Keflvíkingar áfram taplausir í karlakörfunni - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2013 21:09 Michael Craion var með tröllatvennu í kvöld. Mynd/Vilhelm Keflavík og Grindavík unnu örugga sigra í leikjum sínum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík vann 18 stiga sigur á Val, 94-76, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda en kanalausir Grindavíkingar unnu á sama tíma 25 stiga heimasigur á ÍR, 98-73. Grindavík var komið í 35-17 eftir fyrsta leikhluta og vann sannfærandi sigur á ÍR. ÍR-ingar unnu annan leikhlutann 26-15 og komu sér aftur inn í leikinn en sigur Grindavíkurliðsins var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Jóhann Árni Ólafsson átti frábæran leik með Grindavík sem er enn að bíða eftir nýjum Bandaríkjamanni. Jóhann Árni var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í kvöld en Sigurður Gunnar Þorsteinsson bætti við 21 stigi, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Sveinbjörn Claessen var stigahæstur hjá ÍR með 19 stig. Keflvíkingar eru áfram með fullt hús og Valsmenn eru enn án stiga eftir að Keflavík vann 18 stiga sigur á Val á Hlíðarenda. Valsmenn unnu fyrsta leikhlutann 21-19 en frábær annar leikhluti (31-18) færði Keflavíkurliðinu frumkvæðið sem liðið hélt síðan út leikinn. Michael Craion var með tröllatvennu (21 stig og 21 frákast) og næstir honum í stigaskori voru þeir Arnar Freyr Jónsson (19 stig, 6 stoðsendingar og 5 stolnir ) og Darrel Keith Lewis (16 stig). Ragnar Gylfason skoraði 20 stig fyrir Val og Chris Woods var með 14 stig.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Grindavík-ÍR 98-73 (35-17, 15-26, 24-16, 24-14)Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 29/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 15/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 7/6 fráköst, Hilmir Kristjánsson 6, Ólafur Ólafsson 4/5 fráköst, Ármann Vilbergsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 2.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19/7 fráköst/5 stolnir, Hjalti Friðriksson 15/10 fráköst, Terry Leake Jr. 14/12 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Birgir Þór Sverrisson 5, Matthías Orri Sigurðarson 4, Dovydas Strasunskas 2.Valur-Keflavík 76-94 (21-19, 18-31, 13-21, 24-23)Valur: Ragnar Gylfason 20/4 fráköst, Chris Woods 14/7 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 12, Birgir Björn Pétursson 11/4 fráköst, Guðni Heiðar Valentínusson 6/4 fráköst, Benedikt Blöndal 5, Oddur Ólafsson 3, Kristinn Ólafsson 2, Hlynur Logi Víkingsson 2, Benedikt Skúlason 1.Keflavík: Michael Craion 21/21 fráköst/3 varin skot, Arnar Freyr Jónsson 19/6 stoðsendingar/5 stolnir, Darrel Keith Lewis 16/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Gunnar Ólafsson 9, Guðmundur Jónsson 6, Andri Daníelsson 5, Hafliði Már Brynjarsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2, Valur Orri Valsson 2/10 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Keflavík og Grindavík unnu örugga sigra í leikjum sínum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík vann 18 stiga sigur á Val, 94-76, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda en kanalausir Grindavíkingar unnu á sama tíma 25 stiga heimasigur á ÍR, 98-73. Grindavík var komið í 35-17 eftir fyrsta leikhluta og vann sannfærandi sigur á ÍR. ÍR-ingar unnu annan leikhlutann 26-15 og komu sér aftur inn í leikinn en sigur Grindavíkurliðsins var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Jóhann Árni Ólafsson átti frábæran leik með Grindavík sem er enn að bíða eftir nýjum Bandaríkjamanni. Jóhann Árni var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í kvöld en Sigurður Gunnar Þorsteinsson bætti við 21 stigi, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Sveinbjörn Claessen var stigahæstur hjá ÍR með 19 stig. Keflvíkingar eru áfram með fullt hús og Valsmenn eru enn án stiga eftir að Keflavík vann 18 stiga sigur á Val á Hlíðarenda. Valsmenn unnu fyrsta leikhlutann 21-19 en frábær annar leikhluti (31-18) færði Keflavíkurliðinu frumkvæðið sem liðið hélt síðan út leikinn. Michael Craion var með tröllatvennu (21 stig og 21 frákast) og næstir honum í stigaskori voru þeir Arnar Freyr Jónsson (19 stig, 6 stoðsendingar og 5 stolnir ) og Darrel Keith Lewis (16 stig). Ragnar Gylfason skoraði 20 stig fyrir Val og Chris Woods var með 14 stig.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Grindavík-ÍR 98-73 (35-17, 15-26, 24-16, 24-14)Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 29/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 15/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 7/6 fráköst, Hilmir Kristjánsson 6, Ólafur Ólafsson 4/5 fráköst, Ármann Vilbergsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 2.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19/7 fráköst/5 stolnir, Hjalti Friðriksson 15/10 fráköst, Terry Leake Jr. 14/12 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Birgir Þór Sverrisson 5, Matthías Orri Sigurðarson 4, Dovydas Strasunskas 2.Valur-Keflavík 76-94 (21-19, 18-31, 13-21, 24-23)Valur: Ragnar Gylfason 20/4 fráköst, Chris Woods 14/7 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 12, Birgir Björn Pétursson 11/4 fráköst, Guðni Heiðar Valentínusson 6/4 fráköst, Benedikt Blöndal 5, Oddur Ólafsson 3, Kristinn Ólafsson 2, Hlynur Logi Víkingsson 2, Benedikt Skúlason 1.Keflavík: Michael Craion 21/21 fráköst/3 varin skot, Arnar Freyr Jónsson 19/6 stoðsendingar/5 stolnir, Darrel Keith Lewis 16/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Gunnar Ólafsson 9, Guðmundur Jónsson 6, Andri Daníelsson 5, Hafliði Már Brynjarsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2, Valur Orri Valsson 2/10 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira