Strangar reglur um val á páfa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2013 14:23 Þegar Benedikt páfi lætur af störfum þann 28. febrúar þarf að huga að því að velja nýjan leiðtoga fyrir 1,2 milljarða kaþólikka um heim allan. Mjög strangar reglur og miklar hefðir fylgja páfakjörinu. Kjörið má ekki hefjast fyrr en fimmtán dögum eftir andlát páfa. Í fyrsta skipti í sex aldir lætur páfi hins vegar af störfum og því fer ekki í hönd hið hefðbundna tveggja vikna tímabil þar sem fráfarandi páfi er syrgður. Talið er að páfakjörið gæti farið fram um miðjan mars. Þá koma kardinálar frá öllum heimshornum saman og mynda sérstaka ráðsnefnd páfans. Kardinálarnir mega ekki ræða kjörið við nokkurn mann auk þess sem umræður þeirra á milli mega ekki hefjast fyrr en þeir hafa verið læstir inni í Vatikaninu í Róm. Fyrstu páfakjörin fóru fram í bænum Viterbo á Ítalíu. Árið 1271 höfðu páfarnir reynt að komast að niðurstöðu í 33 mánuði þegar íbúar bæjarins fengu nóg. Þeir hvöttu yfirvöld til þess að læsa kardinálana inni, draga úr matarskömmtum þeirra og láta fjarlægja þakið að húsnæðinu. Allt til þess að flýta fyrir ákvarðanatöku kardinálanna. Gregory tíundi var kjörinn skömmu síðar og talaði hann fyrir breyttum reglum við páfakjörið sem tóku gildi þremur árum síðar. Þar kom fram að kardinálarnir þyrftu að hittast á afskekktum stað og dregið yrði úr matargjöf til þeirra smátt og smátt þar til aðeins væri vatn og brauð í boði.Jóhannes Páll páfi á Yankee-leikvanginum í New York.Nordicphotos/GettyHvort það var vegna nýju breytinganna eða ekki þá var næsti páfi kjörinn á einum degi. Sá næsti eftir sjö. Þangað til 2005 var full ástæða fyrir kardinálana að kvíða páfakjörinu. Kardinálarnir, sem flestir eru í eldri kantinum, dvöldu í pínulitlum og vesældarlegum herbergjum í Vatíkaninu. Jóhannes Páll páfi II fékk samþykktar reglur árið 1996 sem kváðu á um að kardinálarnir fengu að gista í svítum og herbergjum, öll með sér baðherbergi, í nýju gistihúsi innan Vatíkansins. Þaðan fara þeir með strætisvagni í Sixtínsku kapelluna þar sem atkvæðagreiðslan fer fram.Kardinálarnir á samkomustund í Sixtínsku kapellunni.Nordicphotos/GettyAllar dyr að þeim hluta Vatíkansins sem kjörið fer fram eru innsiglaðar. Allt sem fer til kardinálanna, jafnvel maturinn, er skoðað gaumgæfilega. Yfirleitt liggur fyrir hverjir þykja líklegastir til þess að hreppa hnossið þegar atvkæðagreiðslan fer fram. Þó telja kaþólikkar að kardinálunum sé beint í rétta átt af guði í formi heilags anda. Því geti í rauninni allt gerst þótt einhverjir séu fyrirfram taldir líklegastir. Kjör Karol Wojtyla, sem tók upp nafnið Jóhannes Páll, árið 1978 kom mjög á óvart. Hann þótti ekki líklegur til þess að verða kjörinn. Hins vegar töldu flestir að Joseph Ratzinger, Benedikt sextándi, yrði páfi árið 2005 sem varð raunin.Svartan reyk leggur frá þaki kapellunnar.Nordicphotos/GettyÍ öðrum enda Sixtínsku kapellunnar eru lítill ofn þar sem atkvæðaseðlarnir í páfakjörinu eru brenndir. Ofninn er útbúinn þannig að reykurinn frá honum liðast upp á þak kapellunnar. Þar til niðurstaða fæst er kosið tvisvar að morgni og tvisvar að kvöldi. Reykur liðast því upp á þak kapellunnar fjórum sinnum á dag þar til nýr páfi er kjörinn. Til ársins 1996 þurfti tvo þriðju hluta atkvæða til þess að vinna sigur. Á meðan enginn náði því hlutfalli voru atkvæðaseðlarnir brenndir ásamt því sem blautt hey var sett í ofninn. Úr varð svartur reykur til merkis um að kjósa þyrfti aftur. Þessu var breytt árið 1996 á þann veg að hefði ekki náðst niðurstaða eftir þrettán daga dugar hreinn meirihluti. Þegar niðustaðan liggur fyrir eru seðlarnir brenndir einir og sér svo úr verður hvítur reykur. Komið hefur fyrir að erfitt sé að greina á milli þess hvort um hvítan eða svartan reyk sé að ræða. Árið 1958 tókst fréttamönnum í Vatíkaninu ekki betur upp við litgreininguna en svo að nýr páfi var sagður krýndur degi of snemma. Nýr páfi velur sér nafn en engar sérstakar reglur fylgja því vali. Yfirleitt tekur nýr páfi upp nafn dýrlings sem hann heldur upp á eða heiðrar minningu fyrri páfa með hans nafni. Greinin er byggð á umfjöllun á Vísindavefnum og Guardian.Kjöri páfans árið 2005 var fagnað ógurlega á torgi heilags Péturs.Nordicphotos/GettyHvítan reyk leggur frá þaki kapellunnar. Nýr páfi hefur verið valinn.Nordicphotos/GettyBenedikt sextándi stýrir skírnarathöfn í Sixtínsku kapellunni.Nordicphotos/Getty Tengdar fréttir Nýr páfi valinn fyrir páska Búist er við því að nýr páfi verði kjörinn fyrir páska. Þessar upplýsingar hefur BBC fréttastofan frá Vatíkaninu. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag hefur Benedikt sextándi tilkynnt að hann muni segja af sér, en hann ætlar að hætta í lok febrúar. Páskadagur er síðasti dagurinn í mars. 11. febrúar 2013 15:17 Benedikt sextándi segir af sér Benedikt sextándi páfi ætlar að segja af sér embætti. Ítalskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Hann ætlar að hætta þann 28. febrúar næstkomandi. 11. febrúar 2013 11:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Þegar Benedikt páfi lætur af störfum þann 28. febrúar þarf að huga að því að velja nýjan leiðtoga fyrir 1,2 milljarða kaþólikka um heim allan. Mjög strangar reglur og miklar hefðir fylgja páfakjörinu. Kjörið má ekki hefjast fyrr en fimmtán dögum eftir andlát páfa. Í fyrsta skipti í sex aldir lætur páfi hins vegar af störfum og því fer ekki í hönd hið hefðbundna tveggja vikna tímabil þar sem fráfarandi páfi er syrgður. Talið er að páfakjörið gæti farið fram um miðjan mars. Þá koma kardinálar frá öllum heimshornum saman og mynda sérstaka ráðsnefnd páfans. Kardinálarnir mega ekki ræða kjörið við nokkurn mann auk þess sem umræður þeirra á milli mega ekki hefjast fyrr en þeir hafa verið læstir inni í Vatikaninu í Róm. Fyrstu páfakjörin fóru fram í bænum Viterbo á Ítalíu. Árið 1271 höfðu páfarnir reynt að komast að niðurstöðu í 33 mánuði þegar íbúar bæjarins fengu nóg. Þeir hvöttu yfirvöld til þess að læsa kardinálana inni, draga úr matarskömmtum þeirra og láta fjarlægja þakið að húsnæðinu. Allt til þess að flýta fyrir ákvarðanatöku kardinálanna. Gregory tíundi var kjörinn skömmu síðar og talaði hann fyrir breyttum reglum við páfakjörið sem tóku gildi þremur árum síðar. Þar kom fram að kardinálarnir þyrftu að hittast á afskekktum stað og dregið yrði úr matargjöf til þeirra smátt og smátt þar til aðeins væri vatn og brauð í boði.Jóhannes Páll páfi á Yankee-leikvanginum í New York.Nordicphotos/GettyHvort það var vegna nýju breytinganna eða ekki þá var næsti páfi kjörinn á einum degi. Sá næsti eftir sjö. Þangað til 2005 var full ástæða fyrir kardinálana að kvíða páfakjörinu. Kardinálarnir, sem flestir eru í eldri kantinum, dvöldu í pínulitlum og vesældarlegum herbergjum í Vatíkaninu. Jóhannes Páll páfi II fékk samþykktar reglur árið 1996 sem kváðu á um að kardinálarnir fengu að gista í svítum og herbergjum, öll með sér baðherbergi, í nýju gistihúsi innan Vatíkansins. Þaðan fara þeir með strætisvagni í Sixtínsku kapelluna þar sem atkvæðagreiðslan fer fram.Kardinálarnir á samkomustund í Sixtínsku kapellunni.Nordicphotos/GettyAllar dyr að þeim hluta Vatíkansins sem kjörið fer fram eru innsiglaðar. Allt sem fer til kardinálanna, jafnvel maturinn, er skoðað gaumgæfilega. Yfirleitt liggur fyrir hverjir þykja líklegastir til þess að hreppa hnossið þegar atvkæðagreiðslan fer fram. Þó telja kaþólikkar að kardinálunum sé beint í rétta átt af guði í formi heilags anda. Því geti í rauninni allt gerst þótt einhverjir séu fyrirfram taldir líklegastir. Kjör Karol Wojtyla, sem tók upp nafnið Jóhannes Páll, árið 1978 kom mjög á óvart. Hann þótti ekki líklegur til þess að verða kjörinn. Hins vegar töldu flestir að Joseph Ratzinger, Benedikt sextándi, yrði páfi árið 2005 sem varð raunin.Svartan reyk leggur frá þaki kapellunnar.Nordicphotos/GettyÍ öðrum enda Sixtínsku kapellunnar eru lítill ofn þar sem atkvæðaseðlarnir í páfakjörinu eru brenndir. Ofninn er útbúinn þannig að reykurinn frá honum liðast upp á þak kapellunnar. Þar til niðurstaða fæst er kosið tvisvar að morgni og tvisvar að kvöldi. Reykur liðast því upp á þak kapellunnar fjórum sinnum á dag þar til nýr páfi er kjörinn. Til ársins 1996 þurfti tvo þriðju hluta atkvæða til þess að vinna sigur. Á meðan enginn náði því hlutfalli voru atkvæðaseðlarnir brenndir ásamt því sem blautt hey var sett í ofninn. Úr varð svartur reykur til merkis um að kjósa þyrfti aftur. Þessu var breytt árið 1996 á þann veg að hefði ekki náðst niðurstaða eftir þrettán daga dugar hreinn meirihluti. Þegar niðustaðan liggur fyrir eru seðlarnir brenndir einir og sér svo úr verður hvítur reykur. Komið hefur fyrir að erfitt sé að greina á milli þess hvort um hvítan eða svartan reyk sé að ræða. Árið 1958 tókst fréttamönnum í Vatíkaninu ekki betur upp við litgreininguna en svo að nýr páfi var sagður krýndur degi of snemma. Nýr páfi velur sér nafn en engar sérstakar reglur fylgja því vali. Yfirleitt tekur nýr páfi upp nafn dýrlings sem hann heldur upp á eða heiðrar minningu fyrri páfa með hans nafni. Greinin er byggð á umfjöllun á Vísindavefnum og Guardian.Kjöri páfans árið 2005 var fagnað ógurlega á torgi heilags Péturs.Nordicphotos/GettyHvítan reyk leggur frá þaki kapellunnar. Nýr páfi hefur verið valinn.Nordicphotos/GettyBenedikt sextándi stýrir skírnarathöfn í Sixtínsku kapellunni.Nordicphotos/Getty
Tengdar fréttir Nýr páfi valinn fyrir páska Búist er við því að nýr páfi verði kjörinn fyrir páska. Þessar upplýsingar hefur BBC fréttastofan frá Vatíkaninu. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag hefur Benedikt sextándi tilkynnt að hann muni segja af sér, en hann ætlar að hætta í lok febrúar. Páskadagur er síðasti dagurinn í mars. 11. febrúar 2013 15:17 Benedikt sextándi segir af sér Benedikt sextándi páfi ætlar að segja af sér embætti. Ítalskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Hann ætlar að hætta þann 28. febrúar næstkomandi. 11. febrúar 2013 11:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Nýr páfi valinn fyrir páska Búist er við því að nýr páfi verði kjörinn fyrir páska. Þessar upplýsingar hefur BBC fréttastofan frá Vatíkaninu. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag hefur Benedikt sextándi tilkynnt að hann muni segja af sér, en hann ætlar að hætta í lok febrúar. Páskadagur er síðasti dagurinn í mars. 11. febrúar 2013 15:17
Benedikt sextándi segir af sér Benedikt sextándi páfi ætlar að segja af sér embætti. Ítalskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Hann ætlar að hætta þann 28. febrúar næstkomandi. 11. febrúar 2013 11:00