Innlent

Lífeyrissjóður opnar snjallvef

Vefur Lífeyrissjóðs verslunarmanna er nú sniðinn fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.
Vefur Lífeyrissjóðs verslunarmanna er nú sniðinn fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Fréttablaðið/Vilhelm
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur opnað nýja útgáfu af vefsíðu sinni www.live.is. Vefsíðan er þar með orðin sú fyrsta sinnar tegundar sem er sniðin fyrir snjallsíma og spjaldtölvur auk hefðbundinna tölva.

Í tilkynningu frá sjóðnum segir að með breytingunum sé aðgengi sjóðfélaga að upplýsingum um sjóðinn bætt.

Meðal breytinga sem gerðar voru á vefsíðunni má nefna að vefurinn lagar sig nú sjálfkrafa að skjástærð þess tækis sem sækir vefinn. Þá hefur veflesarinn Dóra, sem er á vegum Blindrafélagsins, verið tengdur við vefinn og því er hægt að hlusta á textaefni vefsins.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×