Víti til varnaðar fyrir kennara – veikindaréttur Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Eftir kreppu hefur það tíðkast hjá skólastjórnendum að ráða kennara til starfa í eitt ár í senn, sem sagt kennarar fá tímabundna ráðningu til eins árs í stað fastráðningar sem tíðkaðist fyrir kreppu. Veikindaréttur kennara hefur hingað til talist nokkuð góður, það er að segja að kennari með fastráðningu á rétt á launagreiðslum í veikindum í eitt ár og komist hann ekki aftur til starfa á hann rétt á dagpeningum úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins í allt að eitt ár til viðbótar. Nú getur viljað svo óheppilega til að kennari veikist á tímabili lausráðningar. Þá gildir engu um þann árafjölda sem hann hefur greitt félagsgjöld og fleira, hann er næstum réttlaus. Réttur hans til launa í veikindum gildir út ráðningartímabilið. Að því loknu er jú hægt að fá greiðslur úr sjúkrasjóði en aðeins til þess að bæta upp tekjumissi það sem eftir liggur upp í þetta eina ár sem ráðningarsamningur gildir. Segjum svo að kennari veikist í janúar. Hann er með ráðningarsamning sem gildir til 1. ágúst, hann er í veikindaleyfi í þá 8 mánuði sem eftir eru af ráðningarsamningnum og fær þá greidda frá vinnuveitanda. Nú dettur umræddur kennari út af launaskrá hjá viðkomandi vinnuveitanda og getur þá sótt um greiðslur úr sjúkrasjóði en vegna þess að hann var lausráðinn greiðir sjúkrasjóður KÍ einungis þá 4 mánuði sem upp á vantaði og ekki krónu meir, réttur kennarans til greiðslna í eitt ár er dottinn út við það að vera lausráðinn. Niðurstaðan er sú að kennari sem veikist í tímabundinni ráðningu fyrirgerir veikindarétti sínum. Kennarastéttin er að eldast og ekki ólíklegt að þeir sem kennt hafa í mörg ár þurfi að leita til síns stéttarfélags með fjárhagsleg úrræði þegar heilsunni fer að hraka. Hafi þeir asnast til að taka að sér sértæk verkefni sem veita aðeins lausráðningu þá eru þeir settir út á guð og gaddinn. Satt að segja er það virkilega sár upplifun fyrir fólk sem hefur skilað sínu til kennarastéttarinnar en horfir nú fram á heilsubrest að standa frammi fyrir þeim fjárhagsáhyggjum sem slík brotalöm í kjarasamningum veldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Eftir kreppu hefur það tíðkast hjá skólastjórnendum að ráða kennara til starfa í eitt ár í senn, sem sagt kennarar fá tímabundna ráðningu til eins árs í stað fastráðningar sem tíðkaðist fyrir kreppu. Veikindaréttur kennara hefur hingað til talist nokkuð góður, það er að segja að kennari með fastráðningu á rétt á launagreiðslum í veikindum í eitt ár og komist hann ekki aftur til starfa á hann rétt á dagpeningum úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins í allt að eitt ár til viðbótar. Nú getur viljað svo óheppilega til að kennari veikist á tímabili lausráðningar. Þá gildir engu um þann árafjölda sem hann hefur greitt félagsgjöld og fleira, hann er næstum réttlaus. Réttur hans til launa í veikindum gildir út ráðningartímabilið. Að því loknu er jú hægt að fá greiðslur úr sjúkrasjóði en aðeins til þess að bæta upp tekjumissi það sem eftir liggur upp í þetta eina ár sem ráðningarsamningur gildir. Segjum svo að kennari veikist í janúar. Hann er með ráðningarsamning sem gildir til 1. ágúst, hann er í veikindaleyfi í þá 8 mánuði sem eftir eru af ráðningarsamningnum og fær þá greidda frá vinnuveitanda. Nú dettur umræddur kennari út af launaskrá hjá viðkomandi vinnuveitanda og getur þá sótt um greiðslur úr sjúkrasjóði en vegna þess að hann var lausráðinn greiðir sjúkrasjóður KÍ einungis þá 4 mánuði sem upp á vantaði og ekki krónu meir, réttur kennarans til greiðslna í eitt ár er dottinn út við það að vera lausráðinn. Niðurstaðan er sú að kennari sem veikist í tímabundinni ráðningu fyrirgerir veikindarétti sínum. Kennarastéttin er að eldast og ekki ólíklegt að þeir sem kennt hafa í mörg ár þurfi að leita til síns stéttarfélags með fjárhagsleg úrræði þegar heilsunni fer að hraka. Hafi þeir asnast til að taka að sér sértæk verkefni sem veita aðeins lausráðningu þá eru þeir settir út á guð og gaddinn. Satt að segja er það virkilega sár upplifun fyrir fólk sem hefur skilað sínu til kennarastéttarinnar en horfir nú fram á heilsubrest að standa frammi fyrir þeim fjárhagsáhyggjum sem slík brotalöm í kjarasamningum veldur.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun