Hvenær telst maður gamall? Sigurbjörg Hannesdóttir og Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir skrifar 25. júní 2013 08:35 Hvenær telst maður gamall? Er það þegar maður stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun að þurfa að flytjast burt af heimili sínu, heimili til áratuga jafnvel, og inn á öldrunarheimili? Á efri árum standa margir frammi fyrir þeim veruleika og eðlilegt er að þá leiti á hugann hvað taki við sem gefi lífinu gildi á slíkum stað. Sumir gætu efast um að það væri margt. Er öldrunarheimili ekki sá staður sem fólk kemur til að deyja á, gætu jafnvel einhverjir spurt. Auðvitað er það svo að öldrunarheimili eru í flestum tilvikum síðasta heimili íbúa á lífsleiðinni. En það er hins vegar fjarri lagi að þar ríki drungi og deyfð, þó svo að líkaminn sé oft á tíðum farinn að gefa sig og minnið orðið gloppótt. Reynsla margra er sú að oft á tíðum kviknar lífsneistinn aftur eftir að viðkomandi flyst á öldrunarheimili og þá aukist lífsgæði á ný. Einmanaleiki og kvíði minnkar, félagsleg virkni og sjálfsöryggi eykst. Viðhorf hvers og eins til lífsins og persónulegar aðstæður hafa að sjálfsögðu mikil áhrif á þá upplifun sem fylgir flutningi á öldrunarheimili. Miklu máli skiptir að þar sé notalegt og umhverfið hvetjandi og fullt af tækifærum. Við þær aðstæður eru góðir möguleikar til að lifa við mikil lífsgæði, gleði og möguleika til að takast á við ný hlutverk sé viljinn fyrir hendi.Nýjar tómstundirReynsla margra er að á öldrunarheimili öðlist íbúar á ný tækifæri til að kynnast nýjum tómstundum af margvíslegu tagi og þeim áhugamálum sem setið hafa á hakanum lengi. Margir nýta sér aðstöðuna og fara í sund og leikfimi, taka þátt í útiveru og njóta samverustunda með öðru fólki í ríkari mæli en áður var. Aðrir nýta tækifærið og halda áfram að þroskast og læra nýja hluti.Getan meiri en margur heldur Þrátt fyrir háan aldur eða heilsubrest hefur það sýnt sig í iðjuþjálfun Hrafnistuheimilanna að ýmsir möguleikar eru fyrir hendi, það er ef viljinn er til staðar hjá einstaklingnum. Það kemur gjarnan mörgum íbúum og aðstandendum þeirra á óvart hversu mikil getan er í raun og veru. Tími til tómstunda, vilji til verka, jákvætt og vinalegt viðmót starfsfólks og heimilislegt en jafnframt hvetjandi umhverfi þar sem fagfólk á sviði iðjuþjálfunar veitir ríka aðstoð eru í þessu sambandi þau lykilatriði sem ráða miklu um árangurinn.Hlutverk iðjuþjálfa Iðjuþjálfar veita margvíslega og fjölbreytta þjónustu sem er aðlöguð getu og þörfum sérhvers sem á þarf að halda. Við iðjuþjálfun er meðal annars notast við ýmis hjálpartæki, ásamt því að veita hagnýta fræðslu og ráðgjöf. Markmiðið er að styðja einstaklinginn til að taka þátt á þeim sviðum sem veita honum ánægju og skipta hann máli. Sú iðja getur þróast og mótast í samstarfi iðjuþjálfans og einstaklingsins, því þjónustan við hvern og einn tekur mið af þörfum og óskum þeirra sem njóta. Um þessar mundir er um áratugur síðan fyrsti iðjuþjálfinn hóf störf á Hrafnistu. Þeir eru nú sjö og verða enn fleiri frá og með næsta hausti. Iðjuþjálfar hafa umsjón með daglegu félagsstarfi á heimilunum í heild og einnig vinnustofum, þar sem stundað er fjölbreytt handverk, svo sem smíðar, myndlist, leirlist, glerlist og margt fleira. Iðjuþjálfarnir skipuleggja einnig framkvæmd kvöldskemmtana, ferðalaga og annarra viðburða og því er oft mikið líf í tuskunum.FramtíðinÁ tölvuöld fleygir tækninni sífellt fram. Þeir sem nú eru í blóma lífsins velta kannski ekki endilega fyrir sér hvernig lífið verði á öldrunarheimilunum í framtíðinni. En hvernig verður veruleikinn árið 2030? Internetkaffihús á öllum öldrunarheimilum? Sannleikurinn er sá að það er nú þegar til staðar á Hrafnistu. Við hvetjum lesendur til að kynna sér nánar starfsemi Hrafnistu og þá fjölbreyttu iðjuþjálfun sem þar er í boði með því að heimsækja heimasíðu heimilanna – eða líta við á Facebook! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvenær telst maður gamall? Er það þegar maður stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun að þurfa að flytjast burt af heimili sínu, heimili til áratuga jafnvel, og inn á öldrunarheimili? Á efri árum standa margir frammi fyrir þeim veruleika og eðlilegt er að þá leiti á hugann hvað taki við sem gefi lífinu gildi á slíkum stað. Sumir gætu efast um að það væri margt. Er öldrunarheimili ekki sá staður sem fólk kemur til að deyja á, gætu jafnvel einhverjir spurt. Auðvitað er það svo að öldrunarheimili eru í flestum tilvikum síðasta heimili íbúa á lífsleiðinni. En það er hins vegar fjarri lagi að þar ríki drungi og deyfð, þó svo að líkaminn sé oft á tíðum farinn að gefa sig og minnið orðið gloppótt. Reynsla margra er sú að oft á tíðum kviknar lífsneistinn aftur eftir að viðkomandi flyst á öldrunarheimili og þá aukist lífsgæði á ný. Einmanaleiki og kvíði minnkar, félagsleg virkni og sjálfsöryggi eykst. Viðhorf hvers og eins til lífsins og persónulegar aðstæður hafa að sjálfsögðu mikil áhrif á þá upplifun sem fylgir flutningi á öldrunarheimili. Miklu máli skiptir að þar sé notalegt og umhverfið hvetjandi og fullt af tækifærum. Við þær aðstæður eru góðir möguleikar til að lifa við mikil lífsgæði, gleði og möguleika til að takast á við ný hlutverk sé viljinn fyrir hendi.Nýjar tómstundirReynsla margra er að á öldrunarheimili öðlist íbúar á ný tækifæri til að kynnast nýjum tómstundum af margvíslegu tagi og þeim áhugamálum sem setið hafa á hakanum lengi. Margir nýta sér aðstöðuna og fara í sund og leikfimi, taka þátt í útiveru og njóta samverustunda með öðru fólki í ríkari mæli en áður var. Aðrir nýta tækifærið og halda áfram að þroskast og læra nýja hluti.Getan meiri en margur heldur Þrátt fyrir háan aldur eða heilsubrest hefur það sýnt sig í iðjuþjálfun Hrafnistuheimilanna að ýmsir möguleikar eru fyrir hendi, það er ef viljinn er til staðar hjá einstaklingnum. Það kemur gjarnan mörgum íbúum og aðstandendum þeirra á óvart hversu mikil getan er í raun og veru. Tími til tómstunda, vilji til verka, jákvætt og vinalegt viðmót starfsfólks og heimilislegt en jafnframt hvetjandi umhverfi þar sem fagfólk á sviði iðjuþjálfunar veitir ríka aðstoð eru í þessu sambandi þau lykilatriði sem ráða miklu um árangurinn.Hlutverk iðjuþjálfa Iðjuþjálfar veita margvíslega og fjölbreytta þjónustu sem er aðlöguð getu og þörfum sérhvers sem á þarf að halda. Við iðjuþjálfun er meðal annars notast við ýmis hjálpartæki, ásamt því að veita hagnýta fræðslu og ráðgjöf. Markmiðið er að styðja einstaklinginn til að taka þátt á þeim sviðum sem veita honum ánægju og skipta hann máli. Sú iðja getur þróast og mótast í samstarfi iðjuþjálfans og einstaklingsins, því þjónustan við hvern og einn tekur mið af þörfum og óskum þeirra sem njóta. Um þessar mundir er um áratugur síðan fyrsti iðjuþjálfinn hóf störf á Hrafnistu. Þeir eru nú sjö og verða enn fleiri frá og með næsta hausti. Iðjuþjálfar hafa umsjón með daglegu félagsstarfi á heimilunum í heild og einnig vinnustofum, þar sem stundað er fjölbreytt handverk, svo sem smíðar, myndlist, leirlist, glerlist og margt fleira. Iðjuþjálfarnir skipuleggja einnig framkvæmd kvöldskemmtana, ferðalaga og annarra viðburða og því er oft mikið líf í tuskunum.FramtíðinÁ tölvuöld fleygir tækninni sífellt fram. Þeir sem nú eru í blóma lífsins velta kannski ekki endilega fyrir sér hvernig lífið verði á öldrunarheimilunum í framtíðinni. En hvernig verður veruleikinn árið 2030? Internetkaffihús á öllum öldrunarheimilum? Sannleikurinn er sá að það er nú þegar til staðar á Hrafnistu. Við hvetjum lesendur til að kynna sér nánar starfsemi Hrafnistu og þá fjölbreyttu iðjuþjálfun sem þar er í boði með því að heimsækja heimasíðu heimilanna – eða líta við á Facebook!
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun