Sækja ellefu milljarða til þrotabúanna Valur Grettisson skrifar 2. október 2013 07:00 Slitastjórnir þurfa að borga rúmlega ellefu milljarða í skatt. „Þarna er um umtalsverða fjármuni að ræða,“ sagði Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verða þrotabúa gömlu bankanna ekki undanþegin bankaskatti. Bankaskattur á heildarskuldir lánafyrirtækja og fyrirtækja sem hafa heimild til að taka við innlánum hækkar úr 0,041% í 0,145%. Í frumvarpinu segir að kostnaðurinn sé til kominn til þess að mæta þeim mikla kostnaði sem hefur fallið á ríkissjóð vegna bankahrunsins. Tekjuáhrif þessarar aðgerðar eru áætluð 14,2 milljarðar króna á næsta ári. Áætlað er að þar af komi um 11,3 milljarðar í tekjur af „lögaðilum í slitameðferð“, þ.e. þrotabúunum. „Þetta er töluverð hækkun,“ segir Steinunn og bætir við að forsendur hækkunarinnar verði kannaðar á næstu dögum. Hún segist ekki geta tjáð sig efnislega um hækkunina í ljósi þess að hún var ekki búin að kynna sér frumvarpið nægilega vel. „Þetta verður hugsanlega rætt á kröfuhafafundinum,“ sagði Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnar gamla Landsbankans. Slitastjórnin heldur kröfuhafafund á Hótel Reykjavík Natura í dag. Hann tekur í sama streng og Steinunn og segir að málið verði skoðað á næstu dögum og að slitastjórn hafi ekki gefist ráðrúm til þess að kanna áhrif skattsins á þrotabúið. Líkt og Steinunn vissi hann ekki af fyrirhuguðum skatti fyrr en eftir að ríkisstjórnin kynnti frumvarpið í gær. Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki hafi verið markmið lagasetningarinnar, meðal annars með því að afla ríkinu tekna til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hefur á ríkissjóð vegna hruns íslenska fjármálakerfisins. Fjármálafyrirtæki í slitameðferð hafa verið undanþegin greiðslu skattsins undanfarin ár en í frumvarpinu segir að ekki þyki ástæða til að viðhalda þeirri undanþágu. Féð sem fæst með skattinum á þrotabúin, sem er rúmlega ellefu milljarðar, mun verða 85 prósent af nettóáhrifum af skattabreytingunum í fjárlagafrumvarpinu. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hafði ekki kynnt sér fjárlagafrumvarpið í gær og treysti sér ekki til að tjá sig um það. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
„Þarna er um umtalsverða fjármuni að ræða,“ sagði Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verða þrotabúa gömlu bankanna ekki undanþegin bankaskatti. Bankaskattur á heildarskuldir lánafyrirtækja og fyrirtækja sem hafa heimild til að taka við innlánum hækkar úr 0,041% í 0,145%. Í frumvarpinu segir að kostnaðurinn sé til kominn til þess að mæta þeim mikla kostnaði sem hefur fallið á ríkissjóð vegna bankahrunsins. Tekjuáhrif þessarar aðgerðar eru áætluð 14,2 milljarðar króna á næsta ári. Áætlað er að þar af komi um 11,3 milljarðar í tekjur af „lögaðilum í slitameðferð“, þ.e. þrotabúunum. „Þetta er töluverð hækkun,“ segir Steinunn og bætir við að forsendur hækkunarinnar verði kannaðar á næstu dögum. Hún segist ekki geta tjáð sig efnislega um hækkunina í ljósi þess að hún var ekki búin að kynna sér frumvarpið nægilega vel. „Þetta verður hugsanlega rætt á kröfuhafafundinum,“ sagði Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnar gamla Landsbankans. Slitastjórnin heldur kröfuhafafund á Hótel Reykjavík Natura í dag. Hann tekur í sama streng og Steinunn og segir að málið verði skoðað á næstu dögum og að slitastjórn hafi ekki gefist ráðrúm til þess að kanna áhrif skattsins á þrotabúið. Líkt og Steinunn vissi hann ekki af fyrirhuguðum skatti fyrr en eftir að ríkisstjórnin kynnti frumvarpið í gær. Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki hafi verið markmið lagasetningarinnar, meðal annars með því að afla ríkinu tekna til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hefur á ríkissjóð vegna hruns íslenska fjármálakerfisins. Fjármálafyrirtæki í slitameðferð hafa verið undanþegin greiðslu skattsins undanfarin ár en í frumvarpinu segir að ekki þyki ástæða til að viðhalda þeirri undanþágu. Féð sem fæst með skattinum á þrotabúin, sem er rúmlega ellefu milljarðar, mun verða 85 prósent af nettóáhrifum af skattabreytingunum í fjárlagafrumvarpinu. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hafði ekki kynnt sér fjárlagafrumvarpið í gær og treysti sér ekki til að tjá sig um það.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent