Metfjöldi í húsgagnasmíði á Akureyri Starri Freyr Jónsson skrifar 23. september 2013 10:15 Halldór Torfi Torfason, brautarstjóri byggingagreina hjá VMA, ásamt nokkrum nemendum. mynd/Auðunn níelsson Aldrei hafa fleiri nemendur stundað nám í húsgagnasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA). Í haust hófu tólf annars árs nemar við byggingadeild skólans nám í húsgagnasmíði og segir Halldór Torfi Torfason, brautarstjóri byggingagreina hjá VMA, að þeir hafi aldrei verið fleiri í tæplega þrjátíu ára sögu skólans. „Við urðum strax vör við aukinn áhuga á húsgagnasmíði og húsgagnaviðgerðum eftir hrun. Hugsunarhátturinn breyttist hjá mörgu fólki og það fór að horfa til baka. Húsgagnasmíði var reyndar nokkuð öflug iðngrein hér á Akureyri áður fyrr en með auknum innflutningi á húsgögnum lognaðist hún nánast út af.“ Að sögn Halldórs er markmið nemenda ólíkt með náminu. „Sumir nemenda eru komnir hingað til að læra að smíða innréttingar og húsgögn, aðrir vilja gera upp gömul húsgögn og svo eru einhverjir í hópnum á leið í áframhaldandi nám og jafnvel í hönnunarnám. Helmingur nemenda í húsgagnasmíði er á aldursbilinu 30-50 ára og kynjahlutfallið er næstum því jafnt.“Nemandi einbeitir sér í kennslustund.Mynd/AuðunnNám í húsgagnasmíði tekur fjögur ár, þar af fimm annir á skólabekk og 18 mánuði í atvinnulífinu. „Þrjár annir af fimm eru sameiginlegar með nemendum í húsasmíði. Í vetur taka nemendur meðal annars áfanga sem nefnist plötu- og grindarhúsgögn. Þar er unnið með spónlagðar plötur og gegnheilar grindur í burðarvirki, til dæmis í sófaborðum. Annar áfangi heitir sethúsgögn, þar sem stólar eru smíðaðir og einnig stólgrindur til bólstrunar. Einnig má nefna áfangann húsgagnaviðgerðir, þar sem nemendur læra að gera við húsgögn eins og nafnið gefur til kynna.“ Þrátt fyrir stigvaxandi aukningu nemenda síðustu árin segir Halldór erfitt að spá fyrir um frekari fjölgun á næstunni. „Við erum öll af vilja gerð en erum alltaf bundin af gamla meistarakerfinu þar sem nemendur þurfa alltaf að komast á samning hjá iðnmeistara og vinna í 18 mánuði. Þetta er mikill flöskuháls og handónýtt kerfi.“ Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Aldrei hafa fleiri nemendur stundað nám í húsgagnasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA). Í haust hófu tólf annars árs nemar við byggingadeild skólans nám í húsgagnasmíði og segir Halldór Torfi Torfason, brautarstjóri byggingagreina hjá VMA, að þeir hafi aldrei verið fleiri í tæplega þrjátíu ára sögu skólans. „Við urðum strax vör við aukinn áhuga á húsgagnasmíði og húsgagnaviðgerðum eftir hrun. Hugsunarhátturinn breyttist hjá mörgu fólki og það fór að horfa til baka. Húsgagnasmíði var reyndar nokkuð öflug iðngrein hér á Akureyri áður fyrr en með auknum innflutningi á húsgögnum lognaðist hún nánast út af.“ Að sögn Halldórs er markmið nemenda ólíkt með náminu. „Sumir nemenda eru komnir hingað til að læra að smíða innréttingar og húsgögn, aðrir vilja gera upp gömul húsgögn og svo eru einhverjir í hópnum á leið í áframhaldandi nám og jafnvel í hönnunarnám. Helmingur nemenda í húsgagnasmíði er á aldursbilinu 30-50 ára og kynjahlutfallið er næstum því jafnt.“Nemandi einbeitir sér í kennslustund.Mynd/AuðunnNám í húsgagnasmíði tekur fjögur ár, þar af fimm annir á skólabekk og 18 mánuði í atvinnulífinu. „Þrjár annir af fimm eru sameiginlegar með nemendum í húsasmíði. Í vetur taka nemendur meðal annars áfanga sem nefnist plötu- og grindarhúsgögn. Þar er unnið með spónlagðar plötur og gegnheilar grindur í burðarvirki, til dæmis í sófaborðum. Annar áfangi heitir sethúsgögn, þar sem stólar eru smíðaðir og einnig stólgrindur til bólstrunar. Einnig má nefna áfangann húsgagnaviðgerðir, þar sem nemendur læra að gera við húsgögn eins og nafnið gefur til kynna.“ Þrátt fyrir stigvaxandi aukningu nemenda síðustu árin segir Halldór erfitt að spá fyrir um frekari fjölgun á næstunni. „Við erum öll af vilja gerð en erum alltaf bundin af gamla meistarakerfinu þar sem nemendur þurfa alltaf að komast á samning hjá iðnmeistara og vinna í 18 mánuði. Þetta er mikill flöskuháls og handónýtt kerfi.“
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira