Neytendur ósáttir við eindagabreytingu ÍLS Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. mars 2013 06:00 fréttablaðið/Vilhelm Frá og með næstu mánaðamótum verður eindagi á lánum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) 4. hvers mánaðar, en ekki 15. eins og verið hefur. Eindaginn er því þremur dögum eftir gjalddaga. Breytingin skilar ÍLS 80 milljónum króna í auknar tekjur. Sjóðurinn segir hins vegar að vaxtatap hvers lánþega verði aldrei meira en 150 krónur á ári. Þar er átt við tapaðar vaxtatekjur sem annars fengjust af því að hafa upphæðina lengur inni á reikningum greiðenda. Kvartanir yfir málinu hafa borist inn á borð Neytendasamtakanna og stjórn þeirra mun fjalla um málið 20. þessa mánaðar. „Auðvitað getur þetta haft erfiðleika í för með sér fyrir einhverja. Við teljum að þetta sé gert með mjög stuttum fyrirvara og hann hefði átt að vera lengri," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Breytingin hefur þegar orðið og mun vera í gildi við afborganir um næstu mánaðamót. „Engar kvaðir eru í lögum, reglugerðum eða á skuldabréfum sjóðsins, um það hversu mörgum dögum eftir gjalddaga eindaginn er," segir í tilkynningu frá ÍLS. „Langt eindagatímabil var upphaflega til þess ætlað að veita mönnum svigrúm til þess að komast í banka til að greiða af húsnæðislánum sínum. Í dag greiða flestir rafrænt, ýmist með skuldfærslum eða í heimabanka, og því lítil rök fyrir löngu eindagatímabili." Þá segir að stytting eindagatímabilsins sé liður í hagræðingaraðgerðum sjóðsins en stjórnvöld hafi gert kröfu um hagræðingu í rekstri hans. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Frá og með næstu mánaðamótum verður eindagi á lánum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) 4. hvers mánaðar, en ekki 15. eins og verið hefur. Eindaginn er því þremur dögum eftir gjalddaga. Breytingin skilar ÍLS 80 milljónum króna í auknar tekjur. Sjóðurinn segir hins vegar að vaxtatap hvers lánþega verði aldrei meira en 150 krónur á ári. Þar er átt við tapaðar vaxtatekjur sem annars fengjust af því að hafa upphæðina lengur inni á reikningum greiðenda. Kvartanir yfir málinu hafa borist inn á borð Neytendasamtakanna og stjórn þeirra mun fjalla um málið 20. þessa mánaðar. „Auðvitað getur þetta haft erfiðleika í för með sér fyrir einhverja. Við teljum að þetta sé gert með mjög stuttum fyrirvara og hann hefði átt að vera lengri," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Breytingin hefur þegar orðið og mun vera í gildi við afborganir um næstu mánaðamót. „Engar kvaðir eru í lögum, reglugerðum eða á skuldabréfum sjóðsins, um það hversu mörgum dögum eftir gjalddaga eindaginn er," segir í tilkynningu frá ÍLS. „Langt eindagatímabil var upphaflega til þess ætlað að veita mönnum svigrúm til þess að komast í banka til að greiða af húsnæðislánum sínum. Í dag greiða flestir rafrænt, ýmist með skuldfærslum eða í heimabanka, og því lítil rök fyrir löngu eindagatímabili." Þá segir að stytting eindagatímabilsins sé liður í hagræðingaraðgerðum sjóðsins en stjórnvöld hafi gert kröfu um hagræðingu í rekstri hans.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira