Markmiðið hlýtur að vera að dæla upp olíu 11. febrúar 2013 22:03 Umhverfisráðherra sem og þeir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem til máls tóku lýstu efasemdum um olíuleit í þingumræðum í dag um Drekasvæðið. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem hóf umræðuna, spurði atvinnuvegaráðherra hvert markmiðið væri með olíuleitinni sem búið væri að leyfa. Steingrímur J. Sigfússon svaraði að markmiðið væri að kanna hvort líkur væru á að olíu eða gas væri að finna í vinnanlegu magni á íslenska landgrunninu. Formaður Framsóknarflokksins benti á að ráðherrann viðurkenndi ekki að markmiðið með sérleyfunum væri olíuvinnsla. „Þá hlýtur auðvitað markmiðið að vera það, ef slíkar lindir finnast, að fara að dæla upp olíunni og gasinu. Og það hlýtur að vera hægt að viðurkenna það," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og bætti við að það stæði á forsíðu samninganna, sem búið væri að undirrita, að þeir væru um leit og vinnslu. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, var meðal þeirra sem settu spurningamerki við olíuleit og sagði að metnaðarfyllstu markmið varðandi olíuleit lytu að því að útrýma algjörlega notkun jarðefnaeldsneytis á 21. öldinni: „Og við þurfum þá að spyrja okkur: Ætlum við að styðja þau markmið? Og hvernig samrýmist það þá vinnslu á jarðefnaeldsneyti?" spurði Guðmundur. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði að á Drekasvæðinu væru sumarstöðvar síldar, kolmunna og makríls, auk þess sem svæðið væri mikilvægt fyrir loðnu. „Og þá verðum við að spyrja okkur: Hversu mikla áhættu er verjandi að taka?" Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vitnaði til orða sjávarútvegsráðherra Noregs um að sambúð fiskveiða og olíuvinnslu hefði gengið með afbrigðum vel í Noregi. „Á þá að fara að blása upp hér einhverja drauga um að það sé eitthvað öðruvísi hér á landi?" Sigurður Ingi spurði hvort Íslendingar ætluðu ekki að horfa til þeirra sem best hefði vegnað í heiminum, einnig í náttúruvernd. „Eða ætla þessir aðilar sem hér hafa komið upp að halda því fram að Norðmenn séu umhverfissóðar?" Tengdar fréttir Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26. janúar 2013 19:07 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Umhverfisráðherra sem og þeir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem til máls tóku lýstu efasemdum um olíuleit í þingumræðum í dag um Drekasvæðið. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem hóf umræðuna, spurði atvinnuvegaráðherra hvert markmiðið væri með olíuleitinni sem búið væri að leyfa. Steingrímur J. Sigfússon svaraði að markmiðið væri að kanna hvort líkur væru á að olíu eða gas væri að finna í vinnanlegu magni á íslenska landgrunninu. Formaður Framsóknarflokksins benti á að ráðherrann viðurkenndi ekki að markmiðið með sérleyfunum væri olíuvinnsla. „Þá hlýtur auðvitað markmiðið að vera það, ef slíkar lindir finnast, að fara að dæla upp olíunni og gasinu. Og það hlýtur að vera hægt að viðurkenna það," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og bætti við að það stæði á forsíðu samninganna, sem búið væri að undirrita, að þeir væru um leit og vinnslu. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, var meðal þeirra sem settu spurningamerki við olíuleit og sagði að metnaðarfyllstu markmið varðandi olíuleit lytu að því að útrýma algjörlega notkun jarðefnaeldsneytis á 21. öldinni: „Og við þurfum þá að spyrja okkur: Ætlum við að styðja þau markmið? Og hvernig samrýmist það þá vinnslu á jarðefnaeldsneyti?" spurði Guðmundur. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði að á Drekasvæðinu væru sumarstöðvar síldar, kolmunna og makríls, auk þess sem svæðið væri mikilvægt fyrir loðnu. „Og þá verðum við að spyrja okkur: Hversu mikla áhættu er verjandi að taka?" Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vitnaði til orða sjávarútvegsráðherra Noregs um að sambúð fiskveiða og olíuvinnslu hefði gengið með afbrigðum vel í Noregi. „Á þá að fara að blása upp hér einhverja drauga um að það sé eitthvað öðruvísi hér á landi?" Sigurður Ingi spurði hvort Íslendingar ætluðu ekki að horfa til þeirra sem best hefði vegnað í heiminum, einnig í náttúruvernd. „Eða ætla þessir aðilar sem hér hafa komið upp að halda því fram að Norðmenn séu umhverfissóðar?"
Tengdar fréttir Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26. janúar 2013 19:07 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26. janúar 2013 19:07