Innlent

Læknar reyna að halda aðstandendum frá

„Aðstandendur eru óttalegur vandræðahópur en það eru þeir sem standa sjúklingnum næst og af fenginni reynslu hvet ég fólk til að berjast fyrir því að upplýsingum sé ekki haldið frá þeim sem læknar hafa tilhneygingu til að gera.“

Þetta segir Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, í viðtali við Ísland í dag en Jón missti dóttur sína, hina 28 ára Katrínu Kolku, út krabbameini fyrir tveimur árum. Katrín skilur eftir sig einn son, Valdimar Kolka sem er sjö ára í dag.

Jón hefur miklar áhyggjur af heilbrigðiskerfinu á Íslandi sem hann segir sífellt fara versnandi og undrast hann áherslur stjórnvalda í heilbrigðismálum sem og forgangsröðunina. Hér má sjá viðtalið við Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×