Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Louis Richardson einn helsti sérfræðingur IBM á sviði samfélagsmiðlunar hélt erindi á ráðstefnu Nýherja og TM Software í Hörpu á dögunum. Eins og sjá má ef myndirnar eru skoðaðar var fólki skemmt.

Um 300 manns hlýddu á fyrirlesarann og aðra fyrirlesara um hvernig hægt sé að ná því besta út úr starfsfólki og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari, skemmtilegri og skilvirkari með Social Business.




Að ráðstefnu lokinni hélt hópurinn á skemmtistaðinn Austur og ræddi málefni dagsins.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allt albúmið.