Innlent

Töluverðar hækkanir á gjaldskrám leikskóla milli ára

Leikskólabörn að leik. Myndin er úr safni.
Leikskólabörn að leik. Myndin er úr safni.
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæði hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. febrúar 2012 til 1. janúar 2013.

Aðeins þrjú sveitarfélög af 15 hafa ekki hækkað hjá sér gjaldskrána síðan í fyrra, það eru Fjarðarbyggð, Ísafjarðarbær og Seltjarnarneskaupstaður.

12 sveitarfélög hafa hækkað gjaldskrána milli ára. Mesta hækkunin á almennri gjaldskrá fyrir átta tíma vistun ásamt fæði, er hjá Akraneskaupstað um 14%, Sveitarfélaginu Skagafirði um 9% og Akureyri um 6%.

Níu tíma vistun hefur einnig hækkað um 3-14%. Ísafjörður er eina sveitarfélagið sem hefur lækkað hjá sér gjaldskrána milli ára og nemur lækkunin 2% fyrir 8 og 9 tíma vistun. Forgangshópar eru ekki undanþegnir gjaldskráhækkunum.

Mikill verðmunur er á hæstu og lægstu gjaldskrá sveitarfélaganna fyrir 8 tíma vistun ásamt fæði.

Hæsta gjaldið fyrir þessa þjónustu er 35.160 kr. í Garðabæ en lægst í Reykjavík 25.880 kr. sem er 9.280 kr. verðmunur á mánuði eða 36%.

Mest hækkaði gjaldskráin á Akranesi eða um 14% úr 28.286 kr. í 32.278 kr. eða um 3.992 kr. á mánuði.

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hækkað um 9% úr 27.688 kr. í 30.181 kr. og á Akureyri hækkaði gjaldið um 6% úr 29.560 kr. í 31.430 kr.

Fjarðarbyggð og Seltjarnarnes hafa ekki hækkað hjá sér gjaldskrána og Ísafjarðarbær hefur lækkað hjá sér gjaldskrána um 2,3% en heildargjaldið lækkar úr 31.701 kr. í 30.979 kr. sem er 722 kr. lækkun á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×