Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Víkingur 27-19 Stefán Árni Pálsson í Mýrinni skrifar 14. apríl 2013 00:01 Stjarnan vann Víking, 27-19, í oddaleik í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í N1-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og gáfu aldrei neitt eftir. Liðið byrjaði leikinn á því að komast í 5-0 og það forskot fór aldrei. Stjarnan byrjaði hreint ótrúlega í leiknum en þeir komust í 5-0 þegar Víkingar tóku leikhlé strax eftir fimm mínútur. Eftir leikhléið vöknuðu gestirnir og fóru að spila handbolta. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-5 fyrir Stjörnuna og Víkingar að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn. Stjörnumenn voru heldur betur ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn og gáfu bara í. Þeir voru með fimm marka forystu í hálfleik 15-10. Stjarnan hélt áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og gáfu ekkert eftir og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 21-16. Víkingar voru við það að missa af lestinni og Stjörnumenn á leiðinni í einvígi gegn Valsmönnum um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í dag og áttu sigurinn fyllilega skilið. Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunnar, var frábær í dag en hann varði 17 skot. Stjarnan mætir því Val í úrslitum umspilsins um það hvaða lið verður í N1-deildinni. Gunnar Berg: Virkilega flottur karakter hjá okkur í kvöld„Það var gríðarlega góður karakter í þessu hjá okkur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Við mættum dýrvitlausir til leiks og náðum fínu forskotið sem við létum aldrei frá okkur.“ „Það var nokkuð mikil bikarstemmning í þessu hjá liðinu í dag. Við fórum saman í morgunmat og eyddum deginum saman. Þetta þjappaði hópnum saman og gerði fullt fyrir liðið fyrir leikinn.“ „Ég er gríðarlega ánægður hvað menn héldu þetta út og spiluðu allan tímann góðan varnar-og sóknarleik.“ „Valsarar eru með gríðarlega sterkt lið og það verður erfitt að takast á því þá. Ég tel að við eigum kannski ekkert mikinn möguleika í þá en þeir þurfa heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn okkar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Guðmundur: Þurfum tvo draumaleiki gegn Val til að fara upp„Við komum bara virkilega vel stemmdir í leikinn og mætum tilbúnir alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila fanta góða vörn allan leikinn og þeir komust bara ekkert áleiðis. Við keyrðum vel í bakið á þeim allan leikinn og það svona skóp sigurinn.“ „Valsmenn eru auðvitað með frábært lið og hafa verið að spila einstaklega vel sérstaklega eftir áramót. Við þurfum að eiga tvo draumaleiki til að eiga möguleika í þá, það verður að segjast en við ætlum okkur að leggja þá að velli.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Valli Olís-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Hólmbert skiptir um félag Fótbolti Fleiri fréttir „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Sjá meira
Stjarnan vann Víking, 27-19, í oddaleik í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í N1-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og gáfu aldrei neitt eftir. Liðið byrjaði leikinn á því að komast í 5-0 og það forskot fór aldrei. Stjarnan byrjaði hreint ótrúlega í leiknum en þeir komust í 5-0 þegar Víkingar tóku leikhlé strax eftir fimm mínútur. Eftir leikhléið vöknuðu gestirnir og fóru að spila handbolta. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-5 fyrir Stjörnuna og Víkingar að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn. Stjörnumenn voru heldur betur ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn og gáfu bara í. Þeir voru með fimm marka forystu í hálfleik 15-10. Stjarnan hélt áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og gáfu ekkert eftir og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 21-16. Víkingar voru við það að missa af lestinni og Stjörnumenn á leiðinni í einvígi gegn Valsmönnum um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í dag og áttu sigurinn fyllilega skilið. Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunnar, var frábær í dag en hann varði 17 skot. Stjarnan mætir því Val í úrslitum umspilsins um það hvaða lið verður í N1-deildinni. Gunnar Berg: Virkilega flottur karakter hjá okkur í kvöld„Það var gríðarlega góður karakter í þessu hjá okkur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Við mættum dýrvitlausir til leiks og náðum fínu forskotið sem við létum aldrei frá okkur.“ „Það var nokkuð mikil bikarstemmning í þessu hjá liðinu í dag. Við fórum saman í morgunmat og eyddum deginum saman. Þetta þjappaði hópnum saman og gerði fullt fyrir liðið fyrir leikinn.“ „Ég er gríðarlega ánægður hvað menn héldu þetta út og spiluðu allan tímann góðan varnar-og sóknarleik.“ „Valsarar eru með gríðarlega sterkt lið og það verður erfitt að takast á því þá. Ég tel að við eigum kannski ekkert mikinn möguleika í þá en þeir þurfa heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn okkar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Guðmundur: Þurfum tvo draumaleiki gegn Val til að fara upp„Við komum bara virkilega vel stemmdir í leikinn og mætum tilbúnir alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila fanta góða vörn allan leikinn og þeir komust bara ekkert áleiðis. Við keyrðum vel í bakið á þeim allan leikinn og það svona skóp sigurinn.“ „Valsmenn eru auðvitað með frábært lið og hafa verið að spila einstaklega vel sérstaklega eftir áramót. Við þurfum að eiga tvo draumaleiki til að eiga möguleika í þá, það verður að segjast en við ætlum okkur að leggja þá að velli.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Valli
Olís-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Hólmbert skiptir um félag Fótbolti Fleiri fréttir „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Sjá meira