Lífið

Kona Súperman hefur sótt um skilnað

Hér sjást þau skötuhjúin saman. Myndin er síðan síðla árs 2004.
Hér sjást þau skötuhjúin saman. Myndin er síðan síðla árs 2004. Getty Images
Stjarna Smallville þáttanna, Tom Welling, og eiginkona hans eru að skilja. Kona Wellings, Jamie White Welling, sótti um skilnaðinn síðastliðinn miðvikudag. Þau hafa verið gift í tíu ár. Þetta kemur fram á vefsíðunni People.com.

Tom Welling er þekktastur fyrir leik sinn sem Súperman í þáttunum Smallville en þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda í byrjun aldarinnar og urðu þáttaraðirnar alls tíu.

Jamie White er fyrirsæta og hún kynntist verðandi fyrrum eiginmanni sínum á kaffihúsi í Miami árið 1998. Þau giftu sig fjórum árum seinna en hún sækir nú um skilnað á þeim grundvelli að á milli þeirra sé ósættanlegur ágreiningur. Í skilnaðarskjölunum kemur fram að þau hafi verið aðskilin síðan í desember á síðasta ári. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.