„Er kjaftstopp yfir þessu heilbrigðiskerfi“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2013 15:00 Þegar hnútur finnst í brjósti getur verið erfitt að sætta sig við langa bið í myndatöku. Eitt myndatæki er til á Akureyri til að greina brjóstakrabbamein. Tækið bilaði í síðustu viku og ekki er vitað hvenær það kemst í lag. Kona á Akureyri sem fann hnút í brjóstinu fyrir skömmu síðan sá fram á að bíða í að minnsta kosti mánuð eftir að fara í myndatöku en ákvað heldur að fara til Reykjavíkur í skoðun á eigin kostnað. Manni hennar finnst kerfið hafa brugðist þeim á þessu erfiða óvissutímabili. Fyrir tveimur vikum fannst hnútur í brjósti konunnar og það blæddi úr því. Hún fékk strax staðfest hjá heimilislækni að þetta væri eitthvað sem þyrfti að skoða sem fyrst og hann pantaði tíma fyrir hana í myndatöku hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er Krabbameinsfélagið með brjóstamyndatökur á tveggja vikna fresti. Konan fékk tíma eftir tvær vikur en þegar það kom að tímanum var hringt í konuna og henni sagt að tækið væri bilað og ekki vitað hvenær hún kæmist að. Visir talaði við mann konunnar. „Ég er alveg kjaftstopp yfir þessu heilbrigðiskerfi eftir að hafa kynnst hvernig það virkar í raun, þegar eitthvað alvarlegt bjátar á í fjölskyldunni. Konunni minni var sagt að það tæki jafnvel mánuð að fá tækið í lag. Maður hefur heyrt og séð ýmislegt þegar það kemur að krabbameini og hlutirnir geta verið fljótir að gerast. Mér finnst það allra hagur, líka ríkisins, að fá sem fyrst úr skorið um veikindi svo hægt sé að grípa inn í,“ segir maður konunnar. Konan fékk símanúmer hjá Krabbameinsfélaginu í Reykjavík og var bent á að athuga með tíma þar en sagt að ferðin væri alfarið á hennar kostnað; flug, gisting og annað tengt ferðinni. Hjónin gátu ekki hugsað sér að bíða í ótilgreindan tíma og pöntuðu því myndatöku hjá Krabbameinsfélaginu í Reykjavík. „Það er ein græja á öllu Norðurlandi. Svo bilar hún og þá verður þetta bara vandamálið okkar. Er ekki hægt að reka þessa einu röntgenmyndavél skammlaust svo fólk sem býr hér fyrir norðan þurfi ekki að lifa í von og ótta svo vikum skiptir? Á meðan stækkar jafnvel meinið þar til það verður óviðráðanlegt og þá er ekki aftur snúið,“ segir maðurinn. Vísir fékk staðfest að tækið er bilað á Akureyri og er ekki vitað hvenær það kemst í lag. Einnig var haft samband við Krabbameinsfélagið og kom þá í ljós að tæki eru einnig biluð í Reykjavík. „Hér hafa tæki verið biluð í þrjár vikur. Það tekur tíma að panta varahluti erlendis frá og því getur orðið bið á að tækin komist í lag,“ segir Sigríður Þorsteinsdóttir hjá Krabbameinsfélaginu. Hún tekur aftur á móti fram að ef konur hafi einkenni fái þær skoðun innan tveggja vikna. Aðrar sem eru einkennislausar og mæta í árlega skoðun bíða að jafnaði í fimm vikur og bitna tækjabilanir frekar á þeim hópi. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Eitt myndatæki er til á Akureyri til að greina brjóstakrabbamein. Tækið bilaði í síðustu viku og ekki er vitað hvenær það kemst í lag. Kona á Akureyri sem fann hnút í brjóstinu fyrir skömmu síðan sá fram á að bíða í að minnsta kosti mánuð eftir að fara í myndatöku en ákvað heldur að fara til Reykjavíkur í skoðun á eigin kostnað. Manni hennar finnst kerfið hafa brugðist þeim á þessu erfiða óvissutímabili. Fyrir tveimur vikum fannst hnútur í brjósti konunnar og það blæddi úr því. Hún fékk strax staðfest hjá heimilislækni að þetta væri eitthvað sem þyrfti að skoða sem fyrst og hann pantaði tíma fyrir hana í myndatöku hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er Krabbameinsfélagið með brjóstamyndatökur á tveggja vikna fresti. Konan fékk tíma eftir tvær vikur en þegar það kom að tímanum var hringt í konuna og henni sagt að tækið væri bilað og ekki vitað hvenær hún kæmist að. Visir talaði við mann konunnar. „Ég er alveg kjaftstopp yfir þessu heilbrigðiskerfi eftir að hafa kynnst hvernig það virkar í raun, þegar eitthvað alvarlegt bjátar á í fjölskyldunni. Konunni minni var sagt að það tæki jafnvel mánuð að fá tækið í lag. Maður hefur heyrt og séð ýmislegt þegar það kemur að krabbameini og hlutirnir geta verið fljótir að gerast. Mér finnst það allra hagur, líka ríkisins, að fá sem fyrst úr skorið um veikindi svo hægt sé að grípa inn í,“ segir maður konunnar. Konan fékk símanúmer hjá Krabbameinsfélaginu í Reykjavík og var bent á að athuga með tíma þar en sagt að ferðin væri alfarið á hennar kostnað; flug, gisting og annað tengt ferðinni. Hjónin gátu ekki hugsað sér að bíða í ótilgreindan tíma og pöntuðu því myndatöku hjá Krabbameinsfélaginu í Reykjavík. „Það er ein græja á öllu Norðurlandi. Svo bilar hún og þá verður þetta bara vandamálið okkar. Er ekki hægt að reka þessa einu röntgenmyndavél skammlaust svo fólk sem býr hér fyrir norðan þurfi ekki að lifa í von og ótta svo vikum skiptir? Á meðan stækkar jafnvel meinið þar til það verður óviðráðanlegt og þá er ekki aftur snúið,“ segir maðurinn. Vísir fékk staðfest að tækið er bilað á Akureyri og er ekki vitað hvenær það kemst í lag. Einnig var haft samband við Krabbameinsfélagið og kom þá í ljós að tæki eru einnig biluð í Reykjavík. „Hér hafa tæki verið biluð í þrjár vikur. Það tekur tíma að panta varahluti erlendis frá og því getur orðið bið á að tækin komist í lag,“ segir Sigríður Þorsteinsdóttir hjá Krabbameinsfélaginu. Hún tekur aftur á móti fram að ef konur hafi einkenni fái þær skoðun innan tveggja vikna. Aðrar sem eru einkennislausar og mæta í árlega skoðun bíða að jafnaði í fimm vikur og bitna tækjabilanir frekar á þeim hópi.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira