Menning og mannvit Tinna Gunnlaugsdóttir skrifar 27. nóvember 2013 06:00 Nýlega kom sendinefnd frá Færeyjum í heimsókn í Þjóðleikhúsið. Tilefnið var að Færeyingar eru að fara að reisa sér sitt eigið Þjóðleikhús, Tjóðpall, og vildu því sækja sér fyrirmyndir til góðra granna á Íslandi. Í sendinefndinni voru fulltrúar frá menningaryfirvöldum, fjárveitingavaldinu og húsameistara þeirra Færeyinga, auk listræns stjórnanda Tjóðpallsins og tæknimanns. Færeyingum er full alvara, þeir ætla að byggja myndarlega yfir sviðslistir, miðsvæðis í höfuðstaðnum Þórshöfn, og það þótt íbúar þar séu aðeins um tuttugu þúsund og heildarfjöldi Færeyinga á öllum eyjunum rétt um fimmtíu þúsund. Það leiðir hugann að því að við Íslendingar vorum í svipaðri stöðu og Færeyingar eru nú, fyrir um níutíu árum, þegar Alþingi samþykkti með miklum meirihluta atkvæða, að hér yrði reist Þjóðleikhús og markaði framkvæmdinni tekjustofn. Þetta var árið 1923, þá var íbúafjöldinn í Reykjavík rétt um tuttugu þúsund. Líklega hefur þá verið tekist á um forgangsröðun, ekki síður en í dag, enda verkefnin sjálfsagt mörg og brýn, en stjórnmálamenn þess tíma skildu greinilega mikilvægi þess að leggja rækt við listir og menningu. Það má jafnvel ætla að þeir hafi litið á það sem eins konar yfirlýsingu um menningarlegt sjálfstæði lítillar þjóðar að hún væri tilbúin að ráðast í slíkt stórvirki. Til þess þurfti pólitískan vilja, ríkan menningarlegan metnað og framsýni. Byggingarsaga Þjóðleikhússins varð löng, enda settu bæði heimskreppa og heil heimsstyrjöld strik í reikninginn. En í lok stríðsins og með nýfengnu sjálfstæði varð það eitt fyrsta verk þáverandi ríkisstjórnar að ljúka við byggingu Þjóðleikhússins og marka starfsemi þess rekstrargrundvöll. Þjóðleikhúsið var loks vígt árið 1950. Þá voru íbúar í höfuðstaðnum rétt um fimmtíu þúsund.Verðmæti fegurðar og gleði Þjóðleikhúsið var fyrsta húsið sem reist var á Íslandi til að þjóna almenningi sem lifandi listastofnun, það var að auki stærra og meira en önnur hús, eins og hamraborg í landslagi höfuðstaðarins. Þjóðin öll fagnaði og var stolt af sínu Þjóðleikhúsi, enda voru menn innblásnir á vígsludaginn, jafnt þeir sem fóru með hið pólitíska forræði og hinir sem settir höfðu verið yfir starfsemina. Björn Ólafsson, þáverandi menntamálaráðherra, sagði meðal annars í ræðu: „Ég veiti viðtöku þessu húsi og afhendi þjóðinni það til eignar með þeirri ósk, að hér megi hún skoða sjálfa sig í skuggsjá listarinnar – og að hér megi jafnan loga sá helgi eldur menningar og mannvits, sem hverju þjóðfélagi er nauðsyn til sannra framfara.“ Og Vilhjálmur Þ. Gíslason, nýskipaður formaður þjóðleikhúsráðs, varpaði fram grundvallarspurningu og svaraði henni sjálfur: „Hver eru þau verðmæti, sem réttlæti það eða geri það nauðsynlegt, að þetta Þjóðleikhús sé til og fái að starfa af alefli? Hugsjónin er sú, að íslensk menning á grundvelli íslenskrar tungu lifi í landinu sínum sérkennilega og sjálfstæða þroska en í lifandi tengslum við umheiminn. Þess vegna á Þjóðleikhúsið að verða musteri íslenskrar tungu í bundnu og óbundnu máli. Það á að verða leikvangur tómstundanna og vígvöllur hugsjóna og gagnrýni. Verðmæti Þjóðleikhússins eru verðmæti fegurðar og gleði, en án þeirra, er fátækt jafnvel hið ríkmannlegasta líf.“Á erindi við sitt fólk Frá vígsludegi leikhússins og fram til þessa dags hefur Þjóðleikhúsið verið rekið af miklum metnaði og þar hefur svo sannarlega logað sá helgi eldur menningar og mannvits sem vitnað er til. Og Þjóðleikhúsið á erindi við sitt fólk, það sést best á því að leikhúsaðsókn á Íslandi er meiri en gengur og gerist og leikhúsáhugi er almennari en víðast hvar annars staðar, en um hundrað þúsund gestir sækja leiksýningar í Þjóðleikhúsinu á hverju ári. Færeyingar, sem eru margfalt færri en við, leita til Þjóðleikhússins um fyrirmyndir á sama tíma og við hér heima stöndum í harðri varnarbaráttu. Fyrst var það hagræðingarkrafa síðustu ára, en frá efnahagshruninu hefur fjárveiting til Þjóðleikhússins verið skorin niður um ríflega þriðjung að raunvirði. Nú vill hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar ganga lengra í þágu meintrar hagræðingar og breyttrar pólitískrar forgangsröðunar og setja Þjóðleikhúsið undir aðrar menningarstofnanir eða öfugt. Og þær raddir hafa jafnvel heyrst sem vilja setja spurningarmerki við það hvort þjóðin hafi yfirleitt efni á að reka Þjóðleikhús, níutíu árum eftir að sú hin sama þjóð tók einmitt ákvörðum um hið gagnstæða og það við allt aðrar og mun erfiðari aðstæður. Þó það sé bæði sjálfsagt og rétt að velta við öllum steinum á erfiðum tímum, megum við ekki ganga svo nærri þeim vörðum sem við höfum reist á vegferð okkar sem sjálfstæð þjóð að við villumst af leið. Þjóðleikhúsið er eign íslensku þjóðarinnar, eins og segir svo fallega í leiklistarlögum, og það er þeirra sem þiggja umboð sitt og vald frá þeirri sömu þjóð að standa vörð um menninguna okkar og þau verðmæti sem felast í lifandi listastarfsemi hér á landi. Það er þeirra að varðveita eldinn og standa vörð um þá arfleifð sem við eigum og vitnar um stórhug fyrri tíðar. Án þeirrar andagiftar og þeirra verðmæta sem sköpuð eru í leikhúsum landsins væri samfélag okkar svo sannarlega gleði og fegurð fátækari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Nýlega kom sendinefnd frá Færeyjum í heimsókn í Þjóðleikhúsið. Tilefnið var að Færeyingar eru að fara að reisa sér sitt eigið Þjóðleikhús, Tjóðpall, og vildu því sækja sér fyrirmyndir til góðra granna á Íslandi. Í sendinefndinni voru fulltrúar frá menningaryfirvöldum, fjárveitingavaldinu og húsameistara þeirra Færeyinga, auk listræns stjórnanda Tjóðpallsins og tæknimanns. Færeyingum er full alvara, þeir ætla að byggja myndarlega yfir sviðslistir, miðsvæðis í höfuðstaðnum Þórshöfn, og það þótt íbúar þar séu aðeins um tuttugu þúsund og heildarfjöldi Færeyinga á öllum eyjunum rétt um fimmtíu þúsund. Það leiðir hugann að því að við Íslendingar vorum í svipaðri stöðu og Færeyingar eru nú, fyrir um níutíu árum, þegar Alþingi samþykkti með miklum meirihluta atkvæða, að hér yrði reist Þjóðleikhús og markaði framkvæmdinni tekjustofn. Þetta var árið 1923, þá var íbúafjöldinn í Reykjavík rétt um tuttugu þúsund. Líklega hefur þá verið tekist á um forgangsröðun, ekki síður en í dag, enda verkefnin sjálfsagt mörg og brýn, en stjórnmálamenn þess tíma skildu greinilega mikilvægi þess að leggja rækt við listir og menningu. Það má jafnvel ætla að þeir hafi litið á það sem eins konar yfirlýsingu um menningarlegt sjálfstæði lítillar þjóðar að hún væri tilbúin að ráðast í slíkt stórvirki. Til þess þurfti pólitískan vilja, ríkan menningarlegan metnað og framsýni. Byggingarsaga Þjóðleikhússins varð löng, enda settu bæði heimskreppa og heil heimsstyrjöld strik í reikninginn. En í lok stríðsins og með nýfengnu sjálfstæði varð það eitt fyrsta verk þáverandi ríkisstjórnar að ljúka við byggingu Þjóðleikhússins og marka starfsemi þess rekstrargrundvöll. Þjóðleikhúsið var loks vígt árið 1950. Þá voru íbúar í höfuðstaðnum rétt um fimmtíu þúsund.Verðmæti fegurðar og gleði Þjóðleikhúsið var fyrsta húsið sem reist var á Íslandi til að þjóna almenningi sem lifandi listastofnun, það var að auki stærra og meira en önnur hús, eins og hamraborg í landslagi höfuðstaðarins. Þjóðin öll fagnaði og var stolt af sínu Þjóðleikhúsi, enda voru menn innblásnir á vígsludaginn, jafnt þeir sem fóru með hið pólitíska forræði og hinir sem settir höfðu verið yfir starfsemina. Björn Ólafsson, þáverandi menntamálaráðherra, sagði meðal annars í ræðu: „Ég veiti viðtöku þessu húsi og afhendi þjóðinni það til eignar með þeirri ósk, að hér megi hún skoða sjálfa sig í skuggsjá listarinnar – og að hér megi jafnan loga sá helgi eldur menningar og mannvits, sem hverju þjóðfélagi er nauðsyn til sannra framfara.“ Og Vilhjálmur Þ. Gíslason, nýskipaður formaður þjóðleikhúsráðs, varpaði fram grundvallarspurningu og svaraði henni sjálfur: „Hver eru þau verðmæti, sem réttlæti það eða geri það nauðsynlegt, að þetta Þjóðleikhús sé til og fái að starfa af alefli? Hugsjónin er sú, að íslensk menning á grundvelli íslenskrar tungu lifi í landinu sínum sérkennilega og sjálfstæða þroska en í lifandi tengslum við umheiminn. Þess vegna á Þjóðleikhúsið að verða musteri íslenskrar tungu í bundnu og óbundnu máli. Það á að verða leikvangur tómstundanna og vígvöllur hugsjóna og gagnrýni. Verðmæti Þjóðleikhússins eru verðmæti fegurðar og gleði, en án þeirra, er fátækt jafnvel hið ríkmannlegasta líf.“Á erindi við sitt fólk Frá vígsludegi leikhússins og fram til þessa dags hefur Þjóðleikhúsið verið rekið af miklum metnaði og þar hefur svo sannarlega logað sá helgi eldur menningar og mannvits sem vitnað er til. Og Þjóðleikhúsið á erindi við sitt fólk, það sést best á því að leikhúsaðsókn á Íslandi er meiri en gengur og gerist og leikhúsáhugi er almennari en víðast hvar annars staðar, en um hundrað þúsund gestir sækja leiksýningar í Þjóðleikhúsinu á hverju ári. Færeyingar, sem eru margfalt færri en við, leita til Þjóðleikhússins um fyrirmyndir á sama tíma og við hér heima stöndum í harðri varnarbaráttu. Fyrst var það hagræðingarkrafa síðustu ára, en frá efnahagshruninu hefur fjárveiting til Þjóðleikhússins verið skorin niður um ríflega þriðjung að raunvirði. Nú vill hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar ganga lengra í þágu meintrar hagræðingar og breyttrar pólitískrar forgangsröðunar og setja Þjóðleikhúsið undir aðrar menningarstofnanir eða öfugt. Og þær raddir hafa jafnvel heyrst sem vilja setja spurningarmerki við það hvort þjóðin hafi yfirleitt efni á að reka Þjóðleikhús, níutíu árum eftir að sú hin sama þjóð tók einmitt ákvörðum um hið gagnstæða og það við allt aðrar og mun erfiðari aðstæður. Þó það sé bæði sjálfsagt og rétt að velta við öllum steinum á erfiðum tímum, megum við ekki ganga svo nærri þeim vörðum sem við höfum reist á vegferð okkar sem sjálfstæð þjóð að við villumst af leið. Þjóðleikhúsið er eign íslensku þjóðarinnar, eins og segir svo fallega í leiklistarlögum, og það er þeirra sem þiggja umboð sitt og vald frá þeirri sömu þjóð að standa vörð um menninguna okkar og þau verðmæti sem felast í lifandi listastarfsemi hér á landi. Það er þeirra að varðveita eldinn og standa vörð um þá arfleifð sem við eigum og vitnar um stórhug fyrri tíðar. Án þeirrar andagiftar og þeirra verðmæta sem sköpuð eru í leikhúsum landsins væri samfélag okkar svo sannarlega gleði og fegurð fátækari.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun