Lífið

Á ekkert val um starfsframa

Sara María hefur lengi verið viðloðandi hönnunarbransann.
Sara María hefur lengi verið viðloðandi hönnunarbransann. Fréttablaðið/Stefán
Sara María Júlíudóttir, sem lengst af rak búðina Nakta Apann í Bankastræti og síðar Forynju við Laugaveg hefur stofnað nýtt fatamerki sem ber nafnið Shiny Diamonds.

„Þetta er barnafatalína,“ segir Sara María og bætir við að hana hafi alltaf langað að búa til föt fyrir börn.

„Þegar mín börn voru lítil og ég fór með þau að bursta tennur sagði ég alltaf við þau þegar þau voru búin að tennurnar þeirra væru eins og skínandi demantar. Þaðan er nafnið sprottið,“ segir Sara María jafnframt.

„Ég hafði alltaf einhver barnaföt í Nakta Apanum en það var bara eitthvað sem ég gerði til hliðar,“ segir Sara. „Í Forynju byrjaði ég á þessu lítillega, en núna er planið að koma með heila barnafatalínu,“ segir Sara María.

Sara María hefur verið iðin við kolann undanfarin ár en hún vann einnig sem stílisti tímaritsins VOLG.

„Ég hef prófað ýmislegt, en fer alltaf aftur í fatahönnun. Ætli ég eigi nokkuð val um starfsframa?“ segir Sara María, létt í bragði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.