Útilokað að smástirnið Apófis skelli á jörðinni árið 2029 10. janúar 2013 22:10 Smástirnið Apófis átti sögulegt en þó örstutt ástarævintýri við Jörðina í gær. Þá skaust þessi 320 metra breiði hnullungur framhjá Jörðinni á hátt í 30 þúsund kílómetra hraða. Apófis fannst árið 2004. Fyrstu mælingar gáfu til kynna að líkur væru á að smástirnið myndi rekast á jörðina í aðflugi sínu árið 2036. Nú, þegar vísindamenn hafa fengið tækifæri til að rannsaka steininn í návígi, er ljóst að engin hætta er á ferðum. Síðari mælingar hafa þó leitt í ljós að Apófis mun fara framhjá jörðinni árið 2029. Það mun þó litlu muna enda verður smástirnið þá í rúmlega 30 þúsund kílómetra hæð yfir jörðu. Gervitungl sem notuð eru til fjarskipta eru í 39 þúsund kílómetra hæð. „Jú, NASA var að birta fréttatilkynningu fyrir nokkrum klukkustundum," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Þar kemur fram að niðurstöður mælinga, sem gerðar voru þegar Apófis fór framhjá okkur í gær, sýna að engar líkur eru á árekstri þegar Apófis snýr aftur árið 2036." Þetta eru sannarlega jákvæðar fréttir. Sævar Helgi bendir á að slíkar náttúruhamfarir myndu snerta hverja einustu manneskju á jörðinni. „Slíkur árekstur yrði 20 sinnum stærri en stærsta kjarnorkusprengja sem sprengd hefur verið á jörðinni," segir Sævar Helgi. „Þetta yrði slæmur dagur fyrir jarðarbúa."Í myndskeiðinu hér fyrir ofan má sjá Apófis skjótast framhjá jörðinni í gær. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Smástirnið Apófis átti sögulegt en þó örstutt ástarævintýri við Jörðina í gær. Þá skaust þessi 320 metra breiði hnullungur framhjá Jörðinni á hátt í 30 þúsund kílómetra hraða. Apófis fannst árið 2004. Fyrstu mælingar gáfu til kynna að líkur væru á að smástirnið myndi rekast á jörðina í aðflugi sínu árið 2036. Nú, þegar vísindamenn hafa fengið tækifæri til að rannsaka steininn í návígi, er ljóst að engin hætta er á ferðum. Síðari mælingar hafa þó leitt í ljós að Apófis mun fara framhjá jörðinni árið 2029. Það mun þó litlu muna enda verður smástirnið þá í rúmlega 30 þúsund kílómetra hæð yfir jörðu. Gervitungl sem notuð eru til fjarskipta eru í 39 þúsund kílómetra hæð. „Jú, NASA var að birta fréttatilkynningu fyrir nokkrum klukkustundum," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Þar kemur fram að niðurstöður mælinga, sem gerðar voru þegar Apófis fór framhjá okkur í gær, sýna að engar líkur eru á árekstri þegar Apófis snýr aftur árið 2036." Þetta eru sannarlega jákvæðar fréttir. Sævar Helgi bendir á að slíkar náttúruhamfarir myndu snerta hverja einustu manneskju á jörðinni. „Slíkur árekstur yrði 20 sinnum stærri en stærsta kjarnorkusprengja sem sprengd hefur verið á jörðinni," segir Sævar Helgi. „Þetta yrði slæmur dagur fyrir jarðarbúa."Í myndskeiðinu hér fyrir ofan má sjá Apófis skjótast framhjá jörðinni í gær.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira