Eru hvalveiðar nauðsynlegar? Birna Björk Árnadóttir skrifar 7. júní 2013 08:44 Árið 1947 var fyrirtækið Hvalur hf. stofnað og hvalveiðar voru stundaðar til ársins 1989. Veiðar og vinnsla hvalaafurða fyrirtækisins skapaði fjölda starfa og mikilvægar tekjur. Hvalveiðibannið 1989 kom til vegna mikillar andstöðu við hvalveiðar á alþjóðavettvangi, m.a. í helstu markaðslöndum Íslendinga, og óvissu um ástand hvalastofna. Hvalveiðibannið stóð í 20 ár en árið 2009 var gefin heimild til að veiða langreyði út árið 2013. Í ár er heimilt að skjóta að hámarki 154 langreyðar og þessi dýr ætlar Hvalur hf. að veiða í sumar. Lengi vel var ég hlynnt hvalveiðum með þeim rökum sem hvalveiðar eru oftast réttlættar með: Tegundirnar sem við veiðum eru ekki í útrýmingarhættu, það er réttur fullvalda þjóðar að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt, hvalurinn er að éta okkur út á gaddinn og síðast en ekki síst eru hvalveiðar arðbær grein sem skilar útflutningstekjum í þjóðarbúið. Ég er búin að skipta um skoðun og það hafa líklega fleiri gert. Þrátt fyrir að tilteknir hvalastofnar séu ekki lengur á bláþröskuldi útrýmingar eru hvalveiðarnar hluti af fortíð okkar en ekki framtíð. Rökin um að við eigum að veiða hvali af því að við megum það og getum það eru bæði úrelt og hallærisleg í alþjóðasamfélaginu sem við búum í. Þess vegna er sorglegt að heyra nýjan ráðherra sjávarútvegsmála vísa til aldagamallar hefðar við nýtingu auðlinda og skorts á skilningi þegar hvalveiðar eru gagnrýndar í erlendum fjölmiðlum. Vegna samkeppni um fæðuna í sjónum má benda á að aðrar hvalategundir stunda einnig fiska- og krabbadýraát, auk þess sem ýmsir aðrir þættir ógna lífríkinu umhverfis landið, svo sem hlýnun og súrnun hafsins vegna loftslagsbreytinga.Dræm sala En hversu nauðsynlegt og skynsamlegt er að veiða 154 langreyðar? Við erum náttúrulega ekki að stunda frumbyggjaveiðar og því er þetta ekki spurning um byggðasjónarmið þó að tímabundin atvinna skapist í Hvalfirðinum. Einhverra hluta vegna stendur íslenskum almenningi ekki til boða að kaupa afurðir af langreyðum en allt kjötið er flutt út. Engar vörur eru fullunnar hér á landi og því er í raun um að ræða hráefnisútflutning. Eina markaðslandið er Japan og þar gengur ekki betur að selja kjötið en svo að hluti aflans frá vertíðunum 2009-10 er enn óseldur og geymdur í frystigeymslum þar í landi. Þetta er staðan þrátt fyrir fjölmargar söluferðir til Japans á umliðnum árum og reglulegar fullyrðingar um að markaðurinn sé að glæðast. Svörin við dræmri sölu eru samdráttur í japanska efnahagslífinu vegna jarðskjálftans árið 2011. Sá hörmulegi atburður veikti japanskt efnahagslíf og einkaneyslu, en getur ekki líka verið að nýjar kynslóðir Japana hafi breyttan matarsmekk og kjósi aðrar matvörur fram yfir langreyðina? Líklega hefur þrýstingur frá umhverfis- og dýraverndunarsamtökum haft sitt að segja en nýlega bárust fréttir frá Japan um að framleiðslu á lúxushundamat úr hvalkjöti hafi verið hætt. Hvað það er sem drífur stjórn Hvals hf. áfram til hvalveiða í óþökk heimsbyggðarinnar er með öllu óskiljanlegt. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa engan áhuga á að upplýsa um kostnaðinn við hvalveiðarnar eða hversu miklum fjármunum á yfirleitt að fórna til að koma hvalkjötinu ofan í Japani. Erum við ef til vill að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Gleymum ekki að þær þjóðir sem við eigum í mestum viðskiptum við leggjast gegn hvalveiðum í atvinnuskyni og viðskiptum með hvalaafurðir. Eins og staðan er í dag er aðeins einn maður sem hefur það í hendi sér hvort þessar langreyðar verða veiddar eða ekki. Mikið vildi ég óska að hann léti af þessari hvalveiðiþrjósku og fyndi kröftum sínum og fjármunum annan farveg. Braggabyggðin í Hvalfirði og gömlu hvalveiðiskipin bjóða nefnilega upp á ótal tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1947 var fyrirtækið Hvalur hf. stofnað og hvalveiðar voru stundaðar til ársins 1989. Veiðar og vinnsla hvalaafurða fyrirtækisins skapaði fjölda starfa og mikilvægar tekjur. Hvalveiðibannið 1989 kom til vegna mikillar andstöðu við hvalveiðar á alþjóðavettvangi, m.a. í helstu markaðslöndum Íslendinga, og óvissu um ástand hvalastofna. Hvalveiðibannið stóð í 20 ár en árið 2009 var gefin heimild til að veiða langreyði út árið 2013. Í ár er heimilt að skjóta að hámarki 154 langreyðar og þessi dýr ætlar Hvalur hf. að veiða í sumar. Lengi vel var ég hlynnt hvalveiðum með þeim rökum sem hvalveiðar eru oftast réttlættar með: Tegundirnar sem við veiðum eru ekki í útrýmingarhættu, það er réttur fullvalda þjóðar að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt, hvalurinn er að éta okkur út á gaddinn og síðast en ekki síst eru hvalveiðar arðbær grein sem skilar útflutningstekjum í þjóðarbúið. Ég er búin að skipta um skoðun og það hafa líklega fleiri gert. Þrátt fyrir að tilteknir hvalastofnar séu ekki lengur á bláþröskuldi útrýmingar eru hvalveiðarnar hluti af fortíð okkar en ekki framtíð. Rökin um að við eigum að veiða hvali af því að við megum það og getum það eru bæði úrelt og hallærisleg í alþjóðasamfélaginu sem við búum í. Þess vegna er sorglegt að heyra nýjan ráðherra sjávarútvegsmála vísa til aldagamallar hefðar við nýtingu auðlinda og skorts á skilningi þegar hvalveiðar eru gagnrýndar í erlendum fjölmiðlum. Vegna samkeppni um fæðuna í sjónum má benda á að aðrar hvalategundir stunda einnig fiska- og krabbadýraát, auk þess sem ýmsir aðrir þættir ógna lífríkinu umhverfis landið, svo sem hlýnun og súrnun hafsins vegna loftslagsbreytinga.Dræm sala En hversu nauðsynlegt og skynsamlegt er að veiða 154 langreyðar? Við erum náttúrulega ekki að stunda frumbyggjaveiðar og því er þetta ekki spurning um byggðasjónarmið þó að tímabundin atvinna skapist í Hvalfirðinum. Einhverra hluta vegna stendur íslenskum almenningi ekki til boða að kaupa afurðir af langreyðum en allt kjötið er flutt út. Engar vörur eru fullunnar hér á landi og því er í raun um að ræða hráefnisútflutning. Eina markaðslandið er Japan og þar gengur ekki betur að selja kjötið en svo að hluti aflans frá vertíðunum 2009-10 er enn óseldur og geymdur í frystigeymslum þar í landi. Þetta er staðan þrátt fyrir fjölmargar söluferðir til Japans á umliðnum árum og reglulegar fullyrðingar um að markaðurinn sé að glæðast. Svörin við dræmri sölu eru samdráttur í japanska efnahagslífinu vegna jarðskjálftans árið 2011. Sá hörmulegi atburður veikti japanskt efnahagslíf og einkaneyslu, en getur ekki líka verið að nýjar kynslóðir Japana hafi breyttan matarsmekk og kjósi aðrar matvörur fram yfir langreyðina? Líklega hefur þrýstingur frá umhverfis- og dýraverndunarsamtökum haft sitt að segja en nýlega bárust fréttir frá Japan um að framleiðslu á lúxushundamat úr hvalkjöti hafi verið hætt. Hvað það er sem drífur stjórn Hvals hf. áfram til hvalveiða í óþökk heimsbyggðarinnar er með öllu óskiljanlegt. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa engan áhuga á að upplýsa um kostnaðinn við hvalveiðarnar eða hversu miklum fjármunum á yfirleitt að fórna til að koma hvalkjötinu ofan í Japani. Erum við ef til vill að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Gleymum ekki að þær þjóðir sem við eigum í mestum viðskiptum við leggjast gegn hvalveiðum í atvinnuskyni og viðskiptum með hvalaafurðir. Eins og staðan er í dag er aðeins einn maður sem hefur það í hendi sér hvort þessar langreyðar verða veiddar eða ekki. Mikið vildi ég óska að hann léti af þessari hvalveiðiþrjósku og fyndi kröftum sínum og fjármunum annan farveg. Braggabyggðin í Hvalfirði og gömlu hvalveiðiskipin bjóða nefnilega upp á ótal tækifæri.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun