Menning og mannvit Tinna Gunnlaugsdóttir skrifar 27. nóvember 2013 06:00 Nýlega kom sendinefnd frá Færeyjum í heimsókn í Þjóðleikhúsið. Tilefnið var að Færeyingar eru að fara að reisa sér sitt eigið Þjóðleikhús, Tjóðpall, og vildu því sækja sér fyrirmyndir til góðra granna á Íslandi. Í sendinefndinni voru fulltrúar frá menningaryfirvöldum, fjárveitingavaldinu og húsameistara þeirra Færeyinga, auk listræns stjórnanda Tjóðpallsins og tæknimanns. Færeyingum er full alvara, þeir ætla að byggja myndarlega yfir sviðslistir, miðsvæðis í höfuðstaðnum Þórshöfn, og það þótt íbúar þar séu aðeins um tuttugu þúsund og heildarfjöldi Færeyinga á öllum eyjunum rétt um fimmtíu þúsund. Það leiðir hugann að því að við Íslendingar vorum í svipaðri stöðu og Færeyingar eru nú, fyrir um níutíu árum, þegar Alþingi samþykkti með miklum meirihluta atkvæða, að hér yrði reist Þjóðleikhús og markaði framkvæmdinni tekjustofn. Þetta var árið 1923, þá var íbúafjöldinn í Reykjavík rétt um tuttugu þúsund. Líklega hefur þá verið tekist á um forgangsröðun, ekki síður en í dag, enda verkefnin sjálfsagt mörg og brýn, en stjórnmálamenn þess tíma skildu greinilega mikilvægi þess að leggja rækt við listir og menningu. Það má jafnvel ætla að þeir hafi litið á það sem eins konar yfirlýsingu um menningarlegt sjálfstæði lítillar þjóðar að hún væri tilbúin að ráðast í slíkt stórvirki. Til þess þurfti pólitískan vilja, ríkan menningarlegan metnað og framsýni. Byggingarsaga Þjóðleikhússins varð löng, enda settu bæði heimskreppa og heil heimsstyrjöld strik í reikninginn. En í lok stríðsins og með nýfengnu sjálfstæði varð það eitt fyrsta verk þáverandi ríkisstjórnar að ljúka við byggingu Þjóðleikhússins og marka starfsemi þess rekstrargrundvöll. Þjóðleikhúsið var loks vígt árið 1950. Þá voru íbúar í höfuðstaðnum rétt um fimmtíu þúsund.Verðmæti fegurðar og gleði Þjóðleikhúsið var fyrsta húsið sem reist var á Íslandi til að þjóna almenningi sem lifandi listastofnun, það var að auki stærra og meira en önnur hús, eins og hamraborg í landslagi höfuðstaðarins. Þjóðin öll fagnaði og var stolt af sínu Þjóðleikhúsi, enda voru menn innblásnir á vígsludaginn, jafnt þeir sem fóru með hið pólitíska forræði og hinir sem settir höfðu verið yfir starfsemina. Björn Ólafsson, þáverandi menntamálaráðherra, sagði meðal annars í ræðu: „Ég veiti viðtöku þessu húsi og afhendi þjóðinni það til eignar með þeirri ósk, að hér megi hún skoða sjálfa sig í skuggsjá listarinnar – og að hér megi jafnan loga sá helgi eldur menningar og mannvits, sem hverju þjóðfélagi er nauðsyn til sannra framfara.“ Og Vilhjálmur Þ. Gíslason, nýskipaður formaður þjóðleikhúsráðs, varpaði fram grundvallarspurningu og svaraði henni sjálfur: „Hver eru þau verðmæti, sem réttlæti það eða geri það nauðsynlegt, að þetta Þjóðleikhús sé til og fái að starfa af alefli? Hugsjónin er sú, að íslensk menning á grundvelli íslenskrar tungu lifi í landinu sínum sérkennilega og sjálfstæða þroska en í lifandi tengslum við umheiminn. Þess vegna á Þjóðleikhúsið að verða musteri íslenskrar tungu í bundnu og óbundnu máli. Það á að verða leikvangur tómstundanna og vígvöllur hugsjóna og gagnrýni. Verðmæti Þjóðleikhússins eru verðmæti fegurðar og gleði, en án þeirra, er fátækt jafnvel hið ríkmannlegasta líf.“Á erindi við sitt fólk Frá vígsludegi leikhússins og fram til þessa dags hefur Þjóðleikhúsið verið rekið af miklum metnaði og þar hefur svo sannarlega logað sá helgi eldur menningar og mannvits sem vitnað er til. Og Þjóðleikhúsið á erindi við sitt fólk, það sést best á því að leikhúsaðsókn á Íslandi er meiri en gengur og gerist og leikhúsáhugi er almennari en víðast hvar annars staðar, en um hundrað þúsund gestir sækja leiksýningar í Þjóðleikhúsinu á hverju ári. Færeyingar, sem eru margfalt færri en við, leita til Þjóðleikhússins um fyrirmyndir á sama tíma og við hér heima stöndum í harðri varnarbaráttu. Fyrst var það hagræðingarkrafa síðustu ára, en frá efnahagshruninu hefur fjárveiting til Þjóðleikhússins verið skorin niður um ríflega þriðjung að raunvirði. Nú vill hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar ganga lengra í þágu meintrar hagræðingar og breyttrar pólitískrar forgangsröðunar og setja Þjóðleikhúsið undir aðrar menningarstofnanir eða öfugt. Og þær raddir hafa jafnvel heyrst sem vilja setja spurningarmerki við það hvort þjóðin hafi yfirleitt efni á að reka Þjóðleikhús, níutíu árum eftir að sú hin sama þjóð tók einmitt ákvörðum um hið gagnstæða og það við allt aðrar og mun erfiðari aðstæður. Þó það sé bæði sjálfsagt og rétt að velta við öllum steinum á erfiðum tímum, megum við ekki ganga svo nærri þeim vörðum sem við höfum reist á vegferð okkar sem sjálfstæð þjóð að við villumst af leið. Þjóðleikhúsið er eign íslensku þjóðarinnar, eins og segir svo fallega í leiklistarlögum, og það er þeirra sem þiggja umboð sitt og vald frá þeirri sömu þjóð að standa vörð um menninguna okkar og þau verðmæti sem felast í lifandi listastarfsemi hér á landi. Það er þeirra að varðveita eldinn og standa vörð um þá arfleifð sem við eigum og vitnar um stórhug fyrri tíðar. Án þeirrar andagiftar og þeirra verðmæta sem sköpuð eru í leikhúsum landsins væri samfélag okkar svo sannarlega gleði og fegurð fátækari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Nýlega kom sendinefnd frá Færeyjum í heimsókn í Þjóðleikhúsið. Tilefnið var að Færeyingar eru að fara að reisa sér sitt eigið Þjóðleikhús, Tjóðpall, og vildu því sækja sér fyrirmyndir til góðra granna á Íslandi. Í sendinefndinni voru fulltrúar frá menningaryfirvöldum, fjárveitingavaldinu og húsameistara þeirra Færeyinga, auk listræns stjórnanda Tjóðpallsins og tæknimanns. Færeyingum er full alvara, þeir ætla að byggja myndarlega yfir sviðslistir, miðsvæðis í höfuðstaðnum Þórshöfn, og það þótt íbúar þar séu aðeins um tuttugu þúsund og heildarfjöldi Færeyinga á öllum eyjunum rétt um fimmtíu þúsund. Það leiðir hugann að því að við Íslendingar vorum í svipaðri stöðu og Færeyingar eru nú, fyrir um níutíu árum, þegar Alþingi samþykkti með miklum meirihluta atkvæða, að hér yrði reist Þjóðleikhús og markaði framkvæmdinni tekjustofn. Þetta var árið 1923, þá var íbúafjöldinn í Reykjavík rétt um tuttugu þúsund. Líklega hefur þá verið tekist á um forgangsröðun, ekki síður en í dag, enda verkefnin sjálfsagt mörg og brýn, en stjórnmálamenn þess tíma skildu greinilega mikilvægi þess að leggja rækt við listir og menningu. Það má jafnvel ætla að þeir hafi litið á það sem eins konar yfirlýsingu um menningarlegt sjálfstæði lítillar þjóðar að hún væri tilbúin að ráðast í slíkt stórvirki. Til þess þurfti pólitískan vilja, ríkan menningarlegan metnað og framsýni. Byggingarsaga Þjóðleikhússins varð löng, enda settu bæði heimskreppa og heil heimsstyrjöld strik í reikninginn. En í lok stríðsins og með nýfengnu sjálfstæði varð það eitt fyrsta verk þáverandi ríkisstjórnar að ljúka við byggingu Þjóðleikhússins og marka starfsemi þess rekstrargrundvöll. Þjóðleikhúsið var loks vígt árið 1950. Þá voru íbúar í höfuðstaðnum rétt um fimmtíu þúsund.Verðmæti fegurðar og gleði Þjóðleikhúsið var fyrsta húsið sem reist var á Íslandi til að þjóna almenningi sem lifandi listastofnun, það var að auki stærra og meira en önnur hús, eins og hamraborg í landslagi höfuðstaðarins. Þjóðin öll fagnaði og var stolt af sínu Þjóðleikhúsi, enda voru menn innblásnir á vígsludaginn, jafnt þeir sem fóru með hið pólitíska forræði og hinir sem settir höfðu verið yfir starfsemina. Björn Ólafsson, þáverandi menntamálaráðherra, sagði meðal annars í ræðu: „Ég veiti viðtöku þessu húsi og afhendi þjóðinni það til eignar með þeirri ósk, að hér megi hún skoða sjálfa sig í skuggsjá listarinnar – og að hér megi jafnan loga sá helgi eldur menningar og mannvits, sem hverju þjóðfélagi er nauðsyn til sannra framfara.“ Og Vilhjálmur Þ. Gíslason, nýskipaður formaður þjóðleikhúsráðs, varpaði fram grundvallarspurningu og svaraði henni sjálfur: „Hver eru þau verðmæti, sem réttlæti það eða geri það nauðsynlegt, að þetta Þjóðleikhús sé til og fái að starfa af alefli? Hugsjónin er sú, að íslensk menning á grundvelli íslenskrar tungu lifi í landinu sínum sérkennilega og sjálfstæða þroska en í lifandi tengslum við umheiminn. Þess vegna á Þjóðleikhúsið að verða musteri íslenskrar tungu í bundnu og óbundnu máli. Það á að verða leikvangur tómstundanna og vígvöllur hugsjóna og gagnrýni. Verðmæti Þjóðleikhússins eru verðmæti fegurðar og gleði, en án þeirra, er fátækt jafnvel hið ríkmannlegasta líf.“Á erindi við sitt fólk Frá vígsludegi leikhússins og fram til þessa dags hefur Þjóðleikhúsið verið rekið af miklum metnaði og þar hefur svo sannarlega logað sá helgi eldur menningar og mannvits sem vitnað er til. Og Þjóðleikhúsið á erindi við sitt fólk, það sést best á því að leikhúsaðsókn á Íslandi er meiri en gengur og gerist og leikhúsáhugi er almennari en víðast hvar annars staðar, en um hundrað þúsund gestir sækja leiksýningar í Þjóðleikhúsinu á hverju ári. Færeyingar, sem eru margfalt færri en við, leita til Þjóðleikhússins um fyrirmyndir á sama tíma og við hér heima stöndum í harðri varnarbaráttu. Fyrst var það hagræðingarkrafa síðustu ára, en frá efnahagshruninu hefur fjárveiting til Þjóðleikhússins verið skorin niður um ríflega þriðjung að raunvirði. Nú vill hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar ganga lengra í þágu meintrar hagræðingar og breyttrar pólitískrar forgangsröðunar og setja Þjóðleikhúsið undir aðrar menningarstofnanir eða öfugt. Og þær raddir hafa jafnvel heyrst sem vilja setja spurningarmerki við það hvort þjóðin hafi yfirleitt efni á að reka Þjóðleikhús, níutíu árum eftir að sú hin sama þjóð tók einmitt ákvörðum um hið gagnstæða og það við allt aðrar og mun erfiðari aðstæður. Þó það sé bæði sjálfsagt og rétt að velta við öllum steinum á erfiðum tímum, megum við ekki ganga svo nærri þeim vörðum sem við höfum reist á vegferð okkar sem sjálfstæð þjóð að við villumst af leið. Þjóðleikhúsið er eign íslensku þjóðarinnar, eins og segir svo fallega í leiklistarlögum, og það er þeirra sem þiggja umboð sitt og vald frá þeirri sömu þjóð að standa vörð um menninguna okkar og þau verðmæti sem felast í lifandi listastarfsemi hér á landi. Það er þeirra að varðveita eldinn og standa vörð um þá arfleifð sem við eigum og vitnar um stórhug fyrri tíðar. Án þeirrar andagiftar og þeirra verðmæta sem sköpuð eru í leikhúsum landsins væri samfélag okkar svo sannarlega gleði og fegurð fátækari.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun