleg ábyrgð er gríðarlega mikil ábyrgð án þess að við gerum okkur alltaf nægilega grein fyrir henni. Ábyrgðin felst m.a. í því að skynja og skilja umhverfi sitt, læra af hinni siðferðislegu hrösun á svellinu sleipa og jafnframt því að leggja sig fram um að þekkja inntak mikilvægra siðferðislegra hugtaka. Hvað með t.a.m. hugtakið velferð? Í hvaða samhengi setur þú hugtakið velferð? Nú í vor fyrir alþingiskosningar kæmi mér ekkert á óvart að framboðin 13, eða hvað þau nú voru orðin mörg, myndu nota ósjaldan hugtakið velferð. Það hefur einhvern veginn verið þannig í gegnum tíðina að hugtakið hefur þótt áhrifaríkt í slagorðasamkeppni stjórnmálaaflanna, kannski vegna þess að það tekur utan um margt jákvætt og höfðar til þeirra siðferðisþanka er búa í brjóstum landsmanna daglega. Tengjum við velferð ekki oft við efnahagslega velsæld? Gæti verið að það séu einhverjir þarna úti sem sjá velferð aðeins fyrir sér út frá auknum hagvexti? Erum við að tala um að velferð sé einkum virkara lýðræði, meiri atvinna, meiri peningar? Nú er ég ekki draga úr þessum þáttum, sem þarna eru tengdir við velferð, en í raun eru þeir ekki fyrstir og fremstir. Velferð er nefnilega í eðli sínu hugsjón, siðferðilega göfugt markmið og grundvallarstoðir þess eru mannúð, virðing fyrir manneskjunni sem persónu, sjálfræði, velvild og umhyggja fyrir öðrum, réttlæti, frelsi og ábyrgð, réttindi og skyldur og gleymum ekki skyldunum. Siðferðilegar forsendur velferðar krefjast þess einkum að allir aðilar ræki skyldur sínar í stað þess að varpa eigin ábyrgð yfir á aðra. Velferðarhugtakið er þannig safnheiti fyrir margþætt siðferðileg verðmæti eða gæði, sem gefa mannlífinu gildi. Þarna er um hina raunverulegu velferð að ræða og sé unnið af heilindum að þessu siðferðilega göfuga markmiði er svo sem ekkert loku fyrir það skotið að allir þeir veraldlegu þættir, sem hér hefur verið minnst á og ýmsir tengja fyrst og fremst velferðinni, fylgi á eftir. Ég segi fyrir mig að það stjórnmálaafl sem virðist sjá þetta skýrt og starfar í samhengi við þá sýn er að mínu mati vel statt hvernig svo sem því reiðir af í argaþrasi pólitíkurinnar, sem getur verið snúin tík eins og maðurinn sagði. Ég er ekki frá því að kæmi ég auga á slíkt afl mitt í allri kosningabaráttu og umræðu, sem ég vona og treysti að verði meira en loforðaflaumur og slagorðasamkeppni, að þá myndi ég gjarnan greiða því atkvæði mitt. Já, blessuð velferðin!
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar