Aðalgallinn er hversu sjaldan við hittumst Ellý Ármanns skrifar 20. apríl 2013 10:30 Við höfðum samband við Ármann Jakobsson 42 ára bróður Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og formann Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, til að forvitnast hvernig það er að eiga systur í kosningabaráttunni. Þá gaf Ármann sér tíma til að að líta til baka og rifja upp stundir þegar hann og Katrín voru yngri. Hvernig var (og er) að eiga Katrínu sem systur og áttu skemmtilega frásögn sem lýsir hennar karakter? ,,Katrín var yngsta barnið í fjölskyldunni og alltaf í miklu uppáhaldi enda var hún mjög fallegt og geðslegt barn. Hún var líka alltaf mjög róleg og yfirveguð, lærði snemma að lesa, var dugleg að teikna og lita," segir Ármann.Las bækur upp til agna ,,Um sex ára aldur fékk hún mjög mikinn áhuga á íslenskri náttúru og lengi var eftirlætisbókin hennar Landið þitt Ísland eftir Þorstein Jósepsson og Steindór frá Hlöðum, fjögurra binda uppsláttarverk, sem hún las upp til agna án þess reyndar að það sæi neitt á bókunum því að hún fór svo vel með bækur jafnvel sem barn. Þannig að hún er mjög fróð um Ísland en sérstakt hugðarefni hennar voru fossar og hún er örugglega ein fossafróðasta manneskja hérlendis. Fullorðið fólk og sérstaklega gamalt hélt mikið upp á Katrínu enda var hún í bréfaskiptum við ýmsar miðaldra og gamlar konur strax þegar hún var sjö eða átta ára. Þannig að hún var alltaf mjög róleg en samt ráðrík."Sverrir og Ármann Jakobssynir standa þétt við bakið á systur sinni í baráttunni. Við ræddum við Ármann (t.h.) en hann er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands.Hörkutól sem þolir leiðindin sem fylgja stjórnmálumHvenær tilkynnti Katrín ykkur að hún ætlaði sér að verða stjórnmálamaður og hvernig brugðust þið við þeirri ákvörðun?,,Það var snemma mikill áhugi á að fá Katrínu í starfið hjá VG en við bræðurnir vorum þar reyndar fyrir og eldri systir okkar hefur líka verið í starfinu. Katrín var kosningastjóri flokksins í Reykjavík vorið 2003 og þá um haustið talaði þáverandi varaformaður VG við hana og vildi gjarnan fá hana í sinn stað." ,,Hún hafði reyndar tekið sæti neðarlega á Reykjavíkurlistanum árið áður en þannig atvikaðist að hún tók sæti í borgarstjórn. Þannig að það kom mér ekki á óvart að hún færi í stjórnmálin því að við bræður vorum þar á undan henni og persónulega vildi ég gjarnan að hún sinnti stjórnmálum frekar en ég þar sem hún er miklu þolinmóðari og stjórnmálamenn þurfa að vera þolinmóðir; hún er líka hörkutól og þolir þessi leiðindi í stjórnmálunum miklu betur en ég. Sjálfur gekk ég fyrst í stjórnmálaflokk árið 1995 og var fyrstur í fjölskyldunni til þess í marga áratugi."Óhætt að kalla hana skörung ,,Katrín hefur alltaf verið mjög viljasterk og það hefur enginn lengi betur í átökum við hana. Ég hef sjaldan hlegið meira en þegar fólk sem þekkir hana ekkert heldur að hún sé handbendi eða peð einhvers annars; mín reynsla segir mér að hún ráði öllu sjálf." ,,Mamma og pabba voru hins vegar aldrei flokksbundin og héldu að við yrðum eins; mamma gekk fyrst í stjórnmálaflokk þegar Katrín var orðin varaformaður VG og braut þá þvert gegn eigin fyrirætlunum um að vera alltaf óháð. En hún vildi styðja dóttur sína eins og hún gæti.""Hún er á þönum allan daginnHverjir eru kostir og gallar að eiga systur sem er ráðherra? ,,Aðalgallinn er hversu sjaldan við hittumst; hún er á þönum allan daginn og stundum hittumst við fyrir tilviljun á málþingum og viðburðum. Einu sinni sat ég málþing um stöðu kvenna í kennslubókum þar sem hún hélt fína ræðu. Þegar ég sagði henni seinna að ræðan hefði verið góð kom í ljós að hún hafði alls ekki tekið eftir mér þar sem ég sat á fjórða bekk. En helsti kosturinn er að það er alltaf gaman þegar systkinum manns gengur vel og mér finnst það ágætt að fleiri kynnast systur minni og fá áhuga á henni. Hins vegar eru engin sérstök fríðindi falin í því að vera ættingi ráðherrans, sem betur fer því að þannig á það ekki að vera."Iðnaðarmenn gera allt fyrir hana,,Seinustu árin segjum við í fjölskyldunni oft: Ráðherrann ræður, enda segir það alla sögu um Katrínu. Við köllum hana líka stundum 'framkvæmdavaldið' vegna þess hversu framkvæmdasöm hún er. Tvisvar sinnum hefur hún stýrt húsfélagi í fjölbýli og í bæði skiptin var farið í stórframkvæmdir undir hennar öruggu stjórn (önnur framkvæmdin fékk raunar fegurðarverðlaun frá borginni). Þetta gat hún gert rúmlega tvítug og þó að flestir aðrir í blokkinni væru eldri fannst þeim alveg sjálfsagt að fylgja henni. Iðnaðarmenn eru greinilega mjög hændir að henni og gera ýmislegt fyrir hana sem þeir fást ekki til að gera fyrir aðra. Þannig að það er óhætt að kalla hana skörung, eins og raunar hefur fylgt þessu nafni í fjölskyldunni. Sem betur fer bætir hún það upp með því að vera mjög ljúf og skilningsrík. Ég og hún höfum alltaf verið í mjög góðu sambandi og aldrei rifist; hún er þó skapmeiri en ég."Katrín og Gunnar Sigvaldason eiginmaður hennar en þau eiga þrjá syni, Jakob, Illuga og Ármann Áka.Taugatrekkjandi að eiga ættingja í kosningabaráttuNú stendur þú á hliðarlínunni og fylgist með systur þinni - hvernig tilfinning er það? ,,Það er mjög taugatrekkjandi að eiga ættingja í kosningabaráttu og ég sakna áranna þegar ég þekkti engan persónulega sem var í pólítík og manni var þannig séð sama um útkomuna. Á hinn bóginn hef ég hvatt hana til að gefa kost á sér því að mér finnst það ekki gott fyrir Ísland að hæfileikafólk haldi sig til hlés. Svo vil ég gjarnan sjá Vinstrigræn sterk áfram."Katrín veit að systkini hennar eru í sama liði og hún Hvernig styðjið þið við bakið á systur ykkar? ,,Ég hef tekið sæti á lista hjá Vinstrigrænum í Reykjavík suður, sæti númer 20, næstum því neðst. Svo hef ég skrifað greinar á Smuguna í von um að það styrki það ágæta vinstrisinnaða vefrit. Annað hef ég ekki gert nema að vera til skrafs og ráðagerða eftir þörfum og horfa á sjónvarpið þegar hún er þar en annars horfi ég ekki mikið á sjónvarp." ,,Katrín veit að við systkini hennar erum með henni í liði hvernig sem allt velkist. Það hefur líka alltaf verið frekar mikil samstaða um pólitík í okkar fjölskyldu því að við höfum alltaf talað mikið saman og þekkjum hvort annað mjög vel. Einu sinni sagði maður sem kom inn í fjölskylduna tímabundið að við værum eins og ítölsk fjölskylda, bæði vegna þess hve náin við erum hvert öðru og vegna þess að allir tala stanslaust og hvíldarlaust." Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Við höfðum samband við Ármann Jakobsson 42 ára bróður Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og formann Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, til að forvitnast hvernig það er að eiga systur í kosningabaráttunni. Þá gaf Ármann sér tíma til að að líta til baka og rifja upp stundir þegar hann og Katrín voru yngri. Hvernig var (og er) að eiga Katrínu sem systur og áttu skemmtilega frásögn sem lýsir hennar karakter? ,,Katrín var yngsta barnið í fjölskyldunni og alltaf í miklu uppáhaldi enda var hún mjög fallegt og geðslegt barn. Hún var líka alltaf mjög róleg og yfirveguð, lærði snemma að lesa, var dugleg að teikna og lita," segir Ármann.Las bækur upp til agna ,,Um sex ára aldur fékk hún mjög mikinn áhuga á íslenskri náttúru og lengi var eftirlætisbókin hennar Landið þitt Ísland eftir Þorstein Jósepsson og Steindór frá Hlöðum, fjögurra binda uppsláttarverk, sem hún las upp til agna án þess reyndar að það sæi neitt á bókunum því að hún fór svo vel með bækur jafnvel sem barn. Þannig að hún er mjög fróð um Ísland en sérstakt hugðarefni hennar voru fossar og hún er örugglega ein fossafróðasta manneskja hérlendis. Fullorðið fólk og sérstaklega gamalt hélt mikið upp á Katrínu enda var hún í bréfaskiptum við ýmsar miðaldra og gamlar konur strax þegar hún var sjö eða átta ára. Þannig að hún var alltaf mjög róleg en samt ráðrík."Sverrir og Ármann Jakobssynir standa þétt við bakið á systur sinni í baráttunni. Við ræddum við Ármann (t.h.) en hann er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands.Hörkutól sem þolir leiðindin sem fylgja stjórnmálumHvenær tilkynnti Katrín ykkur að hún ætlaði sér að verða stjórnmálamaður og hvernig brugðust þið við þeirri ákvörðun?,,Það var snemma mikill áhugi á að fá Katrínu í starfið hjá VG en við bræðurnir vorum þar reyndar fyrir og eldri systir okkar hefur líka verið í starfinu. Katrín var kosningastjóri flokksins í Reykjavík vorið 2003 og þá um haustið talaði þáverandi varaformaður VG við hana og vildi gjarnan fá hana í sinn stað." ,,Hún hafði reyndar tekið sæti neðarlega á Reykjavíkurlistanum árið áður en þannig atvikaðist að hún tók sæti í borgarstjórn. Þannig að það kom mér ekki á óvart að hún færi í stjórnmálin því að við bræður vorum þar á undan henni og persónulega vildi ég gjarnan að hún sinnti stjórnmálum frekar en ég þar sem hún er miklu þolinmóðari og stjórnmálamenn þurfa að vera þolinmóðir; hún er líka hörkutól og þolir þessi leiðindi í stjórnmálunum miklu betur en ég. Sjálfur gekk ég fyrst í stjórnmálaflokk árið 1995 og var fyrstur í fjölskyldunni til þess í marga áratugi."Óhætt að kalla hana skörung ,,Katrín hefur alltaf verið mjög viljasterk og það hefur enginn lengi betur í átökum við hana. Ég hef sjaldan hlegið meira en þegar fólk sem þekkir hana ekkert heldur að hún sé handbendi eða peð einhvers annars; mín reynsla segir mér að hún ráði öllu sjálf." ,,Mamma og pabba voru hins vegar aldrei flokksbundin og héldu að við yrðum eins; mamma gekk fyrst í stjórnmálaflokk þegar Katrín var orðin varaformaður VG og braut þá þvert gegn eigin fyrirætlunum um að vera alltaf óháð. En hún vildi styðja dóttur sína eins og hún gæti.""Hún er á þönum allan daginnHverjir eru kostir og gallar að eiga systur sem er ráðherra? ,,Aðalgallinn er hversu sjaldan við hittumst; hún er á þönum allan daginn og stundum hittumst við fyrir tilviljun á málþingum og viðburðum. Einu sinni sat ég málþing um stöðu kvenna í kennslubókum þar sem hún hélt fína ræðu. Þegar ég sagði henni seinna að ræðan hefði verið góð kom í ljós að hún hafði alls ekki tekið eftir mér þar sem ég sat á fjórða bekk. En helsti kosturinn er að það er alltaf gaman þegar systkinum manns gengur vel og mér finnst það ágætt að fleiri kynnast systur minni og fá áhuga á henni. Hins vegar eru engin sérstök fríðindi falin í því að vera ættingi ráðherrans, sem betur fer því að þannig á það ekki að vera."Iðnaðarmenn gera allt fyrir hana,,Seinustu árin segjum við í fjölskyldunni oft: Ráðherrann ræður, enda segir það alla sögu um Katrínu. Við köllum hana líka stundum 'framkvæmdavaldið' vegna þess hversu framkvæmdasöm hún er. Tvisvar sinnum hefur hún stýrt húsfélagi í fjölbýli og í bæði skiptin var farið í stórframkvæmdir undir hennar öruggu stjórn (önnur framkvæmdin fékk raunar fegurðarverðlaun frá borginni). Þetta gat hún gert rúmlega tvítug og þó að flestir aðrir í blokkinni væru eldri fannst þeim alveg sjálfsagt að fylgja henni. Iðnaðarmenn eru greinilega mjög hændir að henni og gera ýmislegt fyrir hana sem þeir fást ekki til að gera fyrir aðra. Þannig að það er óhætt að kalla hana skörung, eins og raunar hefur fylgt þessu nafni í fjölskyldunni. Sem betur fer bætir hún það upp með því að vera mjög ljúf og skilningsrík. Ég og hún höfum alltaf verið í mjög góðu sambandi og aldrei rifist; hún er þó skapmeiri en ég."Katrín og Gunnar Sigvaldason eiginmaður hennar en þau eiga þrjá syni, Jakob, Illuga og Ármann Áka.Taugatrekkjandi að eiga ættingja í kosningabaráttuNú stendur þú á hliðarlínunni og fylgist með systur þinni - hvernig tilfinning er það? ,,Það er mjög taugatrekkjandi að eiga ættingja í kosningabaráttu og ég sakna áranna þegar ég þekkti engan persónulega sem var í pólítík og manni var þannig séð sama um útkomuna. Á hinn bóginn hef ég hvatt hana til að gefa kost á sér því að mér finnst það ekki gott fyrir Ísland að hæfileikafólk haldi sig til hlés. Svo vil ég gjarnan sjá Vinstrigræn sterk áfram."Katrín veit að systkini hennar eru í sama liði og hún Hvernig styðjið þið við bakið á systur ykkar? ,,Ég hef tekið sæti á lista hjá Vinstrigrænum í Reykjavík suður, sæti númer 20, næstum því neðst. Svo hef ég skrifað greinar á Smuguna í von um að það styrki það ágæta vinstrisinnaða vefrit. Annað hef ég ekki gert nema að vera til skrafs og ráðagerða eftir þörfum og horfa á sjónvarpið þegar hún er þar en annars horfi ég ekki mikið á sjónvarp." ,,Katrín veit að við systkini hennar erum með henni í liði hvernig sem allt velkist. Það hefur líka alltaf verið frekar mikil samstaða um pólitík í okkar fjölskyldu því að við höfum alltaf talað mikið saman og þekkjum hvort annað mjög vel. Einu sinni sagði maður sem kom inn í fjölskylduna tímabundið að við værum eins og ítölsk fjölskylda, bæði vegna þess hve náin við erum hvert öðru og vegna þess að allir tala stanslaust og hvíldarlaust."
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira